Bókatíðindi - 01.12.2008, Page 194
Fræði og bækur almenns efnis
THE GOLDEN CIRCLE
AND BLUELAGOON
DER GOLDENE RING
UND DIE BLAUE LAGUNE
Gunnsteinn Ólafsson
Ný bók í ritröðinni lceland
- Cool and Crisp / Island -
Kurz und gut. Bókina prýða
myndir eftir marga af fremstu
Ijósmyndurum þjóðarinnar.
Gunnsteinn Ólafsson vísar
veginn um vinsælustu ferða-
mannastaði íslands. í henni
gefur að líta fegurstu nátt-
úruperlur landsins og helstu
sögustaði þjóðarinnar. Hér
er með myndum og stuttum
skýringatextum sagt frá
merkilegum stöðum á suð-
vestanverðu Islandi þar sem
fellur saman í eitt stórfeng-
leg náttúra, þjóðtrú og
saga.
Bókin kemur út í enskri og
þýskri útgáfu.
96 bls.
Veröld
ISBN 978-9979-78-935-2/-78-
934-5
Leiðb.verð: 1.990 kr.
hvor bók
TIL FYRIRMYNDAR
Jeff Sprague og
Annemieke Golly
Þýð.: Reynir Harðarson
Starfsfólk skóla veit að
hegðunarerfiðleikar og aga-
leysi eru oft helstu hindranir
góðs námsárangurs. Til fyrir-
myndar fjallar um aganálgun
sem byggist á fræðilegum
grunni. Hér má finna aðferð-
ir sem auðvelt er að innleiða
og nota heildstætt í öllum
skólanum, fyrir einstaka
bekki og nemendur.
232 bls.
Skrudda
ISBN 978-9979-655-27-5
Leiðb.verð: 4.990 kr. Kilja
TIL GAGNS OG
TIL FEGURÐAR
Sjálfsmyndir í Ijósmyndum
og klœónaöi á íslandi
1860-1960
Æsa Sigurjónsdóttir
Hvað segja Ijósmyndir um
okkur?
í bókinni 77/ gagns og til
fegurðarer varpað fram vekj-
andi spurningum um klæðn-
að og útlit íslendinga 1860-
1960 og sýnt hvernig Ijós-
myndir endurspegla sjálfs-
mynd þjóðarinnar á hverjum
tíma. Hér má líka fá svar við
ótal spurningum um klæðn-
að og útlit, og brugðið er upp
dæmum um klæðnað Islend-
inga í fjölmörgum myndum í
hundrað ár. Hvernig varð
þjóðbúningurinn til? Af
hverju vildu karlar ekki vera
í þjóðlegum fötum? Hvenær
fóru konuraðganga íbuxum?
Hversu íslensk er lopapeys-
an?
Bókin byggist á rannsókn-
um Æsu Sigurjónsdóttur list-
fræðings á íslenskri búninga-
sögu í Ijósmyndum.
207 bls.
Þjóðminjasafn íslands
ISBN 978-9979-790-20-4
Leiðb.verð: 5.990 kr.
Tilviál, rrú
og tilgangur
TILVIST, TRÚ
OG TILGANGUR
Sigurjón Árni Eyjólfsson
ErGuð sé til? Hver ertilgang-
ur lífsins? Guðfræðingar hafa
tíðum leitað í smiðju til
heimspekinnar til að skýra
samband Guðs og manns.
Fjallað er um helstu kenn-
ingar um tilvist Guðs, lýst
tengslum guðfræði og heim-
speki, skýrt inntak trúarhug-
taksins og fjallað um þá til-
vistartúlkun sem sett hefur
mark sitt á evangelísk-lúth-
erska guðfræði.
175 bls.
Hið ísl. bókmenntafélag
ISBN 978-9979-66-219-8
Leiðb.verð: 3.745 kr.
TÍU LITLIR
BANKASTRÁKAR
Óttar M. Norðfjörð
Tíu litlir bankastrákar er
fjörug teiknimyndasaga,
þar sem útrásarvíkingarnir
bregða á leik eins og þeim
einum er lagið. í þessari
smellnu sögu eru örlög tíu
bankastráka rakin og stólpa-
grín gert að útrásinni marg-
frægu.
Möndlugjöfin í ár.
24 bls.
Sögur útgáfa
ISBN 978-9979-9887-2-4
TÚLKUN LAGAÁKVÆÐA
Róbert R. Spanó
I ritinu er fjallað ítarlega um
helstu sjónarmið og aðferðir
við túlkun laga. Höfundur
leitast við að haga uppbygg-
ingu og efnistökum ritsins
með það í huga að lýsa lög-
skýringarferlinu, eins og það
er skilgreint í ritinu, í réttri
röð. Til grundvallar ritinu
liggur heildstæð rannsókn á
dómum Hæstaréttar og álit-
um Umboðsmanns Alþingis
frá 1989-2007, þar sem
reynir á álitamál um túlkun
lagaákvæða.
493 bls.
Bókaútgáfan Codex
ISBN 978-9979-825-43-2
Leiðb.verð: 7.750 kr.
192