Bókatíðindi - 01.12.2008, Blaðsíða 192
Fræði og bækur almenns efnis
398 bls.
Háskólaútgáfan
ISBN 978-9979-54-805-8
Leiðb.verð: 3.900 kr. Kilja
CONIN IGGULDEN
H3I. IGGULDEN
tórkættule^
STÓRHÆTTULECA
STRÁKABÓKIN
Conn Iggulden og
Hal Iggulden
Þýð.: Karl Ágúst Úlfsson,
Úlfur Ragnarsson og
Eyvindur Karlsson
Hvernig býrðu til langfleygar
skutlur, kristalla, kassabíl eða
trjákofa? Hvernig spilar mað-
ur póker og útbýr ósýnilegt
blek? Svörin við þessu og
fjöldamörgu til viðbótar er
að finna í þessari einstöku
bók sem hentar öllum strák-
um á aldrinum 8-80 ára.
Stórhættulega strákabókin er
fullkomin leið til að end-
urvekja ævintýraheima fyrri
ára og koma góðri og gildri
þekkingu frá einni kynslóð
stráka til þeirrar næstu.
213 bls.
FORLAGIÐ
Vaka-Helgafell
ISBN 978-9979-2-2088-6
Kristjón Kormákur Guöjónsson
Strandamenn í
blíðu og stríðu
Vestfirskff forCagið
STRANDAMENNí
BLÍÐU OC STRÍÐU
100 gamansögur af
Strandamönnum
Kristjón Kormákur
Guðjónsson
Flestar þær gamansögur af
Strandamönnum sem hér eru
settar á bók, eiga ætt sína að
rekja til Árneshrepps. íferða-
bók Eggerts og Bjarna segja
þeir um Hornstrendinga sem
á jafn vel við um Stranda-
menn: „Við reyndum þetta
fólk eigi að öðru en góð-
mennsku og ráðvendni. Að
vísu kunna fúlmenni að hitt-
ast hér, en það stafar af því
að hér taka menn oft á móti
þjófum, landshornamönnum
og iilvirkjum af einhverskon-
ar misskilinni góðvild. Láta
þeir þá vinna fyrir fæði sínu
og hjálpa þeim að komast í
erlend skip."
Orð þeirra standa óhögg-
uð í dag. Kjarninn í þeim er
sá að Strandamenn fara ekki
í manngreinarálit.
119 bls.
Vestfirska forlagið
ISBN 978-9979-778-71-4
Leiðb.verð: 1.900 kr. Kilja
SÚ ÞRÁ AÐ ÞEKKJA
OC NEMA
Greinar um og eftir
séra Jónas jónasson
fró Hrafnagili
Ritstj.: Rósa Þorsteinsdóttir
Árið 2006 voru liðin 150 ár
frá fæðingu Jónasar Jón-
assonar prests og fræðmanns
sem kenndi sig við Hrafnagil
í Eyjafirði og var þess þá
minnst á ýmsan hátt. Séra
Jónas var afkastamikill á
mörgum sviðum menning-
arlífsins og hafði komið víða
við áður en hann snéri sér að
söfnun íslenskra þjóðhátta.
Hann var sílesandi og sískrif-
andi jafnframt því að vera
prestur í fjölmennri sókn,
prófastur, kennari við Gagn-
fræðaskóla Akureyrar og rit-
stjóri.
Hér eru prentaðar fjórar
ritgerðir Jónasar sjálfs um
þjóðfræðileg málefni, sem
birtust fyrst á árunum 1908
til 1915, erindi sem haldin
voru um sérajónasáafmælis-
árinu og ritaskrá hans. Grein-
arnar gefa góða mynd af
þjóðfræðingnum, guðfræð-
ingnum og rithöfundinum
séra Jónasi Jónssyni frá
Hrafnagili sem þekktastur er
fyrir brautryðjenda verk sitt
íslenska þjóðhætti.
176 bls.
Háskólaútgáfan
ISBN 978-9979-54-778-5
Leiðb.verð: 3.500 kr. Kilja
TÁLMAR OC TÆKIFÆRI
Ritstj.: Gretar L.
Marinósson
Njóta nemendur með þroska-
hömlun sambærilegrar
menntunar á við ófatlaða
nemendur? Hvaða kröfur eru
gerðar til þeirra í námi og
hegðun? Hvernig er kennsl-
an, námsskipulagið og náms-
matið? Hvernig er félagsleg-
um samskiptum nem enda
háttað? Hvert er samstarf
skóla við foreldra, sérfræð-
inga og aðrar stofnanir?
Hvernig er staðið að und-
irbúningi undir starf? Hvern-
ig skilja starfsmenn og for
eldrar námsmöguleika nem-
enda með þroska hömlun?
Bókin gerir grein fyrir rann-
sókn sem leitaði svara við
ofangreindum spurningum -
og mörgum fleiri. Hún var
unnin af hópi rannsakenda
frá KHI, foreldra nemenda
með þroskahömlun og kenn-
ara af öllum skólastigum.
Niðurstöður rannsóknarinnar
sýna meðal annars að það
sem virðist greiða fyrir því að
þessir nemendur fái menntun
við hæfi í flestum almennum
skóium er að þeir séu vel-
komnir í skólann, að fáir
nemendur séu á hvern kenn-
ara, unnið sé fagmannlega
með nemendur og að menn-
ing skólans mótist at' um-
hyggju og stuðningi.
301 bls.
Háskólaútgáfan
ISBN 978-9979-54-780-8
Leiðb.verð: 3.900 kr. Kilja
190