Bókatíðindi - 01.12.2014, Blaðsíða 66
A Gormabók B Harðspjalda bók C Hljóðbók D Innbundin bók E Kilja F Rafbók G Sveigjanleg kápa64
Ljóð og leikrit B Ó K A T Í Ð I N D I 2 0 1 4
D
Sólstöðuland
Ágústína Jónsdóttir
Sólstöðuland er sjöunda ljóðabók
Ágústínu. Yrkisefnin eru fjölbreytt
m.a. ýmis umhverfis- og náttúrufyrir-
bæri, sem gjarnan tengjast tilfinn-
ingalífinu. Ljóð um ástina og margs-
konar mannleg samskipti. Einnig ljóð
um börn og ljóð sem geyma hugleið-
ingar um sálarlífið og tilveruna.
98 bls.
Vorflauta
E
Söngvar um alfaraveginn
og sjálfan mig
Walt Whitman
Þýð.: Hallberg Hallmundsson
Söngur um sjálfan mig: 52 ljóð.
Söngur um alfaraveginn: 15 ljóð.
Síðast þegar dísarunnar blómstruðu í
hlaðvarpanum: 16 ljóð (sem er minn-
ingarljóðið um Lincoln forseta). Auk
þess þrjátíu og þrjú önnur stutt ljóð.
178 bls.
Brú – Forlag
Dreifing: Forlagið – JPV útgafa
G
Tautar og raular
Þórarinn Eldjárn
Bók sem geymir um 70 ljóð og skipt-
ist í fjóra hluta: óbundin ljóð, hátt-
bundin, prósaljóð og þýðingar; ljóð
sem eru kímin og alvarleg, ísmeygileg
og opinská. Á þessu ári eru 40 ár
frá því að fyrsta ljóðabók Þórarins
kom út og æ síðan hefur hann verið í
hópi virtustu og vinsælustu höfunda
landsins.
87 bls.
Forlagið – Vaka-Helgafell
E
The Village
Jón úr Vör Jónsson
Þýð.: Hallberg Hallmundsson
Þýðing Hallbergs Hallmundssonar
á ensku á formbyltingarbók Jóns úr
Vör. Formáli og skýringar eftir Hall-
berg.
64 bls.
Brú – Forlag
Dreifing: Forlagið – JPV útgafa
E
Regn dropa raddir
Árni Larsson
Regn dropa raddir er safn ljóða
bréfa þátta. Viðfangsefni bókar-
innar er nútímaskáldskapurinn,
hver skáldskapar kjarninn eigi að
vera, þegar engin leið er til baka
fyrir alvöru skáldskap. Nútímaskáld
yrkir um sprengju og mismunandi
áhrif hennar í metravís frá sprengju-
staðnum.
144 bls.
Ljóðasmiðjan sf.
E
Skessukatlar
Þorsteinn frá Hamri
Tuttugasta frumsamda ljóðabók Þor-
steins, nú endurútgefin. Heillandi og
stórbrotinn skáldskapur sem vekur til
umhugsunar um tímann og mennsk-
una; ljóðin eru mörg hlý og persónu-
leg en önnur beitt og ádeilukennd.
★★★★★ „Heilsteypt og fjölbreytt
…“ JYJ/Frbl. ★★★★★ „… dýpkar við
hvern lestur.“ EFI/Mbl.
54 bls.
Forlagið – Mál og menningEndur
útgáfa
G
Slitinn þráður úr köngulóarvef
Sigurður Jón Ólafsson
Ljóðin, sem hér koma fyrir sjónir les-
enda, eru fjörutíu og fjögur að tölu
og skiptast í fjóra kafla. Í þeim er
brugðið upp einföldum myndum af
skynjun höfundar á náttúrunni og
því sem fyrir augu ber í hversdags-
leikanum.
63 bls.
Skrudda
G
Slitur úr orðabók fugla
Guðrún Hannesdóttir
Guðrún er eitt af okkar athyglisverð-
ustu skáldum. Tilfinningin í ljóðum
hennar er stundum alvöruþrungin en
þó oftar kímin. Hér tengir hún allar
færslur bókarinnar fuglum og speglar
þá frá óvæntum sjónarhornum.
48 bls.
Salka