Bókatíðindi - 01.12.2008, Side 196
Fræði og bækur almenns efnis
IOKATIÐINDI 2008
ÚTKALL
FLDTTINN FRA HEIMAEY
ÚTKALL
flóttinn frá Heimaey
Óttar Sveinsson
Þegar eldgos hefst á Heima-
ey eru 5.300 íbúar í hættu.
Sumiróttast um afdrif ástvina
sinna er þeir líta út um
gluggann - telja að gos-
sprungan nái inn í bæinn.
Mesti flótti íslendinga fyrr og
síðar er að hefjast. Hér er í
fyrsta skipti sögð saga níu
manna fjölskyldu á Heimaey
sem tvístraðist á leið til lands,
þannig að foreldrarnir vissu
ekki um afdrif þriggja barna
sinna í næstum tvo sól-
arhringa. Við fylgjumst einn-
ig með „stríðsástandinu" -
örlagaatburðum í febrúar og
mars, vikurhríðinni, ógnum
hraunstraumsins, hundr-
uðum húsa sem brunnu og
hetjulegri baráttu Eyjamanna.
í bókinni eru um 130 Ijós-
myndir. Spennusögur Óttars
Sveinssonar hafa verið í efstu
sætum metsölulistanna í
hálfan annan áratug.
256 bls.
Útkall ehf.
ISBN 978-9979-9880-5-2
Leiðb.verð: 4.980 kr.
VIÐ FÆTUR JESU
Kristin íhugun,
kennsia og slökun
Sigríður Hrönn
Sigurðardóttir
Kjörin leið fyrir nútíma ís-
lendinga að kyrra hugann.
Sigríður Hrönn, hjúkrunar-
og guðfræðingur, hefur
stundað kristna íhugun um
árabil. Markmiðið með
hljóðbókinni er að hjálpa
fólki til þess að öðlast innri
ró. 3 diskar.
49 180 mín.
Hljóðbók.is
ISBN 9789979784456
Leiðb.verð: 2.990 kr.
*
■ViðnrnefnÍB
m\ Vestmannaeyjumi
JB',. fjfi®
VIÐURNEFNI I
VESTMANNAEYJUM
Sigurgeir Jónsson
Hér geturðu lesið um Bjössa
á sokkaleistunum, Óla epli,
Boggu fiður, Höllu hond-
urass, Svenna sjóræningja,
Skallabjart, Sigurgeir æsku-
lýðsbruggara og marga fleiri
Eyjamenn.
95 bls.
Bókaútgáfan Hólar
ISBN 978-9979-797-42-5
Leiðb.verð: 2.280 kr. Kilja
VÆNCJAÐUR FARAÓ
Joan Grant
Þýð.: Steinunn S. Briem
I bókinn ýmist lýsti Joan
Grant sýnum, sem -fyrir augu
hennar bar, eða endur-lifði
beinlínis reynslu egypsku
stúlkunnar, -Sekhet-a-ra, sem
var dóttir voldugs Faraós að
nafni Za Atet, en langafi
hennar var hinn fornfrægi
Menes, er fyrstur konunga
ríkti yfiröllu Egyptalandi. Se-
keeta, eins og hún er venju-
lega nefnd í bókinni, tók við
völdum sem Faraó ásamt
bróður sínum, en áður dvald-
ist hún mörg ár í musteri til
að búa sig undir vígslu í hin-
um frægu, egypsku laun-
helgum, en hinir innvígðu
voru nefndir „vængjaðir",
þar eð þeir áttu að geta losað
sig að vild úr jarðneskum lík-
ömum sínum og svifið á brott
frá takmörkunum jarðarinn-
ar. Af þessu stafar nafn bók-
arinnar.
í bókinni eru líka lýsingar
hennar á lífi sálarinnar á
meðan líkaminn sefur.
Bókaútgáfan Geislar
ISBN 978-9979-70-501-7
Krístín JJragadóttir
Willard Fiske
- vínur Islnnds ogvdgjSr/iamaflur
WILLARD FISKE
Vinur og velgjöröamaöur
Islands
Kristín Bragadóttir
Fáir hafa haft aðra eins trölla-
trú á fslandi og íslendingum
eins og Bandaríkjamaðurinn
Daniel Willard Fiske. Um
miðja 19. öld fékk hann, þá
ungur maður, geysilegan
áhuga á íslandi. Hann lærði
íslensku og dvaldi á íslandi
um hríð 1879. Hann trúði
því að ísland ætti mjög bjarta
framtíð fyrir sér, aðeins þyrfti
að herða til aðgerða. Hann
kynntist fjölda manna sem
j margir hverjir hjálpuðu hon-
| um síðar við söfnun á
íslenskum ritum. Ástamál
hans voru Ijúfsár, en hann
kvæntist mjög auðugri stúlku
sem lést eftir skamma sam-
búð. Harðsóttur arfur eftir
j hana gerði honum kleift að
| safna íslenskum bókum af
| ástríðu, sem varð hið mark-
verðasta við I ffsstarf hans og
myndar stofninn að Fiske
lcelandic Collection við
| Cornell-háskólann í Banda-
ríkjunum.
í þessari bók er dregin upp
hei Isteypt mynd af marg-
brotnum persónuleika manns,
sem vildi auðga líf íslendinga
j og bæta hag þeirra.
j 192 bls.
Háskólaútgáfan
j ISBN 978-9979-54-800-3
Leiðb.verð: 4.400 kr.
194