Bókatíðindi - 01.12.2009, Blaðsíða 130
Ljóð
Kristján Hreinsson
ORÐAYNDI
ORÐAYNDI
Kristján Hreinsson
Gullfalleg og yndisleg ást-
arljóð handa þeim sem okk-
ur þykir vænst um. Kær-
leiksrík og falleg gjöf sem
má stinga í umslag eins og
hei I laóskakorti.
74 bls.
Salka
ISBN 978-9979-650-99-7 Kilja
unin var í höndum Halldórs
Þorsteinssonar.
232 bls.
Salka
ISBN 978-9979-650-81-2
RENNUR UPP UM NÓTT
ísak Harðarson
Rennur upp um nótt er tí-
unda Ijóðabók ísaks Harð-
arsonar og kallast að mörgu
leyti á við fyrri bækur höf-
undar enda er hér ekki ort af
neinni hálfvelgju.
ísak beitir myndmáli á
sinn sérstaka hátt og oft af
sláandi frumleika, ekki síst
í trúarljóðum bókarinnar.
Þá gengur Ijóðmælandi á
hólm, við sjálfan sig, líf sitt
og mistök af nístandi mis-
kunnarleysi í röð einstakra
prósaljóða sem undirstrika
- líkt og bókin öll - þá sér-
stöðu sem ísak Harðarson
hefur í hópi samtímaskálda
okkar.
96 bls.
Uppheimar
ISBN 978-9979-659-43-3
PASSÍUSÁLMARNIR
Hallgrímur Pétursson
Ný og einstaklega falleg út-
gáfa á hinu sígilda meistara-
verki sálmaskáidsins. Hönn-
RICNINCIN GERIR
YKKUR FRJÁLS
Haukur Már Helgason
Ekki sérstaklega hlýleg Ijóð
enda uppgjör höfundar við
gamla ísland og ögrandi sam-
tal við það nýja. Ljóðin eru
um pólitík, ást, reiði og gleði
og um rigninguna sem skolar
burt sögunum og syndinni og
gerir okkur frjáls.
54 bls.
FORLAGIÐ
Mál og menning
ISBN 978-9979-3-3066-0
SPÁNAR KÓNGURINN
Ástarsaga
Sigurður Gylfi Magnússon
Sigurður Gylfi Magnússon
skrifaði bókina Næturnar
hafa augu eins og þú fyrir
ástina sína árið 2006. Ari síð-
ar kom út bókin Andardráttur
þinn er tungumálið mitt og
var einnig rituð fyrir hana.
Báðar bækurnar komu út í
tveimur eintökum og þær má
flokka sem bókverk eða fagur-
fræðilegan gjörning.
Spánar kóngurinn er sjálf-
stætt verk sem birtist f fram-
haldi af fyrri bókunum tveim-
ur en kallast á við efni þeirra.
Verkinu má lýsa sem ást-
arsögu, skáldævisögu, Ijóða-
bók, sjálfsævisögu, safni ör-
sagna eða bara sem textum
um ástina.
SIGURÐUR GYLI-’I MAGNÚSSON’
Spánar kóngurinn
Ástarsaga
1
149 bls.
Miðstöð einsögurannsókna
ISBN 978-9979-9749-3-2
Leiðb.verð: 2.950 kr. Kilja
ÚR SKILVINDU DRAUMA
Arngrímur Vídalín
í sinni þriðju bók notar Arn-
grímur hrein, íslensk orð til
að framleiða hágæðaljóð
sem nota má í tæknivörur,
umbúðir og einnig til dægra-
dvalar. Markmið Arngríms er
að vera í fremstu röð, jafnt í
aðferðum, sem framleiðslu
á Ijóðum.
Bókin er sneisafull af end-
urbótum sem leiða til aukinn-
ar hagkvæmni, minni meng-
unar, aukins öryggis og betri
líðunar á vinnustað.
76 bls.
Nýhil
ISBN 978-9935-413-01-7
Leiðb.verð: 2.190 kr. Kilja
128