Heima er bezt - 01.07.2001, Síða 9
Reyndar var þó ekki alveg úr sögunni að heimilin önn-
uðust sjálf barnafræðslu að stórum hluta en börn mættu
til prófs á vorin.
Auk þess kannaði presturinn lestrargetu barna þegar
hann húsvitjaði árlega.
Heimildir greina frá því að snemma hafi alþýðufræðsla
þótt góð í Flateyjarhreppi, fyrir áhrif frá Flateyjarframfar-
arstofnun og metnaður hafi verið fyrir hendi á því sviði.
Stundum voru fengnir heimiliskennarar þangað sem
heimili voru barnmörg, íyrir daga fræðslulaga. Ymsir
sinntu þá barnafræðslu á heimilum með góðum árangri.
„Pabbi hafði sem ungur maður verið einn vetur á lýð-
skólanum í Askov á Jótlandi og var stundum að kenna
ungu fólki hér heima á tímabili, einnig okkur systkinun-
um.
Sveinbjörn Guðmundsson var farkennari hér í hreppn-
um um árabil þegar ég var innan við fermingu en aldrei
var ég hjá honum annars staðar en hér í Skáleyjum. Á
vorin var gengið undir próf þar sem séra Sigurður Hauk-
dal í Flatey var prófdómari.
Stundum var börnum safnað saman í þau próf og ég
mun hafa verið sjö ára þegar ég mætti þar fyrst til leiks í
Svefneyjum. Það fannst mér mikil heimsreisa og ný lífs-
reynsla. Eg tók síðan fullnaðarpróf 12 ára sem var leyfi-
legt, ef vissum árangri var náð. Mér fannst ég auðvitað
vera búinn að læra allt sem máli skipti og þyrfti ekki á
frekara námi að halda! Mest af þeim lærdómi var fengið
á heimili okkar, en að hluta til hjá Sveinbirni Guðmunds-
syni farkennara. Sveinbjörn var bóndasonur úr Skáleyj-
um. Hann var búfræðingur frá Ólafsdal, hafði flutt austur
á land og starfað við ýmislegt þar, m.a. töluvert við
barnakennslu. Hann kom aftur heim í eyjar, miðaldra
maður með konu og börn, stundaði barnakennslu o.fl.
Sveinbjörn var stórfróður maður og laginn kennari sem
gaman var að læra hjá. Eg held að hann hafi átt sinn þátt í
því að ég fékk áhuga fyrir að fara í bændaskóla. Og mér
fannst það alveg geta komið til greina þegar löngu seinna
var falast eftir mér til að kenna ungmennum, að búfræð-
ingur ætti að geta það - eins og Sveinbjörn.
Sá bíl í fyrsta sinn
Töluvert var um það þegar ég var krakki, að fólk að
sunnan dveldist heima í Skáleyjum á sumrin, meðal ann-
ars krakkar í sveit.
Margt frétti maður þá um undur og stórmerki Reykja-
víkur auk þess sem útvarp, blöð og bækur höfðu frá að
segja. Hjá mér þróaðist sú hugmynd um höfuðborgina að
þar væri allt glæsilegt og fullkomið eins og í himnaríki,
skartbúið fólk í skínandi höllum, stundandi fátt annað en
akstur lúxusbíla um fáguð stræti og fögur torg, stundaði
veitingahús, leikhús og bíó. Reyndar breyttu fréttir stríðs-
og hernámsára nokkuð þeim hugmyndum og heimkomnir
sveitamenn kunnu frá mörgu ófögru að segja af „ástand-
inu“ og ýmsu sukki og svínaríi í bænum. Samt varð það
mér hálfgert áfall að sjá drauma- og ævintýraborgina í
fyrsta sinn þegar ég var 14 ára. Þá fór ég snemma vors
Skáleyjar um miðja síðustu öld.
með Súðinni suður, úr Flatey. Sú ferð tók nokkra daga
með viðkomu á höfnum og mótvindi á Faxaflóa. Gamla
Súðin fór sér ekki óðslega við þær aðstæður og farþegar
sögðu: „Hún spásserar rólega sú gamla núna“. Við kom-
um við í Stykkishólmi þar sem vörubílar fluttu vörur að
og frá skipshlið. Ég hafði aldrei séð bifreið áður.
Góður frændi tók á móti mér á hafnarbakkanum í
Reykjavík. Við gengum þaðan upp á Lækjartorg og tók-
um þar strætisvagninn „Njálsgata- Gunnarsbraut“ austur í
bæ. Það var mín fyrsta bílferð í lífinu og mér fannst hún
allglannaleg. Hvernig var hægt að þjóta á þessum hjóla-
tíkum um þröngar götur án þess að allt rækist saman?
Tilfinningin var fyrir bátunum heima í eyjum sem þurfa
sitt svigrúm og stöðvunarpláss.
En Reykjavík fannst mér ekki í samræmi við það sem
ég hafði vænst. Hún var grá en ekki hvít. Hemáminu var
að ljúka og kolryðguð braggahverfi um allt, holóttar göt-
ur með drullupollum nema rétt í miðbænum. Þetta var
snemma vors, fósturjörðin ekki farin að taka lit og jafna
sig eftir vetur né Reykjavík eftir nokkurra ára hersetu. En
borgin var tekin að þenjast út með áður óþekktum hraða.
Strákar þaðan sem höfðu verið í sveit heima og frætt mig
um borgina, höfðu sagt mér að svokölluð Hringbraut lægi
í hálfhring umhverfis hana frá strönd til strandar. Seinna
fékk annar endi þess hálfhrings reyndar nafnið Snorra-
braut sem er önnur saga. Mér fannst að þetta væri mjög
heppilegt fyrirkomulag og varð fyrir vonbrigðum að sjá
Norðurmýri og önnur hverfi farin að teygja sig um all-
ar trissur. Stundum finnst mér enn í dag að aldrei hefði
átt að sleppa Reykjavík lausri út fyrir Hringbrautina!“
Sáum meistarann sjálfan í Hnitbjörgum
Frændfólk og kunningjar vildu sýna Eysteini sem mest þá
fáu daga sem hann dvaldi í Reykjavík.
„Þar á meðal var jafnaldri rninn, sem sendur hafði verið í
sveit í Skáleyjum, úr spillingu hersetinnar borgar. Fátt
langaði mig eins mikið til að sjá og Hnitbjörg, þar sem
undramaðurinn Einar Jónsson bjó með sínum frægu og
yfirnáttúrlegu listaverkum. Þau þekkti ég af myndum og
Heima er bezt 249