Heima er bezt - 01.07.2001, Qupperneq 7
Foreldrar Eysteins, Sigurborg
Ólafsdóttir og Gísli Einar
Jóhannesson.
vogi, Flatey, Patreksfirði, Flat-
eyri og ísafirði. Þá sagði ég
stundum í gamni að það væri
eins og okkur hefði verið
skvett til beggja handa heiman
úr Skáleyjum.
Eg held að ég geti sagt að við
höfum alist upp undir áhrifum
gamalgróinnar menningar sem ríkt
hafði, á ýmsum sviðum, um langt
skeið í Flateyjarhreppi. Búskaparhættir
fastmótaðir af aðstæðum eyjanna og áhrifa frá menning-
arskeiði Flateyjar gætti á margan hátt. Foreldrar okkar
voru samhent og höfðu mótast af samskonar uppeldi og
lífsreynslu. Þau voru afar umhyggjusöm, en hörð lífsbar-
átta og sífellt annríki olli því að umönnun barna kom að
nokkru leyti í hlut Maríu föðurömmu okkar. Hún var þá
orðin roskin kona, en hafði búið hér alla ævi. Hún var
þannig gerð að börn og þeir sem höllum fæti stóðu í til-
verunni hændust að henni. Ég hef litið þannig á að það
orð hafi farið af henni víðar en meðal hennar nánustu. Til
marks um það hef ég meðal annars litla sögu um gamlan
mann uppi á landi. Ekki voru þau amma nákunnug. Þegar
hann var gamall orðinn og hjálparþurfi átti að fara að
senda hann á stofnun til aðhlynningar en hann brást reið-
ur við og heimtaði að fá heldur að fara til Maríu í Skál-
eyjum.
Heimilisfólk var stundum allmargt, ungir og gamlir,
skyldir og vandalausir. Föðursystkini mín, sem voru all-
mörg, vitjuðu gjarnan æskuheimilis, einkum rneðan
amma lifði og margt fleira af fyrrverandi heimilisfólki.
Þá var ekki hjúahald úr sögunni né sveitarómagar. Kristín
föðursystir mín, sem var kennari norður á Hornströndum
og síðar í Skutulsfirði og á ísafirði, var hér alltaf á sumr-
in og eftir að amma var orðin hjálparþurfi vegna elli ann-
aðist hún móður sína þegar hún var heima í Skáleyjum.
Börnin ekki iöjulaus
Ekki þótti við hæfi að börn gengju iðjulaus eftir að þau
gátu farið að hjálpa til enda verkefni næg. Systur mínar
hjálpuðu til innanhúss og stundum við strákarnir líka. Þá
var ekki komið rafmagn og mikið notaður heimafenginn
eldiviður. Við hjálpuðum til á vorin við að flytja sauða-
taðið á þurrkvöll, þurrka það, hreykja því og koma síðan
í hús fyrir haust. Talsvert var gert af klíningi úr kúamykju
eftir að snjóa leysti á vorin. Þá var mykjunni ekið úr fjósi
jafnóðum og hún féll til, út á túnbala. Notaðir voru svo-
kallaðir klíningsspaðar með blaði úr hvalbeini og hallandi
löngu skafti. Mykjunni var skammtað í litlar dellur og
þær klappaðar flatar með spöðunum. Þegar þær þornuðu
var þeim snúið og síðan staflað fullþurrum í eldiviðarhús
ásamt sauðataðinu. Klíningur logaði vel og var notaður til
Eysteinn og Ólína systir
hans ung að árum.
Eysteinn og Jóhannes
uppkveikju en gaf ekki
mikinn hita. Fleira var
notað svo sem þurrt
þang en ekki var það
vinsæll eldiviður. Mó
þurfti að flytja í eyjar af
landi og kol úr kaup-
stað. Að gera klíning á
vorin var kallað að gera
úr og var það verk barna
og unglinga og stundum eldra fólks. Það var oft mikið
umstang og erill við féð vegna beitarnýtingar og
sjávarhættu. Daglegar smalamennskur um stórstrauma
á haustin og útbeit á vetrum. Beitilandið var hólmaklasar
og fjörur.
Sömuleiðis var kúapössun á sumrin og var þetta gjarn-
an verkefni unglinga og krakka. Aldrei var erillinn meiri
en við sauðburð á vorin áður en búið var að flytja féð til
lands. Ekki voru allir gamlir þegar þeir fóru að taka þátt í
dúnleitum á vorin og strákar í selalögnum og öðrum sjó-
ferðum, t.d. hrognkelsaveiðum. Þá má nefna ávinnslu og
hreinsun túna, garðyrkju með tilheyrandi martröð arfa-
pillingar en ekki síst heyskapinn á túni og í úteyjum.
Hann stóð að jafnaði fram undir leitir og landferðir. í öllu
þessu tóku unglingar þátt jafnóðum og þeir uxu úr grasi
og ekki má gleyma vatnsburði úr brunnum í bæ og gripa-
hús. Það skal fúslega játað að ekki voru öll þessi störf
vinsæl né unnin af áhuga en þetta þótti sjálfsagt og eng-
inn möglaði enda þeir fullorðnu sífellt önnum kafnir sem
fyrirmyndir fyrir þá yngri.“
Krakkarnir komu saman í rökkrinu
Þegar Eysteinn var að alast upp voru sex heimili í Skál-
eyjum í einu.
„Það voru bæði bændur með ábúð og húsmenn. Þannig
hafði þetta verið lengi. Húsmennirnir áttu sín heimili,
nokkrar kindur í kofa, kartöflugarð og gjarnan bát. Þeir
voru að heiman til sjós eða í kaupavinnu, stunduðu smíð-
ar og annað sem til féll. Fengu mjólk hjá bændum og j
Heima er bezt 247