Bókatíðindi - 01.12.2009, Blaðsíða 144
BÓKATÍÐINDI 2009
Fræði og bækur almenns efnis
ENDURFUNDIR
Fornleifarannsóknir styrktar
af Kristnihátíðarsjóöi
2001-2005
Ritstj.: Guðmundur
Ólafsson og Steinunn
Kristjánsdóttir
Inng.: Pétur Gunnarsson
Formáli: Margrét
Hallgrímsdóttir
í tengslum við sýninguna
Endurfundi í Þjóðminjasafni
íslands kom út veglegt sýn-
ingarrit sem hefur að geyma
greinar um sex þeirra staða
sem fjallað er um á sýn-
ingunni, en það eru Hólar,
Keldudalur, Kirkjubæjar-
klaustur, Reykholt, Skálholt
og Skriðuklaustur.
Kristnihátíðarsjóður styrkti
rannsóknirnar, en hann var
stofnaður árið 2000 til að
minnast þess að 1000 ár
voru liðin frá því að kristinn
siður var lögtekinn á íslandi.
Hlutverk sjóðsins var ann-
ars vegar að efla fræðslu og
rannsóknir á menningar- og
trúararfi þjóðarinnar og hins
vegar að kosta fornleifarann-
sóknir á helstu sögustöðum
landsins. I bókinni má einn-
ig finna ítarlega grein um
forvörslu gripa úr rannsókn-
unum.
117 bls.
Þjóðminjasafn Islands
ISBN 978-9979-790-25-9
Leiðb.verð: 5.900 kr.
Runólfur Ágúálsson
ENGINN RÆÐUR FÖR
Reisubók úr neöra
Runólfur Ágústsson
Einlæg, áleitin og bráðfyndin
reisubók, uppfull af fróðleik
um framandi slóðir. Þetta er
heillandi frásögn manns sem
fór yfir hálfan hnöttinn til
að kynnast lífsháttum frum-
byggja Ástralíu en fann þar
fyrir sjálfan sig.
215 bls.
Veröld
ISBN 978-9979-789-58-1
Leiðb.verð: 5.490 kr.
ERRÓ - MANNLÝSINGAR
Ritstj.: Danielle Kvaran
Stórkostlegar mannlýsingar
Errós eru iðulega margþætt-
ar portrettmyndir, hvort sem
hann fæst við einstaklinga
eða þemu úr mannkynssög-
unni. Erró hefur verið líkt
við fréttaritara, sagnfræðing,
fornleifafræðing, þjóðfræð-
ing, skjalavörð, félagsfræð-
ing og fleiri starfsstéttir þegar
vinnubrögð hans eru skoðuð.
Bókin er gefin út í samstarfi
við Listasafn Reykjavíkur.
160 bls.
Bókaútgáfan Opna
ISBN 978-9935-10-019-1
Walter Benjamin
Fagurfraíði og miðlun
FAGURFRÆÐI
OG MIÐLUN
Walter Benjamin
Þýð.: Benedikt Hjartarson
Fagurfræði og miðlun eftir
Walter Benjamin (1892-
1940) gefur mynd af marg-
þættu höfundarverki eins
merkasta menningargagn-
rýnanda 20. aldar. f þessu
safni ritgerða og hugleiðinga
kemur höfundurinn víða við
ogfjallar jafnt um kvikmynd-
ir, málverk, bækur og tímarit,
útvarp, tungumál, Ijósmynd-
ir, frímerki, jurtir og rithand-
arfræði. Útkoman er tvístr-
uð heildarmynd evrópskrar
nútímamenningar, þar sem
sjónum er oft beint á óvænt-
an hátt að fyrirbærum hvers-
dagslífsins. í sviptingasamri
greiningu tekst Benjamin á
við áleitnar spurningar sem
varða samband þekkingar,
reynslu og skynjunar - sögu,
samtíma og framtíðar.
622 bls.
Háskólaútgáfan
ISBN 978-9979-54-818-8
Leiðb.verð: 4.690 kr. Kilja
i i:m)\i)\(;ii i.ki u
\l \(i\l S\l\ STKIMII ASI A
1807 1808
FERÐADAGBÆKUR
MAGNÚSAR
STEPHENSEN
1807 - 1808
Samant.: Anna Agnarsdóttir
og Þórir Stephensen
Árið 1807 gerðu Bretar
stórskotaárás á Kaupmanna-
höfn og Danir gengu f lið
með Frökkum. Breski flotinn
var allsráðandi í norðurhöf-
um og hertók flest fslands-
skipin. Magnús Stephensen
var á einu þessara skipa og
lýsir hann ferðinni, dvöl sinni
í Kaupmannahöfn og tilraun-
um sínum til að komast aftur
heim til fslands. Hann dvaldi
um skeið í Noregi. Ber margt
forvitnilegt á góma í þessari
einstöku heimild. Inngangur,
skýringar og myndir: Anna
Agnarsdótir og Þórir Steph-
ensen.
Sögufélag
ISBN 978-9979-9739-8-0
Leiðb.verð: 2.900 kr.
Veistu
hvað þú
ætlar að
gefaí
jólagjöf?
oddi.is
142