Heima er bezt


Heima er bezt - 01.07.2001, Side 6

Heima er bezt - 01.07.2001, Side 6
Það gerist ekki oft, en sem betur fer stundum, að á vegi okkar verðurfólk sem er svo eftirminnilegt að við gleym- um því ekki á lífsleiðinni. Það er eitthvað ífari þess sem vekur eftirtekt og gerir það ógleymanlegt. Einn þessara samferðamanna er Eysteinn G. Gíslason bóndi í Skáleyjum. Hann tók starf bóndans og einangrað eyjalíf fram yfir flest annað og segist hvergi annars staðar vilja búa. Hann hefði þó, vegna áskapaðra hæfileika og andlegs atgervis, getað lagt fyrir sig nánast hvaða grein sem er, en af með- fœddri hógværð gerir hann lítið úr því. Eins og margir vita eru Breiðafjarðareyjar sagðar óteljandi eins og Vatns- dalshólar og vötnin á Tvídægru. í mörgum til- fellum er erfitt að skilgreina hvað telja skuli sjálfstæða eyju, en sjávar- föll eru hvergi meiri við landið en við innanverðan Breiðaijörð og sjáv- arstaða getur skipt máli við talningu. Líklega mætti þó ætla að talan sé ná- lægt þremur þúsundum. Þar af munu vera um 50 eyjar sem byggðar hafa verið, sumar um skamman tíma, aðrar samfellt frá landnámstíð fram á 20. öld. Þær óbyggðu tilheyrðu ýmist þeim byggðu sem úteyjar eða jörðum á fastalandi, sumar allstórar en hólmar og flögur í meirihluta. Víða verður gengt um stóra eyja- og hólmaklasa á Qörum. Löngum var allijölniennt í eyjun- um og blómlegt mannlíf þegar lífs- baráttan snerist um matföng að miklu leyti, en þeirra mátti afla í eyj- unum á fjölbreyttari hátt en víða ann- ars staðar. Eyjarnar voru sagðar mat- arkista vegna fiskifangs, selalátra, fuglatekju og jarðargróða. Nú er þó aðeins föst búseta í tveimur eyjum, Flatey og Skáleyjum. Segja má að þar standi nú leifar Flat- eyjarhrepps þar sem íbúar voru um 400 talsins í byrjun 20. aldar. Ur eyjunum blasir við augum víð- ari fjallahringur en annars staðar ger- ist. Úr Skáleyjum séð er ijallsendinn Skor lengst í vesturátt og síðan norð- urströnd Breiðaijarðar, allt að Gils- ijarðarbotni; fyrst Barðaströnd að Vatnsfirði síðan nes og firðir Múla- sveitar, Gufudalssveitar og Reyk- hólasveitar, eins og þetta hét áður en sameining hreppa kom til sögunnar. Skarðsströnd blasir við í suðaustri og síðan Snæfellsnes- fjallgaróur í suðri þar sem jökulinn ber við loft. Skáleyjar liggja innstar Vestureyja, um 10 km undan landi og um 15 km norðaustur frá Flatey. Þær tilheyra eyjaklasa sem nefnist Inneyjar og eru um 160 talsins ásamt miklum skerja- og ijörusvæðum. Þarna voru oftast fleiri en einn ábúandi auk húsmanna en forfeður núverandi ábúenda hafa setið hluta jarðarinnar samfellt síðan um 1820. Sú ætt mun þó koma þar miklu fyrr við sögu. Frá árinu 1977 hafa bræðurnir Eysteinn Gísli og Jó- hannes Geir búið í Skáleyjum en for- eldrar þeirra Gísli Einar Jóhannesson og Sigurborg Ólafsdóttir létu þá af búskap sem þau höfðu stundað um hálfrar aldar skeið. Þarna er búið með sauðfé sem að mestu gengur á fastalandi yfir sumartímann, naut- gripir eru til heimilisnota og kart- öflurækt stendur á gömlum merg eyjabúskaparins. Dúntekja er allgóð og vorkópaveiði til mikilla nytja áður. Selnum hefur þó stórfækkað og markaður fyrir selskinn lítill miðað við það sem áður var. Með tilkomu þörungaverksmiðjunnar á Reykhól- um varð þangöflun á ljörum breiðfir- skra bújarða að nýrri búgrein, ekki síst á eyjajörðum eins og Skáleyjum. Við erum komin í heimsókn í Skál- eyjar og erindið er að kynnast fram- andi eyjalífi og ræða við Eystein um lífshlaup hans. Það sem vekur fyrst at- hygli aðkomumanns er fallegt málfar bræðranna Eysteins og Jóhannesar. Orðin mætti höggva í stein „Ég held að ég sé ekki betur máli farinn en almennt gerðist hér um slóðir eða yfirleitt í sveitum. Oft heyrast á ljósvakamiðlunum viðtöl við óskólagengið alþýðufólk, jafnvel háaldrað, sem talar lýtalaust gullald- armál, kann með öðrum orðum ekki annað tungutak. Um Ólínu Andrés- dóttur skáldkonu, sem var upprunnin hér í eyjunum, sagði Sigurður Nordal að hvert hennar orð mætti höggva í stein. Vel má vera að fólkið hér í eyj- unum hafi talað gott mál þegar ég var að vaxa úr grasi og þá var allt út- varpsefni til fyrirmyndar á þessu sviði. Það hefur óneitanlega breyst og stundum er ég gáttaður á málfari fólks sem kemur í útvarp og ryður út úr sér orðaleppum eins og það eigi lífið að leysa - ég meina - þú veist - og hérna - sem sagt og svo framveg- is. Hitt skal hinsvegar ekki vanþakk- að að margt af föstu starfsfólki út- varps og sjónvarps talar góða og fal- lega íslensku.“ Áhrif gamalgróinnar menn- ingar Eysteinn er fæddur í Skáleyjum 30. september 1930, næstelstur sjö systkina sem öll eru á lífi en þau eru Ólína Jóhanna, María Steinunn, Ásta Sigríður, Jóhannes Geir, Kristín Jak- obína og Ólafur Aðalsteinn. „Faðir minn var hér upprunninn og forfeður hans í marga liði. Mamma var sömuleiðis af eyjabændum kom- in, óslitið aftan úr öldum. Við systkinin dreifðumst hinsvegar eins og nýir tímar gera ráð íyrir. Á tímabili vorum við til dæmis búsett í Stykkishólmi, Borgarfirði, Kópa- 246 Heima er bezt

x

Heima er bezt

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.