Bókatíðindi - 01.12.2014, Síða 82
A Gormabók B Harðspjalda bók C Hljóðbók D Innbundin bók E Kilja F Rafbók G Sveigjanleg kápa80
Matur og drykkur B Ó K A T Í Ð I N D I 2 0 1 4
G
Eldhúsið okkar
Íslenskur hátíðamatur
Magnús Ingi Magnússon
Myndskr.: Halldór Baldursson
Magnús Ingi Magnússon, sjónvarps-
kokkur og veitingamaður á Sjávar-
barnum, hefur hér tekið saman að-
gengilegar uppskriftir að sígildum
íslenskum hátíðaréttum. Einfaldar
leiðbeiningar sem henta vönum sem
óvönum, ekki síst ungu fólki.
68 bls.
Okkar menn – I. Magnússon ehf
Dreifing: Myndform
D
Kolvetnasnauðir
hversdagsréttir
– án sykurs, gers og hveitis
Gunnar Már Sigfússon
Myndir: Ragna Sif Þórsdóttir
Lágkolvetnalífsstíllinn hefur sannar-
lega slegið í gegn! Í þriðju bók Gunn-
ars Más er sex vikna lágkolvetnamat-
seðill með áherslu á ódýran og góðan
heimilismat; holla hversdagsrétti,
lausa við sykur, ger og hveiti. Einfald-
ar uppskriftir við allra hæfi.
128 bls.
Forlagið – Vaka-Helgafell
D
Leyndarmál Tapasbarsins
Bjarki Freyr Gunnlaugsson og
Carlos Horacio Gimenez
Myndir: Júlíus Sigurjónsson
Hér eru margir af vinsælustu réttum
Tapasbarsins – yfir 200 girnilegar
uppskriftir að smáréttum, aðalréttum,
súpum og sósum, eftirréttum og
drykkjum. Nú getur þú laðað fram
sannkallaða tapasstemningu með
blöndu af því besta úr spænskri og ís-
lenskri matargerð.
216 bls.
Forlagið – Vaka-Helgafell
D
MMM ...
Matreiðslubók Mörtu Maríu
Marta María Jónasdóttir
Myndir: Guðný Hilmarsdóttir
Á annað hundrað heilsusamlegar sæl-
kerauppskriftir (og örfáar ekki alveg
eins hollar en ekki síður æðislegar).
Morgunverðarréttir og drykkir, nesti,
kvöldmatur handa fjölskyldunni og
veitingar í vinaboðin, ráð um holl-
ustu, næringu og heilbrigt líf og nátt-
úruleg fegrunar- og slökunarúrræði.
232 bls.
Forlagið – Vaka-Helgafell
G
Grænt, grænt og meira grænt
Katrine van Wyk
Þýð.: Nanna Gunnarsdóttir
65 ljúffengar og auðveldar uppskriftir
að grænum þeytingum og söfum sem
dekra við líkamann. Ráðleggingar og
fróðleiksmolar um hollt mataræði.
299 bls.
Salka
A
Heilsudrykkir Hildar
Meiri hollusta
Hildur Halldórsdóttir
50 uppskriftir af gómsætum og
heilsusamlegum drykkjum. Láttu eftir
þér að súpa af náttúrunnar gæðum,
heilsunnar vegna! Hildur Halldórs-
dóttir deilir með okkur drykkjum
sem hún hefur þróað og betrumbætt
í gegnum árin. Þetta er önnur heilsu-
drykkjabókin hennar Hildar en fyrri
bókin naut mikilla vinsælda.
111 bls.
Óðinsauga Útgáfa
G
Icelandic Food and Cookery
Nanna Rögnvaldardóttir
Bók á ensku sem veitir sýn á íslenska
heimilismatargerð, hefðir og sögu í
gegnum 150 uppskriftir að dæmi-
gerðum hversdags- og hátíðamat,
jafnt mömmu- og ömmumat sem
nútímalegri útfærslum. Ítarlegur kafli
um íslenska matarsögu frá landnámi
til nútíma er í bókinni og saga hverrar
uppskriftar er rakin.
269 bls.
Forlagið – Iðunn
G
Eldhúsið okkar
Íslensku
hversdagskræsingarnar
Magnús Ingi Magnússon
Myndskr.: Halldór Baldursson
Magnús Ingi Magnússon, sjónvarps-
kokkur og veitingamaður, hefur hér
tekið saman aðgengilegar uppskriftir
að sígildum íslenskum heimilismat.
Til á ensku undir heitinu Our kitchen
– Icelandic home cooking.
68 bls.
Okkar menn – I. Magnússon ehf
Dreifing: Myndform