Heima er bezt


Heima er bezt - 01.07.2001, Side 14

Heima er bezt - 01.07.2001, Side 14
okkar ágætu læriraeistara sem flestir voru menntaðir í bú- vísindum úti í löndum. Þeir voru þess megnugir að koma á vísi að háskólanámi í búfræði, þ.e. framhaldsdeild á Hvanneyri sem nú er orðin að landbúnaðarháskóla. Reyndar naut deildin frá upphafi liðsinnis kennara sem komu að sunnan og kenndu ákveðin fög tímabundið. En fastir kennarar við bændaskólann á þessum árum voru eftirtaldir: Guðmundur Jónsson, sem hafði lengi verið kennari við skólann og síðan skólastjóri, kenndi aðallega jarðræktar- fræði en nokkrar greinar að auki. Góður kennari og prúð- menni. Stjórn hans á skólanum einkenndist af lipurð fremur en þeim skörungsskap sem stundum áður hafði þótt ríkja á Hvanneyri. Stofnun framhaldsdeildarinnar mun þó hafa verið hans verk fyrst og fremst. Haukur Jörundarson var lengi kennari á Hvanneyri og kenndi m.a. grasafræði, stærðfræði, byggingafræði, vél- fræði, eðlisfræði og fleira. Stórfróður um margt en gekk ekki alltaf hart eftir árangri nemenda. Þeir áttu dálítið undir sjálfum sér hver árangur varð. Gunnar Bjarnason kenndi margar námsgreinar og not- aði að stórum hluta bækur sem hann hafði tekið saman sjálfur. Þar var um að ræða búijárfræði, arfgengisfræði og búnaðarsögu, en einnig íslensku, dönsku og fleira. Gunn- ar var mikill eldhugi og átti til að láta gamminn geysa, slá á létta strengi við okkur strákana og líta á það sem okkar mál hvort við reyndum að læra eða ekki. Hann á merkan þátt í búnaðarsögu landsins sem hrossaræktarráðunautur, og gerði íslenska hestinn frægan og eftirsóttan úti í heimi. Stefán Jónsson mun hafa verið aðalkennarinn við fram- haldsdeildina á þessum árum en kenndi okkur hinum efnafræði, líffærafræði og lífeðlisfræði. Hann var í miklu áliti sem kennari og gekk eftir því að nemendur lærðu. Ellert Finnbogason var ekki búfræðingur en kenndi lengi á Hvanneyri leikfimi, sund, smíðar og stærðfræði. Hann rak ennfremur bú á Bárustöðum í Andakíl og var sem einn af oss í knattspyrnu og fleiru ef svo bar undir. í verklega náminu má nefna til sögunnar, auk framan- talinna Guðmund Jóhannesson ráðsmann, sem var rnikill hugvits- og uppfinningamaður, íngólf Magnússon fjósameistara, Björn á Arkarlæk, að ógleymdri blessaðri kvenþjóðinni sem stjórnaði okkur stundum við innanhúss skyldustörf, svo sem þrif og uppþvotta. Ymsir góðir gestir heimsóttu skólann að jafnaði með erindi, myndasýningar og þess háttar og árlegur viðburð- ur var heimsókn Axels Andréssonar knattspyrnukennara, sem hélt námskeið í framhaldsskólum úti um lands- byggðina að vetrinum. Axel var maður af léttasta skeiði en svo áhugasamur og hávær að stappaði nærri harð- stjórn. Samt svo vinsæll að ekki dugði minna en kveðju- hóf með ræðuhöldum í hvert sinn sem námskeiði lauk. En í sambandi við ræðuhöldin má geta þess að skóla- stjóri var mjög áhugasamur og hvetjandi um það að nem- endur þjálfuðust í því að tala á fundum í anda ungmenna- félaganna. í því skyni störfuðu þrjú málfundafélög í skól- Systkinin frá Skáleyjum, Jóhannes Geir, Kristín Jakobina, María Steinunn, Asta Sigríður, Olína Jóhanna, Eysteinn Gísli og Olafur Aðalsteinnfyrir aftan. anum sem áttu að hjálpa nemendum af stað í þeim efn- um. Þar voru á vikulegum fundum tekin fyrir ákveðin mál sem rædd voru, sótt og varin og voru stundum fyrsti vettvangur tilvonandi þjóðskörunga á pólitíska sviðinu. Oft hefur það komið fram að Hvanneyrardvölin hefur orðið mörgurn eftirminnileg og reynst hollt veganesti fleirum en verðandi bændum. Við kennslu á Reykhólum og Flateyri Þegar ég útskrifaðist frá Hvanneyri vorið 1953, fór ég heim í Skáleyjar og var þar viðloðandi næstu árin. Þá var fólk í óðaönn að yfirgefa eyjar og nágrannabyggðir í van- trú á framtíð þeirra. Þó reyndu góðir menn og fastheldnir að hefta þann flótta. Areiðanlega vafðist fyrir mörgu ungmenni hvað gera skyldi og oft varð niðurstaðan sú að fara að heiman og afla fjár til að bæta aðstöðu síðar heima. Ekki áttu þau alltaf afturkvæmt. Mörgum var þó lítt að skapi að hopa af hólnti og tóku ótrauðir fullan þátt í ræktun og uppbygg- ingu sem ekki kom þó alltaf að tilætluðum notum. Eg reyndi að vera með í þeirri viðleitni og ýmislegt var gert heima sem til framfara og þæginda horfði á þeim tíma. Vorið 1958 varð það úr að ég þáði boð Sigurðar Elías- sonar tilraunastjóra á Reykhólum og vann þar um skeið, einkum við jarðræktartilraunirnar sem þar voru stundað- ar. Þá tóku sig til áhugamenn um að efna til unglinga- skólahalds þar og ýmsir fengnir til starfa. Eg var meðal annars settur í það að kenna strákum smíðar en við þær hafði ég nokkuð fengist frá því ég var í Handíðaskólan- um. Einhverjum líkaði þetta vel og töldu hollt fyrir æsku- fólk að læra fleira en það bóklega. Reyndar kenndi ég bókleg fög líka. Bróðir minn hafði lokið skólavist á Hvanneyri og var orðinn þátttakandi í búskapnum heima en leið mín lá nú annað. A áramótum 1961-62 fór ég í Króksfjarðarnes og 254 Heima er bezt

x

Heima er bezt

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.