Bókatíðindi - 01.12.2009, Blaðsíða 180
Fræði og bækur almenns efnis
SYNINGA
YFJRLIT
NYLISTA
SAFNSINS
1978-2008
SÝNINCAYFIRLIT
NÝLISTASAFNSINS
1978-2008.
Ritstj.: Tinna
Guðmundsdóttir
Tilefni útgáfunnar er 30 ára
starfsafmæli Nýlistasafns-
ins árið 2008. í sýningaryf-
irlitinu eru grunnupplýsing-
ar um starfsemi og hlutverk
safnsins. Ritið er hannað af
Armanni Agnarsyni og er
veglega skreytt með boðs-
kortum, fréttatilkynningum,
sýningarskrám, veggspjöld-
um og ýmsu kynningarefni.
Bókin er aðgengilegt heim-
ildar og uppflettirit fyrir
alla þá sem vilja kynna sér
strauma og stefnur \ íslenskri
myndlist.
360 bls.
Nýlistasafnið
ISBN 978-9979-70-674-8
Leiðb.verð: 5.990 kr.
Gefðu
personu-
lega gjöf
oddi.is
TALBEITA SATANS
John Bevere
Þýð.: Fanny K. Tryggvadóttir
Fjöldi fólks er fast í fortíðinni
og á erfitt með að fyrirgefa.
En skortur á fyrirgefningu
skerðir Iffsgæði meira en
margt annað. Lausnina er að
finna í orðum Jesú. Tálbeita
Satans skilur lesandann eftir
með praktfska lausn út úr
ógöngunum. Sjálfsvirðingin
eykst, því orð meistarans eru
lífbreytandi. Það verður Ijóst
að skortur á fyrirgefningu er
gryfja sem heldur mönnum
föngnum.
280 bls.
Antíokkía kristið félag
Dreifing: Hljóðbók-Hljóð-
vinnslan ehf.
ISBN 978-9935-417-06-0
Leiðb.verð: 2.990 kr. Kilja
THE LITTLE BIC BOOK
ABOUT ICELAND
Sigurgeir Sigurjónsson
Hún er lítil um sig en þykk
og ótrúlega innihaldsrík og
hefur að geyma margar af
fallegustu og skemmtileg-
ustu myndum Sigurgeirs
Sigurjónssonar. Enginn texti
er með myndunum og bókin
hentar því fyrir alla erlenda
vini.
322 bls.
FORLAGIÐ
ISBN 978-9979-53-521-8
TIODIELIS SAGA
Umsj.: Tove Hovn Ohlsson
Tiodielis saga er ævintýri
sem sver sig í ætt við ridd-
arasögur. Hún er varðveitt
í 24 íslenskum handritum,
hið elsta er skinnhandrit frá
16. öld. Þrennar rímur hafa
verið ortar út af sögunni.
- Hún segir frá riddara sem
hverfur úr konungshirð á
skóga, tekur á sig dýrsham
og etur skógardýr og hef-
ur eftir þeirra náttúru. Kona
hans og elskhugi hennar fela
klæði riddarans sem þá fest-
ist í dýrshamnum og fjallar
sagan síðan um hvernig hann
nær aftur lífi með mannseðli.
Söguefnið er hliðstætt norskri
miðaldaþýðingu á frönsku
kvæði, Lai de Bisclavret, sem
talið er samið af Marie de
France á 12. öld.
Tiodielis saga er hér gef-
in út í þremur íslenskum
gerðum, stafrétt eftir völd-
um aðalhandritum ásamt
orðamun úr öðrum handrit-
um sem hafa textagildi. Tove
Hovn Ohlsson mag. art. hef-
ur annast þessa frumútgáfu
sögunnar og er inngangur á
dönsku.
252 bls.
Háskólaútgáfan
ISBN 978-9979-654-07-0
Leiðb.verð: 3.400 kr. Kilja
TÍMINN ER EINS
OC VATNIÐ
Islensk bókmenntasaga
20. aldar
Brynja Baldursdóttir og
Hallfríður Ingimundardóttir
Bókinni er ætlað að gefa
framhaldsskólanemum og
öðrum lesendum innsýn í
íslenska bókmenntasögu 20.
aldar. Efninu er skipt í fimm
tímabil: Angurværð nýrrar
aldar, Kreppa og stríð, Bylt-
ingarárin, Raunsæi '68-kyn-
slóðarinnar og Hræringur.
Fjallað er um samfélag, bók-
menntir og listir og varp-
að Ijósi á áhrifamestu bók-
menntastefnu hvers tímabils
og þau skáld sem helst koma
| við sögu. Bókin er ríkulega
myndskreytt og verkefni sem
fylgja henni eru aðgengileg á
heimasíðu IÐNÚ, idnu.is.
328 bls.
Iðnú bókaútgáfa
ISBN 978-9979-67-227-2 Kilja
178