Heima er bezt


Heima er bezt - 01.07.2001, Síða 29

Heima er bezt - 01.07.2001, Síða 29
Krakkar og bæjarhús í Neðra- Haganesi. Greinarhöfundur á fyrsta reiðhjól- inu sínu, 1948, með Þór Herberts- syni í Móskógum. sölnað og bleikt, angandi töðuilmur horfinn úr golunni, enda heyskap lokið og taðan komin í hlöðu. Náttúran hef- ur enn breytt um svip, fölvi haustsins genginn í garð enda kornið frant yfir göngur, sláturtíð lokið og sjóróðrar til heimilisnota eru hafnir. Það er kominn nýr gestur í Neðra-Haganesbaðstofu, Jón Guðbrandsson bóndi í Saurbæ. Það var venja Jóns að dvelja hjá okkur í eina til tvær vikur á hverju hausti, milli þess sem hann sótti sjó á fjögurra manna fari, „Bruna,“ sem hann átti og hélt mikið upp á, enda bar báturinn nafn eins landnámsmanns Fljóta, Bruna hins hvíta. Það var undarleg sjón að sjá flugvélina snerta vatnsflöt- inn í hvítri freyðandi rák uns hún stöðvaðist á annars dökkbláu vatninu. Þetta var upphaf síldarleitarflugs þessa unga félags, sem það rak frá Miklavatni í fimm suiuur og kom að nokkru fótunum undir félagið. Eg hafði alltaf gaman af að fylgjast með Stinson-vél- inni, hvort heldur þegar hún hélt í leitarflugið eða kom inn til lendingar og síðar kornu Grumman flugbátarnir til sögunnar, eftir því sem starfsemin jókst. Stundum tóku flugmennirnir daginn svo snemma að fyrsti sólarroðinn var rétt byrjaður að lita Fljótafjöllin þegar flugvélarhreyfillinn upphóf söng sinn og vélin flaug yfir Neðra-Haganesbæinn með miklum gný og hvarf út í morguninn norður af Haga- nesvík. Allt þetta, skip af hafi, bílar á þjóðvegi og flugvélar í lofti, opnuðu ungum strák sýn til hinnar víðu veraldar að einhverju Páll Guðmundsson með hesta sína í Neðra-Haganesi sumarið 1940. leyti. Ef til vill stækkaði heimur minn hvað mest þegar ég fékk að heimsækja síldarbæinn Siglufjörð, í önn athafna- lífsins, sumarið 1948. En sumartíminn í Neðra-Haganesi var ekki alltaf ein- tómur leikur. Að ýmsu varð að hyggja varðandi búskap- inn. Avinnsla á túni, mótak til eldsneytis og heyskapur, en auk þessa stundaði faðir minn smíðar og viðgerðir ýmis konar, svo hann gat minna komið að búskapnum. Og svo var sumarið liðið með allan sinn fyrirgang. Túnið, sem í vor var svo grænt og fallegt, var allt í einu orðið Uppskipun úr e/s Dettifossi, á Haganesvík í ágúst 1944. Nokkrum mánuðum síðar var þessu skipi sökkt af hernaðar völdum. Heima er bezt 269

x

Heima er bezt

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.