Bókatíðindi - 01.12.2014, Side 40
A Gormabók B Harðspjalda bók C Hljóðbók D Innbundin bók E Kilja F Rafbók G Sveigjanleg kápa38
Skáldverk ÍSLENSK B Ó K A T Í Ð I N D I 2 0 1 4
D
Eyvindur Jónsson
(Fjalla-Eyvindur)
Bjarney Kristín Ólafdóttir og Sólveig
Bjarney Daníelsdóttir
Sögunni er ekki ætlað að fjalla um
þjóðsagnapersónuna Fjalla-Eyvind,
heldur fjallar hún um manninn
Eyvind, konurnar í lífi hans, sam-
ferðafólk og harða lífsbaráttu á erf-
iðum tímum. Eyvindur og Halla voru
manneskjur eins og allir aðrir, en þau
skáru sig úr þannig að eftir var tekið.
186 bls.
Sóla
E
Fiskarnir hafa enga fætur
Jón Kalman Stefánsson
Stórbrotin ættarsaga fólks sem elskar
og þjáist, leitar og flýr, saga um sárs-
auka og söknuð, ofbeldi og kvótalaust
haf.
354 bls.
Bjartur
Endur
útgáfa
D F
Flæðarmál
Árný Elínborg , Helga Ágústsdóttir,
Bjargey Ólafsdóttir, Ingibjörg
Magnadóttir, Þuríður Elfa Jónsdóttir,
Júlía Margrét Einarsdóttir, Halla
Þórlaug Óskarsdóttir og Jóhanna
Friðrika Sæmundsdóttir
Smásögur, örsögur, prósar og ljóð
eftir átta höfunda renna mjúklega
saman í eina heild. Uppseld á pappír
en fáanleg sem rafbók.
149 bls.
Flæðarmál
E
Gosbrunnurinn
Guðmundur S. Brynjólfsson
Hér segir frá aðkomumanni sem
hefur hreiðrað um sig í litlu þorpi.
Hann hefur auðgast af blekkingaleik,
en um leið tapað áttum, og finnur sig
um hríð heima þar sem margra alda
stöðnun og stöðug manndráp hafa
klætt mannlífið í dulargervi. „Hann
hefur feikilegt vald á tungumálinu,
það er svo gaman að lesa þennan
texta.“ (FB Kiljan)
170 bls.
Bókaútgáfan Sæmundur
G F
Drón
Halldór Armand
Þegar efnilegasta knattspyrnukona
landsins virðist geta spáð fyrir um
árásir dróna óttast hún að hún sé að
missa vitið. Angistin breytist í hryll-
ing þegar Ísland verður fyrir árás.
Óvenjuleg saga, stútfull af ferskum
húmor, pælingum um tækni og
mennsku, sannleika og firringu.
300 bls.
Forlagið – Mál og menning
E
Dýrmundur og málið
með veginn
Jón Pálsson
Þegar Vegagerðin hættir að viðhalda
veginum heim að bænum og mjólk-
urbíllinn kemur ekki lengur eftir nyt-
inni úr kúnum – og Flokkurinn svík-
ur gefin loforð – lendir Dýrmundur
Dýrmundarson Dýrfjörð í pólitískri
sálarkreppu með ófyrirsjáanlegum
afleiðingum.
305 bls.
Höfundaútgáfan
C
Einar Már Guðmundsson les
Englar alheimsins
Einar Már Guðmundsson
Þessi bók hefur fyrir löngu skotið rót-
um í hjarta þjóðarinnar. Hér er hún
endurútgefin á Mp3-sniði. Höfundur
hlaut fyrir hana bókmenntaverðlaun
Norðurlandaráðs árið 1995. Höf-
undur les.
360 mín.
Hljóðbók.is
Endur
útgáfa
D F
Englaryk
Guðrún Eva Mínervudóttir
Eftir að einkadóttirin Alma hittir
Jesú í sumarfríinu fer Boulanger-fjöl-
skyldan í Stykkishólmi í ráðgjöf hjá
geðlækni í Reykjavík. Hrífandi sam-
tímasaga um mannleg tengsl, hvers-
dagsþrautir og mátt hugsjónanna. Er
hægt að feta veg kærleikans án þess
að fara í taugarnar á öllum í kringum
sig?
262 bls.
Forlagið – JPV útgáfa
„Hún kemur til mín vonin ...
Vonarlandið eftir Kristínu
Steinsdóttur er heillandi saga
um alÞýðukonur í Reykjavík
á 19. öld, konur sem Þrá að
sleppa frá striti og fátækt – og
láta ekki sitja við orðin tóm.
Aðdáendur Ljósu verða
ekki fyrir vonbrigðum.
www.forlagid.i s | Bókabúð Forlagsin s | F i sk i slóð 39