Bókatíðindi - 01.12.2014, Side 59
A Gormabók B Harðspjalda bók C Hljóðbók D Innbundin bók E Kilja F Rafbók G Sveigjanleg kápa 57
Skáldverk ÞÝDD B Ó K A T Í Ð I N D I 2 0 1 4
E
Út í vitann
Virginia Woolf
Þýð.: Herdís Hreiðarsdóttir
Út í vitann, eftir breska rithöfundinn
Virginiu Woolf, er jafnan talin einn af
hátindum nútímabókmennta, einkum
fyrir sakir nýstárlegs frásagnarmáta
og sálfræðilegs innsæis. Í bókinni er
skyggnst inn í líf fjölskyldu og gesta
hennar í sumarleyfi á skosku Suður-
eyjunum.
328 bls.
Ugla
E
Verjandi Jakobs
William Landay
Þýð.: Ásdís Guðnadóttir
Réttarfarsdrama sem kemur sífellt á
óvart. Saksóknari lendir í því að son-
ur hans er grunaður um morð og þarf
því að skipta um hlutverk. Warner
Brothers hefur keypt kvikmyndarétt-
inn af sögunni.
320 bls.
Almenna bókafélagið (BF-útgáfa)
E F
Þegar dúfurnar hurfu
Sofi Oksanen
Þýð.: Sigurður Karlsson
Snilldarverk eftir höfund Hreinsunar.
Sögusviðið er Eistland þar sem Eistar
sjálfir, þýskir nasistar og Rússar bít-
ast um völdin. Þar er það lofsverður
eiginleiki að geta hagað seglum eftir
vindi en feilspor geta haft í för með
sér að þeir sem standa manni næst
verði verstu óvinir manns.
357 bls.
Forlagið – Mál og menning
E F
Stelpa fer á bar
Helen S. Paige
Þýð.: Ásdís Guðnadóttir
Stelpukvöldið fer út um þúfur á síð-
ustu stundu og allt í einu ertu alein á
vinsælum bar. Færðu þér tekíla með
ómótstæðilegum trommuleikara,
kíkir í dótakassa fágaðs viðskipta-
manns eða endar í listrænni nektar-
myndatöku hjá frægum ljósmyndara?
Frábært fantasíukvöld!
263 bls.
Forlagið – Vaka-Helgafell
E F
Sverðagnýr
1: Stál og snjór
George R.R. Martin
Þýð.: Elín Guðmundsdóttir
Magnþrunginn sagnabálkur, kenndur
við fyrstu bókina, Game of Thrones,
eftir hinum vinsælu sjónvarpsþáttum
sem m.a. eru teknir upp á Ís landi.
Aldrei hefur baráttan um Járn hásætið
verið grimmilegri. Hver verða örlög
dvergsins Tyrions eða systkinanna
Aryu, Bran, Sönsu og Robbs Starks?
660 bls.
Ugla
E F
Sögusafn bóksalans
Gabrielle Zevin
Þýð.: Karl Emil Gunnarsson
Skáldsaga um einmanaleika og ást
þar sem höfundur fléttar heimsbók-
menntir saman við daglegt líf sögu-
hetjunnar, hugnæm saga sem sýnir
möguleika skáldskaparins til að opna
nýja sýn á veröldina.
277 bls.
Forlagið – Mál og menning
E
Uppreisn
Jakob Ejersbo
Þýð.: Páll Baldvin Baldvinsson
Hér fléttast saman margar sögur sem
eiga sér sameiginlegan sáran undirtón
en fjalla allar um eftirköst nýlendu-
tímans og mannlífið í Afríku. Sagna-
bálkurinn hefur vakið mikla athygli
og verið þýddur á fjölmörg tungumál,
enda þykir hann opna einstæða sýn
á álfuna.
405 bls.
Forlagið – JPV útgáfa
www.penninn.is | www.eymundsson.is
LAUGAVEGI 77