Bókatíðindi - 01.12.2009, Blaðsíða 176
BÓKATÍÐINDI 2009
Fræði og bækur almenns efnis
SKÓLI
fyrir lífið
SKOTVEIÐI
/ máli og myndum
Guðmundur Guðjónsson
Hér ræðir Guðmundur Guð-
jónsson við nokkra af fremstu
skotveiðimönnum og konum
landsins og hefur hver og
ein(n) frá mörgu að segja
af samskiptum sínum við
bráðina, fiðraða eða ferfætta,
aðstæðurnar og náttúru
landsins sem sýnir allar sínar
fegurstu og jafnframt hörku-
legustu hliðar þegar menn
eru á fjöllum og í óbyggðum,
eða ofan í skurðum, á öll-
um tímum árs við hin ýmsu
veðurskilyrði. Hvað drífur
menn áfram? Hvað er það
sem heillar við skotveiðar?
Þetta er bók sem allir skot-
veiðimenn (og konur) munu
skemmta sér yfir, enn fremur
bók fyrir þá mörgu sem vilja
stfga fyrstu skrefin, leið til
að kynnast hugarheimi skot-
veiðinnar.
Litróf ehf.
ISBN 978-9979-9842-6-9
SKÓLI FYRIR LÍFIÐ
Hérabsskólinn í Reykholti
í tíb Vilhjálms og Þóris
Gefin út í tilefni af 75 ára af-
mæli Vilhjálms Einarssonar.
Hann var skólastjóri í Reyk-
holti 1965-1978 og metur
þann tíma mikils. Frásagnir
kennara og nemenda, ann-
álar, brot úr greinum.
Skólalífi lýst og mörgum
merkum nýjungum. - Jafn-
framt er Ijósi brugðið á skóla-
lífið í tíð Þóris Steinþórsson-
ar 1941-1965, einkum með
greinum nemenda í tíð hans:
Héraósskólinn (Reykholti
Árna Bergmanns, Böðvars
Guðmundssonar og Þorvald-
ar Jónssonar.
224 bls.
Bókaútgáfan Æskan
ISBN 978-9979-767-74-9
Leiðb.verð: 5.800 kr.
SKÝ OG KLUKKUR
Karl Popper
Þýð.: Gunnar Ragnarsson
J í þessari bók eru birtar valdar |
ritgerðir um þekkingarfræði,
aðferðafræði og vísinda-
heimspeki eftir Karl Popper
í þýðingu Gunnars Ragnars-
sonar.
Hverjar eru uppsprettur
þekkingar og vanþekkingar?
Er hægt að draga markalínu
milli vísinda og gervivísinda?
Er vísindaleg aðferð í því fólg-
in að reyna að afsanna djarf-
ar tilgátur? Hvað er bogið við
svokallaða aðleiðsluaðferð?
Einkennist hinn eðlisfræði-
legi heimur af nauðhyggju
eða brigðhyggju? Sé brigð-
hyggja rétt kenning hvaða
þýðingu hefur það fyrir frelsi
mannsins? Slíkar spurningar
eru meðal viðfangsefna rit-
gerðanna í bókinni. Að auki
ritar Huginn Freyr Þorsteins-
son inngang um ævi og verk
Poppers.
232 bls.
Háskólaútgáfan
ISBN 978-9979-548-52-2 Kilja
SOFANDI AÐ
FEIGÐARÓSI
Ólafur Arnarson
Fyrsta bókin um efnahags-
hrunið á Islandi haustið
2008. Hér er fjallað af innsæi
og þekkingu um aðdraganda
hrunsins og fyrstu viðbrögð
og engum er hlíft. Höfund-
ur hefur víðtæka þekkingu á
innviðum alþjóðlega banka-
kerfisins og heimi íslenskra
stjórnmála og tekur efnið
föstum tökum í spennandi
frásögn.
247 bls.
FORLAGIÐ
JPV útgáfa
ISBN 978-9935-11-061-9 Kilja
Bragi ÞórÖarson
Sporaslóð
Söqur at icrstædum atburðum
og ihcmmttlcgu tötkt
SPORASLÓÐ
Bragi Þórðarson
Bækur Braga Þórðarsonar um
íslenskt þjóðlíf á fyrri tfð hafa
notið mikilla vinsælda.
Sporaslóð hefur að geyma
safn frásagna af atburðum og
fólki sem setti mark á þjóð-
lífið fyrrum. Efni bókarinn-
ar er fjölbreytt: Fátæk stúlka
af Skaganum varð ein fyrsta
konan sem gekk í Hjálpræð-
isherinn. Gvendur í Hala-
koti var annálaður drykkju-
svoli, en eftirsóttur skútukarl
vegna hreysti og dugnaðar.
Vitavörðurinn á Breiðinni
var vinsæll sagnamaður sem
krítaði liðugt. Bjarni Ólafs-
son var farsæll skipstjóri, en
drukknaði ásamt fleirum úr
áhöfn sinni. Þeir voru ósynd-
ir og til minningar um þá
var reist Bjarnalaug til að
efla sundkennslu. Kötturinn
á Hraunsnefi þótti svo góður
til áheita að hann varð auð-
ugasti köttur sem um getur.
Sagt er frá samskiptum ís-
lenskra fiskimanna á árabát-
um við breska togara sem
rændu fiskimiðin. Sagt er frá
íslenskum sjómönnum sem
lögðu sig í lífshættu í af-
takaveðri við björgun áhafn-
ar franska rannsóknaskipsins
Pourquoi pas?
264 bls.
Uppheimar
ISBN 978-9979-659-26-6
174