Bókatíðindi - 01.12.2008, Page 190
BÓKATÍÐINDI 2008
Fræði og bækur almenns efnis
SÍÐASTI
FYRIRLESTURINN
Randy Pausch
Þýð.: Ólöf Pétursdóttir
Höfundur þessarar áhrifa-
miklu bókar hélt sinn síðasta
fyrirlestur aðeins 47 ára gam-
all. Hann gerir upp líf sittog
leggur áherslu á mikilvægi
þess að gleyma ekki bernsku-
draumunum og viðhalda lífs-
gleðinni á hverju sem geng-
ur.
240 bls.
Salka
ISBN 978-9979-650-61-4
Leiðb.verð: 2.990 kr.
PCATON
Síðustu dagar
Sókratesar
HLJÓÐBÓK
Lærdómsrit
Bókmenntafélagsins
SÍÐUSTU DACAR
SÓKRATESAR
Platon
Þýð.: Þorsteinn Gylfason og
Sigurður Nordal
I Síðustu dögum Sókratesar
eru þrjú áhrifamestu rit Plat-
óns. Eitt þeirra er helsta
heimildin um málaferlin á
hendur Sókratesi og dauða
hans árið 399 f.Kr. Skýr merki
um áhrif Sókratesar á vest-
ræna heimspeki birtist í rit-
unum. í inngangi rekur Sig-
urður Nordal m.a. þýðingu
þess hvernig Sókrates lifði og
dó í samræmi við lífsskoðun
sína. í fyrra komu út sem
hljóðbækur Birtíngur og Za-
dig eða örlögin eftir Voltaire.
Hjalti Rögnvaldsson les.
4)
Hið ísl. bókmenntafélag
ISBN 978-9979-66-225-9
Leiðb.verð: 2.990 kr.
SJÓNAUKI
- tímarit um myndlist
Ritn.: Fræði- og mynd-
listarmenn
í þessu tölublaði Sjónauka,
GildiA/alue, er áhersla lögð á
umhverfi og hagkerfi mynd-
listar. Listamaður blaðsins að
þessu sinni er Ásmundur Ás-
mundsson. Meðal höfunda
eru Gauti Sigþórsson, Valur
Brynjar Antonsson og Walter
Benjamin. Viðtöl eru við
Mariu Lind og Fiu Báckstr-
öm. Greinar eru á bæði ís-
lensku og ensku og með
fylgir einstakt fjölfeldi.
92 bls.
Friðrika
Dreif.: Penninn Eymundsson
ISSN 1670-7311
Leiðb.verð: 2.000 kr.
SKÍRNIR VOR & HAUST
2008, 182. ÁRCANCUR
Ritstj.: Halldór
Guðmundsson
Fjölbreytt og vandað efni m.
a. um fslenskar bókmenntir,
náttúru, sögu og þjóðerni,
heimspeki, vísindi, myndlist
og stjórnmál og önnur fræði
f sögu og samtíð. Eitt allra
vandaðasta fræðatímarit Is-
lendinga. Nýir áskrifendur
velkomnir. Nánar á hib.is
555 bls.
Hið ísl. bókmenntafélag
ISSN 0256-8446 Kilja
SKÓLI, NÁM OC
SAMFÉLAC
Wofgang Edelstein
Hér endurspeglast djúpur
skilningur höfundarins á
menntamálum og víðtæk
reynsla hans bæði af stefnu-
mótandi starfi menntastofn-
ana og á vettvangi skólans.
Hann opnar lesendum víða
sýn með því að tengja þau
sögulegum, félagslegum og
menntapólitískum þáttum,
jafnt sem þroskasálfræðileg-
um og uppeldis- og kennslu-
fræðilegum.
220 bls.
Háskólaútgáfan
ISBN 978-9979-54-799-0
Leiðb.verð: 3.200 kr. Kilja
Fræöirit Cunnars-
stofnunar 1
SKRIÐUKLAUSTUR
evrópskt mibaldaklaustur
í Fljótsdal
Ritstj.: Hrafnkell Lárusson
og Steinunn Kristjánsdóttir
Bókin er greinasafn með
skrifum þrettán íslenskra
fræðimanna. Umfjöllunar-
efnið er bakgrunnur og starf-
semi klaustra á íslandi með
áherslu á Ágústínusarklaustr-
ið sem starfrækt var á Skriðu
f Fljótsdal frá 1493 til siða-
skipta. Rýnt er f fornar heim-
ildir og þær upplýsingar og
minjar sem fornleifarannsókn
á Skriðuklaustri hefur leitt í
Ijós.
155 bls.
Gunnarsstofnun
ISBN 978-9979-9591-4-4
188