Bókatíðindi - 01.12.2008, Qupperneq 195
BÓKATÍÐINDI 2008
tvískiMMa
TVÍSKINNA
Davíð A. Stefánsson
Tvískinna fjallar á gagnrýninn
hátt um hlutverk tungumáls
og táknfræði í nútímasam-
félagi. Ótal textar og mynd-
skilaboð dynja á okkur dag-
lega og oft er erfitt að greina
bullið frá ruglinu. Þetta er bók
fyrir alla sem hafa áhuga á
samfélaginu og tungumálinu
sem heldur því saman.
„Móteitur í bókarformi"
Andri Snær Magnason
- tviskinna.ljod.is -
164 bls.
Nykur
ISBN 978-9979-9850-5-1
Leiðb.verð: 2.790 kr. Kilja
Vinscluta uppeldishandbók I heimi!
THOMAS W. PHELAN
'Mrar
1 1-2-3
AGI f LAGI
fyhirsja-kAra
... og vilið þið hvið - h«nn virkart
TÖFRAR 1-2-3
agi í lagi fyrir 2ja - 12 ára
Thomas W. Phelan
Þýð.: Bryndís Víglundsdóttir
Ekki er alltaf auðvelt að taka
FræÖi og bækur almenns efnis
á hegðunarvanda barna,
halda stillingu og sýna sann-
girni. Hér eru gefin góð ráð
sem krefjast þess ekki að við
séum snillingar. Þetta er ein
vinsælasta uppeldishandbók
í heimi.
230 bls.
Salka
ISBN 978-9979-650-43-0
Leiðb.verö: 1.975 kr. Kilja
UNCMENNI OG
ÆTTARTENCSL
Rannsókn um reynslu og
sýn skilnaöarungmenna
Sigrún Júlíusdóttir, Jóhanna
Rósa Arnardóttir og
Guðlaug Magnúsdóttir
Greint er frá umfangsmikilli
rannsókn um ungt fólk og
fjölskyldugildi, en hér er at-
hygli sérstaklega beint að
þeim hluta niðurstaðna sem
snerta viðhorfogeigin reynslu
ungmenna af skilnaði foreldra
og um kynslóðatengsl. Arlega
upplifa rúmlega 1000 börn á
íslandi skilnað. Með því að
láta raddir þeirra heyrast fæst
öðruvísi innsýn og skilningur
á aðstæðum þeirra, óskum og
líðan.
Niðurstöður rannsóknar-
innar sýna meðal annars að
mörg barnanna hafa reynslu
af breytingum eins og bú-
setuskiptum, lakari fjárhag,
aukinni ábyrgð og minni
fjölskyldustuðningi en líka
fjölbreytilegum tengsla-
mynstrum.
Bókin á erindi til fræði-
manna og fagfólks í meðferð-
arstörfum, nemenda í félags-
ráðgjöf og skyldum greinum.
Hið vandaða yfirlit um rann-
sóknir og umfjöllun höfunda
sem eru sérfræðingar í skiln-
aðarmálum nýtist vel al-
menningi sem vill kynna sér
aðstæður skilnaðarbarna og
hlusta á raddir þeirra sjálfra.
76 bls.
Háskólaútgáfan
ISBN 978-9979-9859-1-4
Leiðb.verð: 1.990 kr. Kilja
UPPBROT
HUCMYNDAKERFIS
Endurmótun ísienskrar
utanríkisstefnu 1991-2007
Ritstj.: Valur Ingimundarson
Fjallað er um þróun íslenskr-
ar utanríkisstefnu og breyt-
ingar sem orðið hafa á stöðu
ísiands á alþjóðavettvangi á
tímabilinu. Höfundar eru 13
fræðimenn á sviði stjórn-
málafræði, sagnfræði, lög-
fræði, landfræði, mannfræði,
félagsráðgjöf og hagfræði.
Sjónum er sérstaklega beint
að: samskiptum fslands og
Bandaríkjanna í öryggis- og
varnarmálum, þátttöku Is-
lands í Evrópusamrunanum,
stefnu íslands í friðargæslu
og þróunarmálum, þeim
breytingum sem orðið hafa á
utanríkisviðskiptum íslend-
inga og afstöðu stjórnvalda
til erlendra fjárfestinga í stór-
iðju, aðild íslands að samn-
ingum um aðgerðir gegn
loftslagsbreytingum, samn-
ingum um fiskveiðistjórnun
vegna veiða úr flökkustofn-
um og á alþjóðlegum haf-
svæðum, skuldbindingum ís-
lands vegna mannréttinda-
samninga og framkvæmd fyr-
irmæia Öryggisráðsins í
tengslum við valdheimildir,
stefnu stjórnvalda gagnvart
frjálsum félagasamtökum og
opinberri stefnu í ferðamál-
um og ferðaflæði á alþjóða-
vettvangi.
Útgefið í samvinnu við
Alþjóðamálastofun HÍ.
417 bls.
Hið ísl. bókmenntafélag
Leiðb.verð: 4.990 kr.
UPPELDI MENNTUN
UPPELDI OC MENNTUN
1. og 2. hefti 2008
Ritstj.: Trausti Þorsteinsson
Uppeldi og menntun er vett-
vangur fræðilegrar umfjöll-
unar um efni tengt uppeldi
og skólastarfi. í tímaritinu eru
birtar fræðilegar og rann-
sóknartengdar greinar sem
ekki hafa birst annars staðar.
Fyrra heftið er auk þess vett-
vangur skoðanaskipta um
álitaefni er varða uppeldis-
og menntamál, en í síðara
heftinu er fjallað um nýjar
bækur á þessu sviði.
Menntavísindasvið Háskóla
íslands
ISSN 1022-4629-82/1022-
4629-84
193