Bókatíðindi - 01.12.2009, Blaðsíða 160
BÓKATÍÐINDI 2009
FræÖi og bækur almenns efnis
jesús búdda
oppnq snsef
JESÚS OC BÚDDA
Samant.: Marcus Borg
Inng.: Jack Kornfield
Þýð.: Sigurður Skúlason
Hér er tilvitnunum í Jesú og
Búdda stillt upp saman, enda
ótrúlega margar hliðstæður
í lífi þeirra og boðskap þótt
fimmhundruð ár skilji þá að.
Áhugaverð og andrík lesn-
ing með uppbyggjandi skila-
boðum sem svo sannarlega
eru tímalaus.
240 bls.
Salka
ISBN 978-9979-650-79-9 Kilja
JÖKLAR Á ÍSLANDI
Helgi Björnsson
löklar á íslandi er mikið rit
byggt á áratuga rannsóknum
Helga Björnssonar og sam-
starfsmanna hans við Há-
skóla íslands og víðar. Bók-
in lýsir jöklum landsins og
sambúð þjóðarinnar við þá
frá upphafi byggðar til okk-
j ar daga, hvernig jöklar hafa
mótað landið og eytt. Bókin
rekur sögu þekkingaröflunar
og skilnings á jöklum, frá
því fyrst var farið að kanna
þá fram til nútímarannsókna.
Rakin eru spor löngu horf-
inna jökulbreiða, hulunni
svipt af landinu undir jöklum
íslands og greint frá líklegri
framtíð þeirra.
Bókin er búin fjölbreyti-
legu myndefni; Ijósmyndum,
skýringarmyndum, landa-
kortum, gervihnattarmynd-
um og þrívíðum kortum af
landslagi undirjöklum.
j 460 bls.
Bókaútgáfan Opna
ISBN 978-9935-10-004-7
trnilfur Thorlaeius
KAFBÁTASAGA
Örnólfur Thorlacius
Fjallar á frumlegan og
skemmtilegan hátt um þró-
un kafbáta og köfunartóla,
frá 300 f. Kr. fram á þennan
dag. Einstakur fróðleikur og
skemmtun sem allir geta not-
ið í frábærum flutningi höf-
undarins Örnólfs Thorlacius-
ar og Þórunnar Hjartardóttur.
Lengd 8 CD.
<9 550 mín.
Hljóðbók.is-Hljóðvinnslan
ISBN 978-9935-417-01-5
Leiðb.verð: 4.990 kr.
KAFBÁTASAGA
Örnólfur Thorlacius
Bókin er á einum Mp3-diski.
■<)) 550 mín.
Hljóðbók.is-Hljóðvinnslan
ISBN 978-9935-417-00-8
Leiðb.verð: 4.990 kr.
KEMUR FÉLAGSFRÆÐIN
MÉR VIÐ?
Kynning á félagsfrœöi,
skyldum greinum og sýn
hennar á samfélagib
Björn Bergsson, Nína Rós
ísberg og Stefán Karlsson
Bókin er ætluð fyrir byrj-
unaráfanga í félagsfræði í
framhaldsskólum. Grunnein-
ingar samfélagsins eru skoð- |
aðar frá sjónarhorni félags-
vísinda, grundvallarkenning-
ar í félagsfræði kynntar og
fjallað er um samfélagið í j
Ijósi þeirra áhrifa sem það
hefur á einstaklinginn og líf j
hans. Þetta er ný og end- j
urskoðuð útgáfa. Verkefni
sem fylgja bókinni eru að-
gengileg á heimasíðu IÐNÚ,
idnu.is.
212 bls.
Iðnú bókaútgáfa
ISBN 978-9979-67-219-7 Kilja
KIRKJUR ÍSLANDS
13. OG 14. BINDI
Ritstj.: Þorsteinn
Gunnarsson og Jón Torfason
Friðaðar kirkjur í Borgar-
fjaröarprófastsdæmi eru 15,
hér er þeim lýst í máli og
myndum frá sjónarhóli bygg-
ingarlistar, stílfræði og þjóð-
minjavörslu, hverjirteiknuðu,
smíðuðu og máluðu, birtar
frumteikningar, myndir og
uppmælingarteikningar. Leg-
steinum og kirkjumunum er
lýst og gerð grein fyrir til-
urð. Kirkjan er táknmynd
þess besta í byggingar- og
listasögu þjóðarinnar, þetta
eru glæsilegar listaverka-
bækur. Útgefendur eru Þjóð-
minjasafn íslands, Húsafrið-
unarnefnd, Biskupsstofa og
Borgarfjarðarprófastsdæm i.
Meðútgefandi er Bókmennta-
félagið, sem einnig ann-
ast dreifingu. Ritnefnd skipa
Margrét Hal Igrímsdóttir, Karl
Sigurbjörnsson og Þorsteinn
Gunnarsson.
Fyrri rit þessa bókaflokks
eru um Árnes-, Skagafjarðar-,
Húnavatns-, Eyjafjarðar- og
Kjalarnesprófastsdæmi.
703 bls.
Hið íslenska bókmenntafélag
ISBN 978-9979-66-236-5
Leiðb.verð: 5.490 kr.
158