Bókatíðindi - 01.12.2009, Blaðsíða 206
BÓKATÍDINDI 2009
Ævisögur og endurminningar
MILLI MJALTA
OC MESSU
Lífsreynslusögur
Anna Kristine Magnúsdóttir
Gestir í útvarpsþættinum
Milli mjalta og messu voru
tæpir 500. í þessari bók segja
fimm þeirra sögu sína. Frí-
kirkjupresturinn hefur um-
burðarlyndi að leiðarljósi,
ung kona er strútabóndi í
Suður-Afríku, einn af 24
bestu Ijósmyndurum verald-
ar bregður upp myndum í
orðum, rafvirkinn og miðill-
inn eiga það sameiginlegt að
þurfa að kunna að tengja og
kona sem missti stóran hluta
fjölskyldu sinnar í snjóflóði
segir frá afleiðingum þess á
líf hennar.
Viðmælendur: Séra Hjört-
ur Magni Jóhannsson, Unn-
ur Berglind Guðmundsdóttir,
Ragnar Axelsson (RAX), Skúli
Lórenzson og Erla Jóhanns-
dóttir veita okkur hér innsýn
í ævintýralegt líf sitt.
276 bls.
Bókaútgáfan Hólar
ISBN 978-9979-797-73-9
Leiðb.verð: 5.480 kr.
MYND AF RAGNARI
í SMÁRA
Jón Karl Helgason
Ragnar í Smára var goðsögn
í lifanda lífi; iðnrekandi,
bókaútgefandi, málverka-
safnari og lífið og sálin í
íslensku tónlistarlífi. Jón Karl
Helgason hefur rannsakað líf
Ragnars um árabil og dreg-
ur upp stílfærða mynd af
heillandi og breyskum eld-
huga, vináttu og átökum, og
mikilvægum kafla í íslenskri
menningarsögu.
383 bls.
Bjartur
ISBN 978-9979-657-85-9
Leiðb.verð: 6.480 kr.
NIÐRI Á SEXTUCU
Af lífssigi Kjartans
Sigmundssonar bjargmanns
frá Hœlavík á Hornströndum
Finnbogl Hermannsson
Sagnameistarinn Finnbogi
Hermannsson segir sögu
meistara bjargsins, Kjartans
Sigmundssonar, einnig sjó-
manns um árabil. Hressi-
leg og gamansöm saga um
makalausa atburði. Hrífandi
og áhrifamikil frásögn um
fólkið á Hornströndum, bar-
áttu við óblíð náttúruöfl, ást
í meinum - og óhapp sem
fylgdi ævilangt.
192 bls.
Bókaútgáfan Æskan
ISBN 978-9979-767-80-0
Leiðb.verð: 4.980 kr.
PAPAJAZZ
Lífshlaup Guömundar
Steingrímssonar
Árni Matthíasson
Guðmundur Steingrímsson,
sem allir þekkja sem Papa
Jazz, hefur setið við trommu-
settið í 60 ár og spilað með
öllum helstu tónlistarmönn-
um Islandssögunnar og
fjölmörgum erlendum stór-
stjörnum. Saga hans er því í
senn saga íslenskrar jazz- og
dægurtónlistar og hér er hún
rakin á stórskemmtilegan og
lifandi hátt. Bókina prýða vel
á annað hundrað sögulegra
mynda.
288 bls.
Bókaútgáfan Hólar
ISBN 978-9979-797-74-6
Leiðb.verð: 5.980 kr.
KRISTJÁN HREINSSON
PÉTUR POPPARI
Nokkm kjwniir úr liUilwpi PMur. W. Kriujia
PÉTUR POPPARI
Kristján Hreinsson
I lestri Gísla Rúnars Jónsson-
ar leikara. Hljóðskreytt með
söng Péturs. Nokkrir sprettir
úr lífshlaupi Péturs W. Kristj-
ánssonar sem var goðsögn í
lifanda lífi og einn dáðasti
poppari landsins. Mp3 bók.
49 582 mín.
Hljóðbók.is-Hljóðvinnslan
ISBN 978-9935-417-02-2
Leiðb.verð: 3.990 kr.
204