Bókatíðindi - 01.12.2009, Blaðsíða 70
Islensk skáldverk
KONUR
Steinar Bragi
Óhugnanleg samtímahroll-
vekja um unga listakonu sem
snýr heim til íslands eftir
nokkurra ára dvöl erlendis.
Hún þykist heppin þegar hún
fær afnot af glæsiíbúð eins
útrásarvíkinganna en finnur
svo smám saman að hún er
föst í gildru ... Sagan hefur
hlotið fádæma góðar viðtök-
ur og þótt marka tímamót í
íslenskri skáldsagnaritun.
220 bls.
FORLAGIÐ
Mál og menning
ISBN 978-9979-3-3024-0 Kilja
KORMÁKS SACA
Skáldasaga um ástir og að-
skilnað Kormáks Ögmundar-
sonar og Steingerðar Þor-
Veistu
hvað þú
ætlar að
gefaí
jólagjðf?
oddi.is
íslendin^a sö^-iir
kelsdóttur um miðbik tíundu
aldar.
Bergljót S. Kristjánsdóttir
íslenskufræðingur les.
Lengd: 2 CD.
■<)) 150 mín.
Hljóðbók.is-Hijóðvinnslan
ISBN 978-9935-417-04-6
Leiðb.verð: 2.990 kr.
lA Nn
TÆKIFÆRANNA
LAND TÆKIFÆRANNA
Ævar Örn Jósepsson
Fimmta glæpasaga Æv-
ars Arnar um löggugeng-
ið Katrínu, Árna, Stefán og
Guðna gerist haustið 2008 í
skugga bankahruns og upp-
hafs kreppu. „Gríðarlega
skemmtileg aflestrar" sagði
Kolbrún Bergþórsdóttir í Kilj-
unni. Bókin hlaut Blóðdrop-
ann, íslensku glæpasagna-
verðlaunin, 2009 og er til-
nefnd til Gleriykilsins 2010.
348 bls.
Uppheimar
ISBN 978-9979-659-28-0 Kilja
LANDIÐ SEM
ALDREI SEFUR
Ari Trausti Guðmundsson
Skáldsagan Landiðsemaldrei
sefur er draumkennd ferða-
lýsing manns um stærstu
álfu heims. Við fylgjum sögu-
manni um hrjóstrug héruð
Síberíu og kynnumst því
margvíslega fólki sem á vegi
hans verður, Iffsháttum þess
og baráttu. Draumur sögu-
manns - eða er þetta veru-
leiki? - virðir engin mörk né
mæri og frásögnin ber okkur
frá norðaustasta horni Síber-
íu í krókaleiðum til suðurs,
og þaðan áleiðis til íslands.
En ekki fyrr en sögumaður
hefur notið alúðar þess fólks
sem aðstoðar hann í nauð-
um og gerir honum kleift að
halda ferð sinni áfram, hvort
sem er í vöku eða draumi.
190 bls.
Uppheimar
ISBN 978-9979-659-59-4
LEITIN AÐ AUDREY
HEPBURN
Bjarni Bjarnason
Gullbrandur Högnason er
ævinlega tilbúinn að fylgja
fólki út í ótal hversdagsævin-
týri, fólki sem segir honum
hvernig hann eigi að klæða
sig, bera sig, koma fram
við konur og sleppa hugs-
unum sínum lausum eins
og kanínum. í París, Róm,
Reykjavík og á Eyrarbakka
að Audrey Hepburn
B J A R N I B J A R
eltir hann óljósan draum en
hefur ekkert til að halda sér
í nema pennann og dagbók-
ina sem gleypir umhverfið
orðrétt. Niðurstöður hans á
síðunum eru ótal margar og
óvæntar.
Líkt og í fyrri verkum
Bjarna einkennist frásögnin
af beittum persónulegum stíl
og frumleika - stutt er í gráa
kímni, jafnvel galsafenginn
húmor.
264 bls.
Uppheimar
ISBN 978-9979-659-50-1
LITLAR OC SÆTAR
Alhœft um þjóbir
íslensk dcegurlög
Lóa Hlín Hjálmtýsdóttir og
Hugleikur Dagsson
Tvær myndaskrítlubækur
koma frá forlaginu Ókeibæ
í ár. Fyrst ber að nefna hina
pólitískt óréttlátu Alhæft um
þjóðir eftir Lóu Hlín Hjálm-
týsdóttur. Hún hefur ferðast
víða um heim og kynnst öðr-
um þjóðum í nærmynd og
skráð atferli þeirra í þessa
bók. Svo er það nýtt skrítlu-
safn frá Hugleiki Dagssyni
68