Bókatíðindi - 01.12.2014, Blaðsíða 53
A Gormabók B Harðspjalda bók C Hljóðbók D Innbundin bók E Kilja F Rafbók G Sveigjanleg kápa 51
Skáldverk ÞÝDD B Ó K A T Í Ð I N D I 2 0 1 4
E F
Eða deyja ella
Lee Child
Þýð.: Jón St. Kristjánsson
Í Chicago er lögreglukonu rænt
um hábjartan dag, Jack Reacher er
fyrir tilviljun við hlið hennar. Þau
eru handjárnuð og þeim fleygt inn í
sendiferðabíl ræningjanna. Lee Child
er spennuf íklum um allan heim að
góðu kunnur en áður hafa komið út
á íslensku sex bækur um harðjaxlinn
Jack Reacher.
473 bls.
Forlagið – JPV útgáfa
E F
Eftirköstin
Rhidian Brook
Þýð.: Guðrún Eva Mínervudóttir
Hamborg 1946. Yfirmaður í breska
hernum flytur ásamt konu sinni og
syni inn í hús þýskra feðgina. Borgin
er í rúst, íbúarnir bugaðir og þvingað
andrúmsloftið knýr fram sterkar til-
finningar. Áhrifamikil og grípandi
saga um afleiðingar hamfara; um
brostnar vonir, skaddað fólk – og um
fyrirgefningu.
359 bls.
Forlagið – JPV útgáfa
E F
Fangi himinsins
Carlos Ruiz Zafón
Þýð.: Sigrún Á. Eiríksdóttir
Heillandi, viðburðarík og áhrifamikil
saga frá tímum Francos sem ger-
ist í Barcelona á sjötta áratugnum.
Þetta er þriðja bókin úr vinsælum
sagnaheimi Carlosar Ruiz Zafón
um Kirkjugarð gleymdu bókanna,
sú fyrsta var metsölubókin Skuggi
vindsins.
284 bls.
Forlagið – Mál og menning
E
Bernska
Lev Tolstoj
Þýð.: Áslaug Agnarsrsdóttir
Ugla gefur út æskuskáldsögur rúss-
neska skáldjöfursins Levs Tolstojs í
þremur bindum: Bernsku, Æsku og
Manndómsár. Í Bernsku kynnumst
við með augum hins tíu ára Níkolaj
heimilishaldi fjölskyldunnar, kennara
hans og fyrstu ástinni. Hrífandi og
djúpvitur uppvaxtarsaga.
200 bls.
Ugla
E F
Bragð af ást
Dorothy Koomson
Þýð.: Halla Sverrisdóttir
Í hálft annað ár hefur Saffron tekist
á við sorgina eftir að Joel eiginmaður
hennar var myrtur. Nú er morðing-
inn farinn að skrifa henni bréf – og
fjórtán ára dóttir hennar er komin í
ógöngur. Spennandi og tilfinningarík
saga um söknuð og ást sem ekki vill
hverfa, leyndarmál og ógnandi óvissu.
562 bls.
Forlagið – JPV útgáfa
E
Bréfabók
Mikhail Shishkin
Þýð.: Áslaug Agnarsdóttir
Í Bréfabók er sögð ástarsaga Vladim-
irs og Alexöndru. Þau skiptast á bréf-
um og lesandinn áttar sig fljótt á því
að þau eru aðskilin í tíma, ekki síður
en í rúmi. Allur heimurinn er undir,
þetta er ástarsaga allra tíma. Shishkin
er einn áhrifamesti rithöfundur Rúss-
lands í dag. NEON-bókaflokkur.
300 bls.
Bjartur
E
Byssan í hendi
Robert Martin
Þýð.: Bjarni Valtýr Guðjónsson
Jim Dennett, þekktur einkauppljóstr-
ari frá Cleveland, er kallaður á vett-
vang af einum þekktasta framámanni
bæjarins Wheatville, sem óttast í
sífellu að setið sé um líf hans af leyni-
skyttum. Málum fjölgar og viðsjár
aukast, en Jim bregst ekki bogalistin
hvað sem á gengur.
Sigurjón Þorbergsson
Dreifing: Margmiðlun Jóhannesar og
Sigurjóns
www.penninn.is | www.eymundsson.is
ÚT FYRIR ENDIMÖRK
ALHEIMSINS!