Heima er bezt


Heima er bezt - 01.07.2001, Page 25

Heima er bezt - 01.07.2001, Page 25
ógreinilega suður á Skipsnes, en það mundi ekkert saka en búast mátti við að það mundi dimma snemma um þetta leyti árs. Klukkan tæplega þrjú höfðum við komið síldarmjölspok- anum fyrir í bátnum og var það góð barlest. Hress og kát kvöddum við Neshjónin sem óskuðu okkur góðrar ferðar. Dúnalogn var er við ýttum frá landi og rerum meðfram Nesbjörgunum. Allt í einu heyrðum við hvin mikinn og á sama augnabliki skall á ofsarok og regnslitringur. Vindur- inn var af suð-suðvestri og því mikið á móti, suður á Skipsnes. Fjórir karlmenn voru undir árum en samt unn- um við ekki á móti rokinu. Gunnar í Hnaukum, sem var við stýrið, kom nú til mín og bað mig taka við að stýra, hann var vanur sjómaður og eldri en ég.Taldi hann þetta aumingjaskap af okkur að vinna ekki á móti þessum vindgarra, eins og hann orðaði það. En það varð engin breyting. Við réðum ekkert við bátinn, sjór gekk yfir hann og var eins og fjörðurinn væri eitt sjódrif. Hann rak undan veðrinu þrátt fyrir að mennirnir reyndu til hins ítrasta að halda stefnu á Skipsnes. Þar kom að ákveðið var að láta ráðast hvert bátinn bæri. Var því honum snúið undan veðurofsanum, og nú kom sér vel barlestin í bátnum, annars hefði honum hvolft. Mennirnir sátu þó áfram undir árum. Nú var kominn sjór í bátinn og voru stúlkurnar beðnar að ausa til skiptis. Kom sér vel skjóla, sem Þórarinn í Nesi lánaði okkur, er hann vissi að ekkert austurstrog var í bátnum. Þórarinn var gamall sjómaður frá Djúpa- vogi. Þannig barst nú báturinn undan veðurofsanum og viss- um við ekkert hvert stefndi. En allt í einu bar bátinn nærri upp að eyju einni þarna norður í firðinum. I skjóli norðan við hana rerum við að landi. Drógum bátinn upp í fjöru og gengum tryggilega frá honum. Við þóttumst vita að eyja þessi héti Lynghólmi. Ekkert okkar hafði komið þangað áður.Við vorum mikið fegin að hafa land undir fótum. En vorum við nú vel stödd? A einhverri eyðieyju. Skjól fyrir veðurofsanum var að vísu dágott undir klettum við sjávarmálið. En við vorum hrakin og dösuð eftir þetta háska ferðalag á sjónum. Svo hundblautur var ég, að ég varð að fara úr fotunum og vinda þau, sagði Stefán. Er við höfðum verið þarna um stund, datt okkur Krisni bróður mínum í hug að fara og kanna eyjuna, at- huga hvort ekki væri kofi þar einhversstaðar. Og það bar vel í veiði því við rákumst þarna á lítinn kofa og lifnaði nú yfir okkur. En er við litum inn, brá okkur í brún. Kofinn míglak og á kofagólfinu var forardrulla. Við snerum því strax frá aftur og sögðum krökkununr að hvergi væri skjól að hafa nema þarna í flæðarmáinu undir klettunum. Utlitið var vægast sagt svart. Við gætum ekki lifað af þar til flóð kæmi nærri undir morgun og þá kannski enn sami veðurofsinn. En hvað var til ráða? Til að halda á okkur hita hlupum við þarna um flæðar- málið í alls konar leikjum. Ef við stoppuðum sótti kuldi og svefn á okkur, enda ekkert verið sofið frá því við fór- um að heiman.“ Eins og flestir vita er austurströnd Islands mjög vogskor- in. Þar eru flestir firðir langir og djúpir, nema sá syðsti, sem er líklega stystur og grynnstur þeirra. Mætti hann nær því kallast stöðuvatn ef ekki væri Melrakkanes-ósinn. Um hann flæðir mikið í stórstraunri og útfyri mikið er fjarar. Alltaf er mikill straumur í ósnum. Út af Melrakkanes-tanganum mætast Hamarsfjörður og Álftafjörður. Útrennsli úr Hamarsfirði er fyrir norðan Þvottáreyjar, um sund þar. Á fjöru koma upp háar eyrar í Álftafirðinum og milli þeirra misdjúpir álar. Var hér áður fyrr farið með net og dregið fyrir í álum þessum og var oft mikil veiði af kola, silungi og smáufsa. Þeir Ásbjörn Pálsson og Elís Þórar- insson höfðu oft farið í „ál“ og voru því vaslinu vanir þarna út og suður af Brimilsnesi, en alltaf var dregið fyrir á stórstraumsfjöru og í sumarhita. Þó stórstraumsfjara væri tók sjórinn í álum þessum sumsstaðar upp undir hendur, en grynnra er vestar dró: „En við vorum alveg ókunnug þarna í firðinum þar sem við vorum nú,“ sagði Stefán. „Eftir að hafa verið þarna í eyjunni ýmist hlaupandi eða skjálfandi og rætt slæmar horfur, datt einhverjum í hug hvort ekki mundi eina vonin til lífs að vaða leirurnar á íjörunni suður í Os- vík, fjörðinn á enda. Þetta mundi mjög erfitt og alls ekki hættulaust, móti stormi, sem þó var farið að lægja og rigningu, svo var líka svarta myrkur, líka sjálfsagt djúpir álar á leiðinni, t.d þar sem Hofsá kvíslaðist um leirurnar. Það sem okkur karlmönnunum fanst mæla gegn því að fara gangandi suður tjöröinn var að ljórar stúlkur voru með í förinni, óvanar hrakningum og ekki nógu vel út- búnar í svona slark og svo voru tvær þeirra rétt komnar yfir fermingu. En ekkert hik var á þeim. Það var því ann- að hvort að duga eða drepast. Svo var heimferðin ákveðin og lagt af stað.“ Líklega hafa þeir Ásbjöm Pálsson og Elís Þórarinsson tek- ið forustuna, þrekmiklir og vanir hrakningum. Stefhan tekin á Ósvíkina, sem var einhvers staðar út í hríðarsortanum. Það fer engum sögum af þessari einkennilegu ferð suður leirurnar. Sumsstaðar voru alldjúpir álar en nærri þurrar leimr á milli. Það sem þau helst þurftu að varast, var að villast ekki af leið, því hvergi var kennileiti og flóðhætta gat orðið þröskuldur á þeirra leið. Ef þau færu of vestar- lega gátu þau lent á svæði þar sem er ökladjúp leirdrulla. Það var margt að varast. Þau höfðu heyrt um slysið er tveir ungir menn frá Múla fóru á litlum báti út í Hró- mundarey. Farið var að fjara er þeir nálguðust eyjuna og lögðu þeir bátnum á eyri er fjarað hafði af. Fóru svo að vinna í skipi sem strandað hafði austan við eyjuna ásamt fleiri mönn- um. Að stundu liðinni tók einhver eftir því að báturinn hafði losnað af rifinu er tók að flæða og rak inn fjörðinn. Hlupu þá piltarnir til og ætluðu að ná bátnum en hurfu skyndilega í djúpið og drukknuðu. Framhald á bls. 2 79 Heima er bezt 265

x

Heima er bezt

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.