Heima er bezt


Heima er bezt - 01.07.2001, Blaðsíða 20

Heima er bezt - 01.07.2001, Blaðsíða 20
„Eiginlega höfðum við œtlað að raka okkur og pússa vel fyrir utan túngarðinn, en þó ekkert verði nú af rakstrinum greiðum við okkur, strjúkum framan úr okkur, förum úr skónum og nuggum moldina af þeim og buxunum okkar, skiptum um sokka og reynum yfir- leitt að líta eins þokkalega út og hœgt er. “ Á Mýri bjó þá ekkjan Aðalbjörg Jónsdóttir (f. 1888, d. 1943) með syni sínum og tengdadóttur og fleiri börn hennar voru á heimilinu. „ Og hér mætir okkur hin íslenzka gestrisni í sinni dýpstu og bestu mynd, Fyrst sjáum við andlit í gluggum, svo hverfa þau og þegar við komum á hlaðið kemur eldri kona út úr húsinu og gengur brosandi á móti okkur. - Komið þið sælir, segir hún, gjörið svo vel og gangið í bœinn, ég skal koma með mjólk handa ykkur á meðan þið bíðið eftir matnum. Svo skulu verða til rúm handa ykk- ur. “ Klukkan er ellefu um morguninn og við sofum allan daginn, nema til að þiggja mat og drykk. Aðalkafli ferð- arinnar er á enda og ég vildi fyrir hönd mína og félaga minna, enda með þessum orðum: Guð blessi fólkið á Mýri. “ Jú, það var vissulega gott að komast til byggða eftir margra klukkutíma göngu. Líklega höfðum við fengið okkur fullsadda af hálendinu í bili. Þarna á Mýri sáum við geitur í fyrsta skipti á ævinni. Um kvöldið var kjöt á borðum sem við höfðum aldrei smakkað áður og svona okkar á milli giskuðum við á að líklega væri það af gæs en svo kom í ljós að það var kiðlingakjöt. Þarna sáum við líka mjög sérstakan þurrkhjall sem unnin var úr grönnum trjástofnum og eða greinum sem sóttar höfðu verið í næsta nágrenni. Eftir góða dvöl á Mýri riðum við í fylgd Jóns Jónssonar bónda (f. 1908 - ) að Mývatni. Þrír okkar voru ferjaðir yfir Skjálfandafljót en ég reið, enda vanur hestum. Við skoðuðum Aldeyjarfoss, þáðum veitingar í Víðikeri og enduðum á Skútustöðum en þar tók á móti okkur séra Hermann Hjartarson (f.1887, d. 1950), minnisstæður maður, hlýlegur og greiðvikinn. Um kvöldið voru þar aðrir ferðalangar og séra Hermann spurði þá hvaðan þeir væru að koma og þeir sögðust hafa gengið á Hverfjall (Hverfell). Þá spurði prestur, benti á okkur og svaraði svo sjálfum sér: - Hvaðan haldið þið nú að þessir séu að koma? Jú, þeir komu gangandi norður yfir Sprengisand! Hvorki meira né minna! Svo skipulagði hann fyrir okkur næsta dag þannig að við gætum skoðað sem mest af Mývatni og umhverfi þess áður en við legðum af stað til Akureyrar með rút- unni. Séra Hermann lét vekja okkur snemma um morguninn svo við næðum að Geiteyjarströnd vel fyrir hádegi og gætum skoðað Dimmuborgir á meðan bóndinn vitjaði um silunganetin. Þetta gekk eins og fyrir var lagt. Við borð- uðum svo þennan flna silung á Geiteyjarströnd eftir að hafa gengið um Dimmuborgir í fylgd drengs frá bænum. Eftir matinn reri bóndinn með okkur út í Slútnes og svo áfram til Reykjahlíðar. Séra Hermann á Skútustöðum hafði búið svo um hnútana að rútubílstjórinn frestaði brottfor um tvær stundir, enda fáir farþegar, svo við gæt- um skoðað sem mest þennan stutta tíma sem við áttum við Mývatn en næsta ferð til Reykjavíkur var ekki fyrr en eftir 2-3 daga. Framhald á bls. 281 260 Heima er bezt
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Heima er bezt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.