Heima er bezt - 01.07.2001, Síða 21
Verkin lofa meistarann
Ekki man ég nú lengur nákvæmlega hvenær ég
heyrði fyrst getið urn Ríkarð Jónsson myndlistar-
meistara. En ég var þá enn barn að aldri. Ég var að
fletta tímariti, mig minnir að það hafi verið Iðunn hans
Arna Hallgrímssonar, eða kannski Eimreiðin, ekki til
þess að lesa heldur til að skoða myndir, sem í ritinu voru.
Og viti menn. Þarna voru þá myndir af nokkrum verkum
Ríkarðs Jónssonar. Það voru myndir af fólki, dýrum, bæj-
um, amboðum og öðrum búshlutum. Og allt var þetta svo
lifandi og eðlilegt, að mér fannst það vera veruleikinn
sjálfur en ekki bara myndir af honum.
Ég var lengi að skoða þessar myndir. Auðvitað bar ég
ekkert skynbragð á þá list, sem ég hafði þarna fyrir aug-
unum, en ég hreifst af henni. Og sá, sem hrífur barnshug-
ann, með hvaða hætti sem það gerist og hvaða atvik sem
til þess liggja, er listamaður.
Ekki hvarflaði það að mér á þessari stundu að ég ætti
eftir að kynnast höfundi þessara verka. Svo fór þó, og
kom mér þá ósjaldan í hug að ef til vill væri listamðurinn
sjálfur mesta listaverkið.
Ég eignaðist marga góða félaga í Héraðsskólanum á
Laugarvatni á sínum tíma. Meðal þeirra voru nokkrir
Reykvíkingar. Þá sjaldan það bar við að ég kom til
Reykjavíkur næstu árin eftir Laugarvatnsdvölina, leitaðist
ég við að hafa samband við þá.
Einn þessara skólafélaga minna var Björg, dóttir Rík-
arðs Jónssonar.
Góðviðriskvöld eitt var ég á gangi yfir Tjarnarbrúna og
mæti ég þá ekki Björgu. Er ekki að orðlengja það að inn-
an stundar sat ég inni í stofu í húsi við Grundarstíginn hjá
listamanninum er gerði verkin sem myndirnar í tímaritinu
voru af, Ríkarði Jónssyni.
Þannig hófust kynni okkar Ríkarðs Jónssonar. Þau átti
ég að þakka henni Björgu og veri hún blessuð fyrir. Þessi
kynni áttu eftir að verða býsna mikil og þó umfram allt,
ákaflega skemmtileg og góð.
Ríkarður Jónsson var Austfirðingur að ætt og uppruna,
fæddur að Tungu í Fáskrúðsfirði, 20. september 1888.
Faðir hans var Jón Þórarinsson, bóndi á Núpi á Beru-
ijarðarströnd, Ríkarðssonar Long, enskrar ættar.
Móðir Ríkarðs var Olöf Finnsdóttir Guðmundssonar
bónda í Tungu í Fáskrúðsfirði.
Ættmenn Ríkarðs voru hagleiksmenn miklir, gæddir
listrænum hæfileikum og íjölþættum gáfum. Átti hann
því ekki langt að sækja listhneigð sína, enda varð hennar
snemma vart í fari hans.
Magnús H. Gíslason
Sautján ára gamall fór hann til
Reykjavíkur, með aðstoð góðra
manna, austur þar, sem töldu sig sjá
hvað í drengnum byggi, og hóf tréskurðarnám hjá sýsl-
unga sínum, Stefáni Eiríkssyni, myndskera.
Þremur árum síðar lauk hann prófi í myndskurði, fyrst-
ur Islendinga.
I sveinsbréfinu er komist svo að orði um prófsmíðina
„spegilinn hans Ríkarðs,“ að hún sé „aðdáanlega af hendi
leyst.“
Miklum áfanga var náð en engu lokamarki. Tvítugur að
aldri hvarf Ríkarður til Kaupmannahafnar til frekara
náms í list sinni. Fararefnin voru einar 300 krónur.
Fljótlega komst hann í kynni við Einar Jónsson mynd-
höggvara, sem kenndi honum endurgjaldslaust undirstöðu-
atriði myndhöggvaralistarinnar. Síðan lá leiðin í Listahá-
skólann, þar sem hann stundaði nám í hálft sjötta ár.
Nám sitt varð Ríkarður sjálfúr að kosta nema hvað Al-
þingi veitti honum eitt sinn 300 króna námsstyrk. Hlaut
hann því að vinna hörðum höndum með náminu. Var
m.a. verkstjóri í tréskurðarstofu, teiknaði skraut á bún-
inga fyrir Konunglega leikhúsið, svo að eitthvað sé nefnt.
Meðal ijölmargra sem Ríkarður kynntist á námsárum
sínum í Kaupmannahöfn, var myndskurðarmaður,
Charles nokkur Ibsen að nafni. Hann var málhaltur og
hafði auk þess gallaða sjón. Þessa fötlun notaði vinnu-
veitandinn sem afsökun fyrir því að greiða Ibsen lægra
kaup en öðrum. Ríkarður beitti sér fyrir því að úr þessu
ranglæti væri bætt og fékk því framgengt.
Ibsen gleymdi ekki þessum greiða íslendingsins og arf-
leiddi Ríkarð síðar að öllum sínum tréskurðaráhöldum.
Þetta atvik lýsir Ríkarði Jónssyni ákaflega vel og sýnir
glöggt það hugarfar sem hann bar jafnan til þeirra er
rninna máttu sín. Kom það raunar fram í dagfari hans öllu
og samskiptum við aðra. Viðhorf hans til mannfélags-
mála mótaðist af því „að vernda æ hin lægri garð.“
Árið 1914 kvæntist Ríkarður Maríu Ólafsdóttur frá
Dallandi í Húsavík eystra, mikilli myndar- og mannkosta-
konu. Þá voru þau í Kaupmannahöfn en fluttu heim sama
ár. Stóð heimili þeirra í Reykjavík upp frá því, nema árin
1920-23, er þau dvöldust eystra.
Börn þeirra hjóna voru fjögur. þrjár dætur og einn son-
ur, Már, sem þau misstu ungan. Var hann þá orðinn arki-
Heima er bezt 261