Heima er bezt


Heima er bezt - 01.07.2001, Síða 27

Heima er bezt - 01.07.2001, Síða 27
Ji síröndinni Haganesvík og Neðra-Haganes 1942. Hver kannast ekki við þau áhrif frá umhverfi bernsk- unnar þegar þau streyma fram eins og ljúfur blær gegnum hugann og renna saman í einhvers konar mynd? Á góðri stund kemur fyrir að manni er íyrirvaralítið kippt inn í fortíðina á þennan hátt, og slík var reynsla greinarhöfundar á ferða- lagi með ijölskyldunni norður í Haganesvík fyrir nokkrum árum. Sólheitir sumardagar í kyrrð norð- ursins eiga sér fágæta töfra sem óvíða er að finna annars staðar. Einn þessara daga höfðum við stutta viðdvöl á gamla bæjarstæðinu í Neðra-Haganesi, æskuheimili mínu fyrir meira en hálfri öld. En nú voru þar engin húsakynni lengur sjáanleg, en þrátt fyrir það reyndi ég að bregða upp skyndimynd fyrir samferðafólk- inu af því mannlífi sem þarna þróað- ist fyrir miðbik tuttugustu aldarinnar. Það getur stundum verið lærdóms- ríkt að nema staðar í lífsgæðakapp- hlaupi nútímans og láta hugann reika til hinna löngu horfnu ára, því ekki verður sagt að veröldin hafi hossað foreldrum mínum hátt, og öryggis- leysið stundum setið þar í fyrirrúmi, en þrátt fyrir það var ég hamingju- samt barn í uppvextinum. Bærinn í Neðra-Haganesi var tveggja herbergja torfbær, með gripahúsum bakatil, sem öll stóðu á litlum hól á þýfðum túnbletti, örstutt frá háum sjávarbakka norður við ysta haf, í Fljótum. Bæjarstæðið í Neðra-Haganesi var rómað fyrir víðsýni og sást þaðan til á þriðja tugs bæja í sveitinni. Bæjar- þilin horfðu til sjávar vestur yfir Haganesvík. Á björtum sumarnóttum brann eldur miðnætursólarinnar á litlu baðstofugluggunum frá geisla- braut norðurhafsins, svo að lesbjart var um lágnættið, meðan landþeyrinn vaggaði puntinum á grænni bæjar- þekjunni. Á malargranda sunnan við túnfót- inn var kauptúnið i Haganesvík, sem samanstóð af húsakosti Samvinnufé- lags Fljótamanna, Veitingaskálanum Vík, gömlu Gránufélagshúsunum og örfáum öðrum húsum, svo og lítilli timburbryggju. Á fimmta áratugnum var mikið umleikis í Haganesvík. Skeiðsfoss- Guðmundur Sœmundsson virkjunin stóð yfir, vegagerð yfir Sigluíjarðarskarð, síldarleitarflug var stundað frá Miklavatni og allir fólks- flutningar með sérleyfisbifreiðum höfðu endastöð í Haganesvík, í sam- bandi við áætlunarferðir póstbátsins frá Siglufirði, allt til ársins 1947. Af þessari upptalningu má ráða að mannlífið í Haganesvík var all fjöl- breytt á þessum tíma, þó að í dag sé þar auðnarlegt yfir að líta, en það er aftur á móti saga um breytta sam- gönguhætti. Af þessu leiddi að mjög gest- kvæmt var í Neðra-Haganesi á þess- um árum og oft var margt um mann- inn á litlu timburbryggjunni við komu rútubílanna, meðan beðið var eftir póstbátnum. Þetta var lífsglatt, ungt fólk og heldri menn með digra vindla, sem allt átti það sameiginlegt að vera á leið í síldarævintýrið á Sigló. Þá var Heima er bezt 267

x

Heima er bezt

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.