Bókatíðindi - 01.12.2009, Blaðsíða 148
BÓKATÍÐINDI 2009
FræÖi og bækur almenns efnis
FYRIRBÆRAFRÆÐI
Dan Zahavi
Þýð.: Björn Þorsteinsson
Fyrirbærafræði erein af höf-
uðstefnum heimspekinn-
ar í samtímanum. Upphaf
hennar má rekja til fyrstu
ára 20.aldar þegar Edmund
Husserl tók að móta hug-
myndina um fræðigrein sem |
rannsakar mannlega vitund i
og samband hennar við
heiminn.
I þessari bók er gerð skýr
og skilmerkileg grein fyrir
helstu hugtökum, aðferðum
og stefjum í fyrirbærafræði
fyrr og nú. Fjallað er um
kenningar heimspekinga á
borð við Husserl, Heideg-
ger, Sartre og Merleau-Ponty.
Meðal helstu álitamála sem
glímt er við má nefna rúm
og líkama, samkennd, kynni
af öðrum vitundarverum og
samband fyrirbærafræði og
félagsfræði.
131 bls.
Háskólaútgáfan
ISBN 978-9979-98-930-1
Leiðb.verð: 2.990 kr. Kilja
FYRIRCEFNINC OC SÁTT
Reiði og ásökun í annars
garð er þung byrði að bera,
ekki síst nú þegar sársauki
og biturð grafa víða um sig
í samfélaginu. Hér skrifa 84
íslendingar um fyrirgefn-
ingu og sátt útfrá ýmsum
sjónarhornum; í óvenjuleg-
um aðstæðum íslensks sam-
félags nútímans; í samskipt-
um okkar við fjölskyldu, vini
og vinnufélaga; andspænis
veikindum, missi, vonbrigð-
um og misnotkun.
Höfundar koma víða að
úr samfélaginu og túlka mis-
munandi Iffsreynslu.
288 bls.
Skálholtsútgáfan
ISBN 978-9979-792-73-4
Leiðb.verð: 3.990 kr.
CEÐVEIKAR BATASÖCUR
Herdís Benediktsdóttir
Hér rekja 13 einstaklingar
sem átt hafa við geðrænan
vanda að stríða sögu sína,
veikindin, kveikjuna að þeim,
ferli þeirra, vendipunktana
sem urðu leiðarljósið til bata,
og stiginn grýtta að bata, en
allir sögumennirnir og kon-
urnar hafa náð góðum ár-
angri á batabrautinni og lifa
góðu lífi í dag. Batasögurnar
eru opinskáar og heiðarlegar
og lestur þeirra getur orð-
ið öðrum til eftirbreytni og
hjálpað geðsjúkum að finna
innri styrkinn sem finnst í
öllum og er undirstaðan að
bataferli.
96 bls.
Herdís Benediktsdóttir
ISBN 978-9979-70-638-0
GEOTHERMAL LIVINC
The Culture of Public
Bathing in Reykjavík
Örn D. Jónsson
I þessari bók er fjallað um
fjölþætta notkun heita vatns-
ins á íslandi og hvernig og
hvers vegna notkunin varð
jafn almenn og reyndin er.
Sérstök áhersla er lögð á dag-
legt líf og sundlaugamenn-
ingu landsmanna og heita
pottinn. Bókin er ríkulega
myndskreytt. Frábær tæki-
færisgjöf fyrir erlenda vini.
120 bls.
Háskólaútgáfan
ISBN 978-9979-54-844-7
Leiðb.verð: 3.300 kr. Kilja
MAGNÚS SIGURÐSS0N
Gleymskunnarbók
og aörar ritgerðir
GLEYMSKUNNAR BÓK
Magnús Sigurðsson
Meginviðfangsefni þeirra ell-
efu ritgerða sem hér birtast
eru Ijóð, Ijóðskáld og það
sem nefna mætti smáar bók-
menntir og höfundar þeirra.
Meðal umfjöllunarefnis er
skáldskapur Ingibjargar Har-
aldsdóttur og skrif bandaríska
Ijóðskáldsins Ezra Pounds um
meinsemdir hins kapftalíska
bankakerfis. Fjallað er um
kvæðagerð Kristjáns Karls-
sonar og endursköpun for-
tíðar okkar í heimildaþáttum
Þorsteins frá Hamri. Smásög-
ur argentínska rithöfundarins
Jorge Luis Borges og Ijóð-
ræn eigindi Finnegans Wake
koma við sögu o.m.fl.
170 bls.
Uppheimar
ISBN 978-9979-659-57-0
146