Bókatíðindi - 01.12.2014, Page 88
A Gormabók B Harðspjalda bók C Hljóðbók D Innbundin bók E Kilja F Rafbók G Sveigjanleg kápa86
Fræði og bækur almenns efnis B Ó K A T Í Ð I N D I 2 0 1 4
E
Bók þessi heitir Edda
Uppsalagerð Snorra-Eddu
Studia Islandica 64
Heimir Pálsson
Rannsóknir höfundar á eðli og ein-
kennum handritsins. Flestir fræði-
menn hafa metið það sem duttlunga-
fulla styttingu á öðrum útgáfum
þess. Rannsóknir Heimis benda til
þess að textinn eigi sér líklega annars
konar rætur. Er sjálft handritið e.t.v.
minnisvarði um höfundinn, Snorra
Sturluson?
Háskólaútgáfan
E
Bóndinn, spendýrin og
fleiri undur alheimsins
Alfræðiverk Jóns Bjarnasonar
Árni H. Kristjánsson og
Sigurður Gylfi Magnússon
Í bókinni eru tveir ítarlegir kaflar höf-
unda sem fjalla um þetta einstaka sjö
binda alfræðiverk Jóns bónda Bjarna-
sonar frá miðri 19. öld. Hugað er að
samspili texta og teikninga í verk-
inu, en rúmlega 500 teikningar eru í
handriti Jóns. Þá er birt efni frá Jóni
sjálfum, frumtextar hans.
Háskólaútgáfan
G
Brève histoire de l‘Islande
Gunnar Karlsson
Þýð.: Catherine Mercy
Heildstætt og handhægt yfirlit Ís-
landssögunnar í hnitmiðuðum texta
og fjölda mynda, kjörið til glöggvunar
og upprifjunar. Þetta er ný frönsk
útgáfa en bókin fæst líka á íslensku,
ensku, þýsku og sænsku.
79 bls.
Forlagið – Mál og menning
G
Chineasy
Það er leikur að læra kínversku
Shaolan
Þýð.: Hildigunnur Þráinsdóttir
Chineasy er ný sjónræn aðferð sem
búin var til í því skyni að gera kín-
verskunám létt og skemmtilegt.
Myndirnar í bókinni eru ægifagrar,
en höfundur er graf ískur hönnuður.
Augnayndi sem veitir dýrmæta inn-
sýn í kínverska tungu og menningu.
192 bls.
Bjartur
D
Belgjurtabókin
Handhægur leiðarvísir fyrir ræktendur
Sigurður Arnarsson
Einstök bók sem fjallar um belgjurtir
sem reynsla er af á Íslandi en einnig
áhugaverðar tegundir sem líklegar eru
til að geta þrifist hér á landi. Alaskalúp-
ína er áberandi tegund ættkvíslarinnar
en hún á sér gullfallegar systur sem
gefa henni ekkert eftir í landbótum og
bætandi áhrifum á vistkerfi. Sjöunda
bókin í bókaflokknum Við ræktum.
200 bls.
Sumarhúsið og garðurinn ehf
D
Borgir og borgarskipulag
Þróun borga á Vesturlöndum –
Kaupmannahöfn og Reykjavík
Bjarni Reynarsson
Í þessari bók er fjallað um sögulega
þróun og skipulag borga og það sett í
samhengi við skipulagssögu Reykja-
víkur.
Hér er á ferðinni fyrsta yfirlitsrit á
íslensku um þróun borga frá örófi alda
til okkar tíma. Um 500 myndir, kort og
skýringarmyndir prýða bókina.
304 bls.
Skrudda
Allar
bækurnar í
Bókatíðindum
...í einum smelli
heimkaup.is