Bókatíðindi - 01.12.2014, Page 70
A Gormabók B Harðspjalda bók C Hljóðbók D Innbundin bók E Kilja F Rafbók G Sveigjanleg kápa68
Listir og ljósmyndir B Ó K A T Í Ð I N D I 2 0 1 4
E
Leikræn tjáning
Elfar Logi Hannesson
Kennslubók í leikrænni tjáningu fyrir
fólk á öllum aldri sem áhuga hafa á
leikrænni tjáningu. Leikræn tjáning
nýtist á margan hátt og allsstaðar þar
sem fólk kemur saman hvort heldur
í skólastarfinu, leiklistarnámskeiðum
áhugaleikfélaga eða jafnvel bara á ætt-
armótinu. Leikræn tjáning er í raun
æfingabanki sem inniheldur fjöl-
breyttar æfingar í leikrænni tjáningu.
100 bls.
Kómedíuleikhúsið
D
Lucid
Hrafnkell Sigurðsson
Inng.: Jón Proppé
Ljósmyndaverk Hrafnkels Sigurðs-
sonar eru kunn langt út fyrir raðir
listaáhugafólks. Í þessari einstaklega
fallega hönnuðu bók er að finna
allar ljósmyndaraðir hans frá síðustu
tveimur áratugum.
176 bls.
Crymogea
D
Myndir ársins 2013
Press Photographs of the Year
Myndir: ýmsir
Hin árlega bók með verðlaunamynd-
um Félags fréttaljósmyndara er alltaf
jafn merkileg heimild um atburði,
tíðaranda og mannlíf hvers árs. Hún
birtir myndir sem verður æ skemmti-
legra að skoða eftir því sem árin líða.
158 bls.
Sögur útgáfa
E
Niceland
Kristján Ingi Einarsson
Niceland er 4. landslagsljósmynda-
bókin sem kemur frá Kristjáni Inga.
Hér heldur hann áfram að kynna ís-
lenska náttúru með sínum glæsilegu
landslagsljósmyndum víðs vegar að af
landinu. Niceland er „lítill gimsteinn“,
ein minnsta bókin á markaðnum og
því afar hagkvæm til að senda vinum
og viðskiptavinu erlendis eða beinlín-
is stinga í vasann! Texti er á ensku.
128 bls.
STILLA útgáfu- og ljósmyndaþjónusta
D
Incredible Iceland
Ljósbrot
Myndir: Pálmi Bjarnason, Sigrún
Kristjánsdóttir, Skúli Þór Magnússon og
Hallsteinn Magnússon
Incredible Iceland er afar vönduð og
glæsileg ljósmyndabók þar sem ljós-
myndararnir í Ljósbroti sýna okkur
fegurð og stórfengleika íslenskrar
náttúru. Hnitmiðaður texti og GPS
hnit fylgja hverri mynd. Texti er á
ensku.
96 bls.
Steinegg ehf
D
Ísland – Landið hlýja í norðri
Sigurgeir Sigurjónsson og
Torfi H. Tulinius
Aðgengileg og falleg kynning á landi
og þjóð. Hér vinna saman glöggur
og fræðandi texti eftir Torfa Tulinius
og fjölbreytilegar og ægifagrar ljós-
myndir Sigurgeirs Sigurjónssonar.
Bókin fæst á 14 tungumálum – til-
valin gjöf til vina eða viðskiptamanna
um allan heim.
144 bls.
ForlagiðEndur
útgáfa
D
Íslendingar – minni útgáfa
Icelanders
Islandais
Isländer
Sigurgeir Sigurjónsson og
Unnur Jökulsdóttir
Í tvö ár ferðuðust ljósmyndari og
rithöfundur saman um Ísland og
heimsóttu fólk í öllum landshlutum;
áleitnar myndir af fólki og náttúru
draga fram nýja sýn á land og þjóð.
Á ensku, frönsku og þýsku.
224 bls.
Forlagið
Endur
útgáfa
D
Ladies, Beautiful Ladies
Birgir Snæbjörn Birgisson
Formáli: Mika Hannula
Ljóskan er fyrirbæri sem samtími
okkar er ótrúlega upptekinn af. Til
að skilja áhrif ímyndar ljóskunnar er
nóg að blaða í þessari miklu bók og
sjá 299 verk þar sem ljóshærðar fyrir-
sætur eru í aðalhlutverki.
316 bls.
Crymogea