Bókatíðindi - 01.12.2014, Blaðsíða 50
A Gormabók B Harðspjalda bók C Hljóðbók D Innbundin bók E Kilja F Rafbók G Sveigjanleg kápa48
Skáldverk ÍSLENSK B Ó K A T Í Ð I N D I 2 0 1 4
D
Til
Snorri Snorrason
Ungur maður elst upp í Reykjavík
og vill bara fá að vera í friði. En fyrir
sakir vináttu sinnar við jafnaldra sinn
dregst hann inn í grimman heim
græðgi og illmennsku. Mögnuð og
eftirminnileg skáldsaga eftir nýjan
höfund, bók sem gleymist seint.
170 bls.
Sögur útgáfa
G
Trolls‘ Cathedral
Ólafur Gunnarsson
Þýð.: David McDuff og Jill Burrows
Tröllakirkja kom fyrst út árið 1992
og var tilefnd til Íslensku bókmennta-
verðlaunanna og hinna alþjóðlegu
IMPAC-verðlauna. Bókin var fljótlega
þýdd á ensku og gefin út af breskum
útgefanda en hefur lengi verið ófáan-
leg.
299 bls.
Forlagið – JPV útgáfa
Endur
útgáfa
D
Veraldarsaga mín
Ævisaga hugmynda
Pétur Gunnarsson
Örlagaárið mikla 1968 hleypir höf-
undur heimdraganum og dvelur í
Frakklandi við skáldskap undir yfir-
skini náms. Hann stofnar heimili
með æskuástinni og saman fara þau
á puttanum í „óvígða sambúðarferð“
um Ítalíu og Grikkland. Leikurinn
berst um víðan völl, ekki síst um
lendur hugans.
166 bls.
Forlagið – JPV útgáfa
D F C
Hljóðbók frá Skynjun
Lára Jóhanna Jónsdóttir les
Vonarlandið
Kristín Steinsdóttir
Tvær vinkonur koma fótgangandi til
Reykjavíkur vorið 1871 í von um vist
í góðu húsi. Þær þurfa að sjá sér far-
borða og eiga fárra kosta völ; þær
strita í þvottum, kolaburði og salt-
fiski. En þær þrá betra líf – og grípa
til sinna ráða. Einstaklega heillandi
saga um konur sem láta ekki áföll
buga sig.
199 bls. / Hljóðbókarútgáfa óstytt
Forlagið – Vaka-Helgafell
E
Sæmd
Guðmundur Andri Thorsson
Á köldu vetrarkvöldi 1882 situr Bene-
dikt Gröndal skáld í einkennilega
húsinu sínu og ákveður að rífa sig upp
úr drykkju og draumórum og mæta
til kennslustarfa í Lærða skólanum
daginn eftir. Sæmd kom fyrst út 2013,
fékk frábæra dóma og var tilnefnd til
Íslensku bókmenntaverðlaunanna.
176 bls.
Forlagið – JPV útgáfa
Endur
útgáfa
G
Sögur úr Vesturbænum
Matthías Johannessen
„ ... á mörkum skáldskapar og rit-
stýrðar sagnfræði breytist veruleik-
inn í nýja listræna reynslu.“ (MJ) Ná-
kvæmlega þannig eru þessar Sögur
úr Vesturbænum. Ljóðræn marglaga
frásögn ber lesandann víða og samt er
hann alltaf á leið í Vesturbæinn – eða
að hefja þaðan för.
300 bls.
Bókaútgáfan Sæmundur
C
Hrafnhildur Valgarðsdóttir les
Söngur Súlu
Hrafnhildur Valgarðsdóttir
Sagan gerist á árunum 1944–1960
og er raunsönn lýsing á aðstæðum
barna og fullorðinna í braggahverfum
Reykjavíkur.
Höfundur les.
480 mín.
Hljóðbók.is
D
Táningabók
Sigurður Pálsson
Þriðja og síðasta bókin í minninga-
röð Sigurðar Pálssonar. Hér segir frá
tónlist, hlátri, Simmasjoppu, ljóða-
pælingum, MR, Nýja testamentinu á
ungversku, Rolling Stones píslarvætti,
frönskukennaranum Vigdísi, Rauðu
skikkjunni ... Persónuleg, fyndin og
beitt lýsing á unglingsárum sjöunda
áratugarins.
288 bls.
Forlagið – JPV útgáfa