Bókatíðindi - 01.12.2008, Blaðsíða 198
BÓKATÍOINDI 2008
Fræði og bækur almenns efnis
vituð viðhorf getum við stillt
okkur inn á þann kraft sem
við höfum til að skapa það líf
sem við óskum." Lesendur
eru leiddir í gegnum níu lög-
mál og tekin eru góð dæmi
til að lesendur átti sig betur á
hvað er verið að tala um. Síð-
an eru verkefni sem lesend-
um er ætlað að vinna í gegn-
um til að ná betri árangri. í
lok hvers kafla eru svo hug-
leiðslur.
186 bls.
Upptök ehf.
ISBN 978-9979-9349-3-6
Leiðb.verð: 2.900 kr.
í HAFTI
ÞJOÐ í HAFTI
Jakob F. Ásgeirsson
Nú þegar bankarnir hafa ver-
ið ríkisvæddir, gjaldeyrirer af
skornum skammti og ríkisaf-
skipti njóta vinsælda er ekki
úr vegi að rifja upp haftaárin
svonefndu. Þá var þjóðlífið
allt hneppt í ríkisviðjar. Ríkið
rak m.a. prentsmiðju og vél-
smiðju - og stjórnskipaðar
nefndir úthlutuðu leyfum til
allra framkvæmda, stórra
sem smárra. Nánast engar
innfluttar vöru fengust keypt-
ar án framvísunar innflutn-
ings- og gjaldeyrisleyfis.
Verslunarhættir þessara ára
voru biðraðir, bakdyraversl-
un og svartamarkaður. í skjóli
haftanna grasseraði pólitísk
spilling.
Haftatímabilið er jafnan
talið standa frá 1930 til 1960
þegar viðreisn efnahagslífs-
ins hófst í anda frjáls mark-
aðsbúskapar. í þessari bók
segir Jakob F. Ásgeirsson
sögu haftaáranna á einstak-
lega læsilegan hátt. Bókin
kom fyrst út árið 1988 og
hefur lengi verið ófáanleg.
380 bls.
Bókafélagið Ugla
ISBN 978-9979-651-33-8
Leiðb.verð: 1.990 kr. Kilja
ÞJÓÐHACFRÆÐI
Þórunn Klemenzdóttir
Hér er farið ítarlega yfir
helstu hugtök og kenningar í
hagfræði, sögu hagfræðinnar
og mikilvægustu kenninga-
smiði. Bókin er skreytt Ijós-
myndum, gröfum, töflum og
línuritum eftir því sem við á.
Ekki hefur áður komið út jafn
ítarlegt rit um þjóðhagfræði á
íslensku. Bókin hentar vel til
kennslu á ýmsum skólastig-
um og nýtist jafnframt vel
öllu áhugafólki um þjóðhag-
fræði.
340 bls.
FORLAGIÐ
Mál og menning
ISBN 978-9979-3-2983-1
MÓDIN. lANPin
CXi I.ÝÐVELDID
ÞJÓÐIN, LANDIÐ
OC LÝÐVELDIÐ
Vigfús Sigurgeirsson
Ijósmyndari og
kvikmyndagerbarmabur
Ritstj.: Inga Lára
Baldvinsdóttir
Framlag Vigfúsar Sigurgeirs-
sonar (1900-1984) til ís-
lenskrar menningarsögu er
margþætt. Hann var einn
fremsti Ijósmyndari íslend-
inga um miðbik 20. aldar og
frumkvöðul! í íslenskri kvik-
myndagerð.
Bókin hefur að geyma
fimm greinar eftir sérfræð-
inga á ýmsum sviðum og þar
er jafnframt birt nýtt úrval
Ijósmynda eftir Vigfús, en
slíkt úrval hefur ekki verið
gefið út áður. Höfundar efnis
eru Inga Lára Baldvinsdóttir,
Linda Ásdísardóttir, íris Ell-
enberger, Christiane Stahl,
Sigurjón Baldur Hafsteinsson
og Ágúst Ó. Georgsson. Með
útgáfu þessarar bókar vill
Þjóðminjasafn íslands varpa
Ijósi á störf Vigfúsar sem Ijós-
myndara og kvikmyndagerða-
rmanns.
185 bls.
Þjóðminjasafn íslands
ISBN 978-9979-790-24-2
Leiðb.verð: 3.600 kr.
ÞJÓÐSÖCUR VIÐ
ÞJÓÐVECINN
A TRAVELLER'S CUIDE
TO FOLKTALES
Jón R. Hjálmarsson
Þýð.: Anna Yates
í þessari vinsælu bók birtast
allar helstu þjóðsögur sem
tengjast stöðum við þjóðvegi
JÓN R. HjÁLMARSSON
landsins. Þetta er því nýstár-
leg vegahandbók þar sem
tröll og álfar, draugar, mar-
bendlar og ýmsar fleiri þjóð-
sagnaverur lifna við og geta
gert ferðalagið ógleymanlegt.
Bókin kemur nú út í hand-
hægum kiljum á íslensku og
ensku.
220 bls.
FORLAGIÐ
ISBN 978-9979-53-503-4/-53-
504-1 Kilja
ÁRNI BjÖRNSSON
MÁLOG MENNING
ÞORRABLOT
Árni Björnsson
Ýmsar venjur tengdar þorr-
anum eiga sér samastað í
íslenskri þjóðarsál. Hér er
grafist fyrir um upphaf þess-
ara siða og greint frá því er
þorrablótin voru endurvak-
in á 19. öld, innblásin af
þjóðernisrómantík og forn-
196