Bókatíðindi - 01.12.2008, Blaðsíða 204
BÓKATÍDINDI 2008
Saga, ættfræði og héraðslýsingar
NORÐFJARÐARBÓK
Þjóösögur, sagnir
og örnefnaskrár
Hálfdan Haraldsson
Hér er að finna þjóðsögur,
sagnir og örnefnaskrár úr
austustu byggð landsins, eða
Norðfjarðarhreppi hinum
forna. Bókin er prýdd fjölda
mynda og korta.
442 bls.
Bókaútgáfan Hólar
ISBN 978-9979-797-39-5
Leiðb.verð: 6.980 kr.
THE TRAVELS OF
REVEREND
ÓLAFUR EGILSSON
(RráuMk wta OUN EgllMaw)
CAPTURED BY PIRATES IN 1627
THE TRAVELS OF
REVEREND ÓLAFUR
EGILSSON
Reisubók séra Olafs
Egilssonar
Ólafur Egilsson
Þýð.: Karl Smári Hreinsson
og Adam Nichols
Ferðasaga séra Ólafs Egils-
sonar sem var rænt ásamt
öðrum af sjóræningjum í
tyrkjaráninu árið 1627 en
komst til íslands aftur.
128 bls.
Fjölvi
ISBN 978-9979-58-412-4
Leiðb.verð: 1.480 kr. Kilja
VASKIR MENN
Guðmundur Guðni
Guðmundsson
Bókin Vaskir menn eftir
fræðimanninn Guðmund
Guðna Guðmundsson, sem
er nýlega látinn, kemur nú út
í annað sinn. Hún hefur að
geyma ellefu sagnaþætti.
Lesendur kynnast bjarndýra-
bönum á Ströndum, hrefnu-
drápi og refaveiðum á Vest-
fjörðum, björgun úr sjávar-
háska, byltingu í sjávarút-
vegi, búskap í Þjórsárhólma
og fleiru.
Hér er unnt að verða
margs vísari um vestfirzku
skytturnar Þorlák H. Guð-
mundsson, Hrefnu Láka og
Finnboga Pétursson, sækapp-
ann Bjarna Bárðarson frá
Hóli, hraustmennið Odd
sterka af Skaganum, frum-
herjann Árna Gíslason yfir-
fiskimatsmann, bóndann í
Traustholtshólma Magnús
Guðmundsson, lækninn í
Æöey, Halldór Jónsson, sér-
vitringinn Magnús á Bakka í
Langadal, göfugmennið Gest
Magnússon Staðarfelli og
tryggðatröl lið T ómas Jónsson
frá Flögu ÍVatnsdal.
247 bls.
Vestfirska forlagið
ISBN 978-9979-778-73-8
Leiðb.verð: 2.400 kr.
ÆTTARTÖLUSAFNRIT
SÉRA ÞÓRÐAR
JÓNSSONAR í
HÍTARDAL l-ll
Umsj.: Guðrún Ása
Grímsdóttir
Fyrra bindi er fyrsta heild-
arútgáfa á Ættartölusafnriti
sem séra Þórður Jónsson í
Hítardal á Mýrum tók saman
1645-1660 eftir frásögnum
og eldri ritheimildum. Text-
inn er prentaður með nú-
tímastafsetningu eftir hand-
ritum sem fara næst glöt-
uðum frumgerðum. Séra
Þórður fæddist um 1609,
lærði í Kaupmannahöfn, var
prestur í Hítardal frá 1630 til
æviioka 1670. Kona hans var
Helga, dóttir Árna Oddsson-
ar lögmanns á Leirá. Þau
hjón voru vensluð íslenskum
fyrirmönnum á sinni tíð sem
ættir eru raktar að og frá í
safnritinu: Biskupum, hirð-
stjórum, lögmönnum, sýslu-
mönnum, próföstum, prest-
um, skólameisturum, lög-
réttumönnum og efnabænd-
um. Meginefnið eru síend-
urtekin nöfn íslenskra emb-
ættismanna, áa þeirra, maka,
niðja og jarða, og inn í milli
er skotið merkilegum smá-
sögum af mannraunum, ásta-
fari, arfadeilum o.s.frv. Ættar-
tölusafnritið er samtíðar-
heimild um ættir, afkomend-
ur og búsetu fjölda íslend-
inga á fyrri hluta 17. aldar. Af
því spruttu yngri gerðir aukn-
ar efni um nýjar kynslóðir og
frá þessum ritum er runnin
ómæld þekking í prentuð
ættfræðirit á nútíma. í seinna
bindi er nafnaregistur texta-
útgáfunnar og ritgerð sem er
frumrannsókn á uppruna,
efni og tengslum helstu ættar-
töluhandrita síðari alda og
bókiðju séra Þórðar í Hítar-
dal, hann er kunnastur fyrir
Landnámugerð sína, Þórðar-
bók Landnámu.
1012 bls.
Háskólaútgáfan
ISBN 978-9979-654-02-5
Leiðb.verð: 12.900 kr.
202