Bókatíðindi - 01.12.2009, Blaðsíða 164
BÓKATÍÐINDI 2009
Fræði og bækur almenns efnis
(■iinnur Kurl->nnn
LÍFSBJÖRG
ÍSLENDINGA
r.10. ai.tiii i.i.i:.
LÍFSBJÖRC ÍSLENDINCA
Handbók í íslenskrí
miðaldasögu III
Gunnar Karlsson
Hér er safnað saman vitn-
eskju um náttúrulegar að-
stæður íslendinga á mið-
öldum, landslagsbreytingar,
landkosti og loftslag, fólks-
fjölda og landnýtingu, kvik-
fjárrækt, jarðyrkju, sjávarút-
veg, náttúrunám og versl-
un. Þess er freistað, Ifklega
í fyrsta sinn, að setja fram í
tölum heildaryfirlit yfir bú-
fjáreign og sjávarafla lands-
manna á tímabilinu, einkum
á grundvelli nýlegra forn-
leifarannsókna. í lokakafla
eru leiddar líkur að því að
framleiðsla landsmanna hafi
dregist saman um ein 40%
frá 12. öld til 18. aldar, lík-
lega án þess að fólksfjöldi
hafi breyst mikið.
400 bls.
Háskólaútgáfan
ISBN 978-9979-548-46-1
Leiðb.verð: 5.200 kr. Kilja
LOFTSLAC JARÐAR
Hvað geríst?
Ole Mathismoen
Þýð.: Ingibjörg Elsa
Björnsdóttir
í þessari bók eru lesendur
upplýstir um loftslagsmál-
in á glöggan og aðgengi-
legan hátt. Höfundur gerir
grein fyrir aðsteðjandi vanda
og úrræðunum sem okkur
standa til boða. Hér er fjallað
um efni sem skiptir okkur öll
máli og mega aldrei verða
viðfangsefni sérfræðinganna
einna.
380 bls.
Bókaútgáfan Opna
| ISBN 978-9935-10-008-5
LYKILORÐ 2010
Orð Cuðs fyrír hvern dag
Þýð.: Aðalsteinn Már
Þorsteinsson
Lykilorð er ein leið til þess
að tengja Orð Guðs við dag-
legt líf okkar. Fyrir hvern dag
ársins eru gefin tvö biblíu-
vers, og auk þess fylgir þeim
sálmavers eða orð úr kristinni
fortíð eða nútíð sem bæn eða
til frekari íhugunar. Lykilorð
geta verið fyrstu skrefin í þá
átt að læra að þekkja breidd
og dýpt Biblíunnar.
140 bls.
Lífsmótun
ISSN 1670-7141
Leiðb.verð: 990 kr. Kilja
II1/
Manfreö VllhJólmjson
MANFREÐ
VILHJÁLMSSON
arkitekt
Ritstj.: Pétur Ármannsson
Manfreð Vilhjálmsson er sá
arkitekt hér á landi sem nýtur
hvað mestrar virðingar fyrir
verk sín. í rúm 50 ár hefur
hann starfað að mótun um-
hverfis og bygginga og sett
markið hátt í listrænu tilliti.
Hér gefur í fyrsta sinn að
líta vandað yfirlit yfir verk
hans; Ijósmyndir Guðmund-
ar Ingólfssonar gefa útgáf-
unni sérstakt gildi. Pétur H.
Ármannsson arkitekt ritstýrir,
en auk hans rita Aðalsteinn
Ingólfsson og Halldóra Arn-
ardóttir greinar. Inngangsorð
eru Vigdfsar Finnbogadóttur
ogeftirmáli Styrmis Gunnars-
sonar. Textar eru á íslensku
og ensku. Manfreðsbók er
sú fyrsta sinnar tegundar þar
sem ýtarlega er fjallað um
verk og listsköpun merkra
íslenskra arkitekta í máli,
myndum og teikningum.
170 bls.
Hið íslenska bókmenntafélag
ISBN 978-9979-66-249-5
Leiðb.verð: 6.990 kr.
MANNLAUS VERÖLD
Alan Weisman
Þýð.: ísak Harðarson
Markmið höfundar þessarar
einstöku bókar er að kom-
ast að því hvað myndi ger-
ast á jörðinni ef mannskepn-
an hyrfi en allt annað yrði
kyrrt á sínum stað. Höfum
við unnið óbætanlegt tjón
eða er heiminum viðbjarg-
andi? Athyglisverð og sláandi
hugvekja um áhrif mannsins
á umhverfi sitt. Andri Snær
Magnason ritar formála.
366 bls.
FORLAGIÐ
JPV útgáfa
ISBN 978-9935-11-060-2
162