Bókatíðindi - 01.12.2014, Blaðsíða 39
A Gormabók B Harðspjalda bók C Hljóðbók D Innbundin bók E Kilja F Rafbók G Sveigjanleg kápa 37
Skáldverk ÍSLENSK B Ó K A T Í Ð I N D I 2 0 1 4
E
Beinahúsið
Guðrún Guðlaugsdóttir
Blaðamaðurinn Alma fær inni í
mannlausu húsi æskuvinkonu sinnar
til að skrifa skáldsögu. Skriftirnar
þoka fyrir ískyggilegum ráðgátum
sem Alma og Sveinbjörg vinkona
hennar glíma við. Þær neyta ýmissa
bragða í þeirri viðureign, þessa heims
og annars. Léttleiki tilverunnar er þó
aldrei langt undan.
196 bls.
GPA
G
Best Sellers
Hugleikur Dagsson
Ertu utanveltu þegar talið berst að
Dostojevskij, Camus eða Dickens?
Teiknarinn vinsæli, Hugleikur Dags-
son, rennir í gegnum heimsbók-
menntirnar með sínum hætti, snýr út
úr, snýr upp á og snýr á lestrarhesta
allra tíma. Útkoman er óvænt og
sprenghlægileg en bókmenntaum-
ræða verður aldrei söm. Á ensku.
72 bls.
Forlagið – Ókeibæ
D F C
Hljóðbók frá Skynjun
Stefán Hallur Stefánsson les
DNA
Yrsa Sigurðardóttir
Ung kona er myrt á skelfilegan hátt á
heimili sínu að nóttu til. Eina vitnið
er sjö ára dóttir hennar. Morðing-
inn lætur aftur til skarar skríða og
skömmu síðar fær radíóamatör sér-
kennileg skilaboð á öldum ljósvak-
ans sem tengir hann við bæði fórn-
arlömbin. Þó þekkir hann hvoruga
konuna.
350 bls. / Hljóðbókarútgáfa óstytt
Veröld
G
Árdagsblik
Hrönn Jónsdóttir
Skáldsagan Árdagsblik mun vafalítið
koma lesendum á óvart, bæði vegna
efnistöku og sögusviðs. Þar er fjallað
um fólk af ólíkum uppruna sem
ákveður að skapa sér framtíð í nýju
landi, af bjartsýni og dugnaði. Ævin-
týrablær og sagnfræði, ástir og átök
blandast hér saman með skemmti-
legum hætti.
256 bls.
Bókaútgáfan Hólar
D F
Ástarmeistarinn
Oddný Eir Ævarsdóttir
Anna og Fjölnir hafa bæði beðið
skipbrot í ástinni. Þau leggja allt í
sölurnar í leit að meistara sem getur
kennt þeim að elska á nýjan leik. Þau
tefla blindskák við ástina og leikurinn
litast af skömm og sælu, kynlífi og
þrám. Jarðnæði (2010) hlaut nýlega
evrópsku bókmenntaverðlaunin.
315 bls.
Bjartur
D F
Bara ef ...
Jónína Leósdóttir
Þegar óvænt afmælisveisla snýst upp
í hjónaskilnað verður upplausn í
reykvískri stórfjölskyldu og vandséð
hvernig hægt er að púsla henni sam-
an aftur. Bara ef ... er sprenghlægileg
saga úr samtímanum sem heldur les-
endum við efnið frá upphafi til enda.
294 bls.
Forlagið – Mál og menning
Í RÁÐHÚSI REYKJAVÍKUR HELGINA 22.-23. NÓV. 2014
Dagskrá hátíðarinnar má finna á www.bokmenntaborgin.is