Heima er bezt


Heima er bezt - 01.07.2001, Qupperneq 34

Heima er bezt - 01.07.2001, Qupperneq 34
„ Dísarfell “ sambandsins var eitt síðasta vöruflutningaskipið sem hafði viðkomu á Haganesvík. Sjorinn brytur talsvert land i Vikurbotninum og er nú farinn að nálgast gamla veitingaskálann, en þar lá áður bílvegur sjávarmegin og uppsátur fyrir báta, hjallar og sjóbúðir stóðu í röð fyrir einni öld, vestur eftir sjávarkambinum. Þar sem veitingaskálinn var byggður 1944, voru áður beitarhús frá Efra- Haganesi, en þar var einnig talið að skreiðarskemma Hólastaðar hafi staðið fyrr á öldum. Víkurbotninum og stundum er upp- skipunarbátur kaupfélagsins einnig orðinn að flaki í ijörunni. Með vorkomunni mildast blærinn, strýkur um vanga og vekur fólk norðurhjarans til lífsins. Þá er fljót- lega farið að dytta að bátum og veið- arfærum og ýtt úr vör. Hrognkelsa- veiðin er hafin. Grænir rindar gægjast upp úr snjónum og ísa leysir af vötnum. Fuglakliður kveður við úr móanum og mýrinni. Á víð og dreif eru þessir glöðu gestir að búa sig undir hreiður- gerð og æðarfuglinn er sestur í sín varplönd. Brátt er bleikjan gengin að sandíjörunni, þar sem lognaldan gjálfrar nú ósköp sakleysislega og kolanetin hafa verið lögð á Víkinni. Kvöldin eru farin að leggjast undur mild yfir bæinn og það líður að sól- stöðum. Náttúruundur Tröllaskaga eiga sér mörg andlit. Hvíta bárufalda með þungri hljómkviðu brimsins að und- irleik, snæviþakta umgjörð vetrar, bylgjandi norðurljós og tindrandi stjörnur eða Jónsmessan, geislabraut lognkyrra sumarnátta langt norður i hafauðnina. Allt þetta og raunar margt fleira blasti við augum ungs stráks af var- inhellunni í Neðra-Haganesi, fyrir meira en hálfri öld. Sjálfum finnst mér það nokkur for- réttindi að hafa fæðst í torfbæ og inn í gamla bændasamfélagið eins og það hafði tíðkast í þúsund ár og þeim gildum sem þá voru í heiðri höfð. Meðan ég gekk um þessar slóðir með samferðafólkinu hefur eitt æskuárið runnið fyrirhafnarlaust í gegnum hugann. En hér er enginn bær lengur. Neðra-Haganes var af- máð úr bæjartölum á íslandi fyrir hálfri öld. Hamarshöggin úr smiðju Sæmundar bergmála ekki lengur út í kyrrðina á þessum stað og Salbjörg húsfreyja ber ekki lengur kaffi á borð fyrir gesti sína, meðan beðið var komu póstbátsins. Allt er hverf- ult og nú er fyrir löngu sléttað yfir spor síðustu ábúendanna í Neðra- Haganesi. Aðeins gul sóleyjarbreiða á lítilli hæð vísar á gamla bæjarstæð- ið. Það er hljóðlát en falleg kveðja til gestanna sem hér hafa áð, um stund. Arið 1897 var Haganesvík löggiltur verslunar- staður og nokkru síðar hóf Einar B. Guðmunds- son frá Hraunum, þar uppbyggingu verslunar- húsa og stúlkan á myndinni situr þarna á tröppum fyrsta verslunarhússins, og lítið eitt fjœr sér á norðurstafn pakkhússins. Verslunar- og íbúðar- hi'tsið brann 1933, en pakkhtisið var rijið á átt- unda áratugnum. Horft til húsanna í Haganesvík frá þjóðvegi í Móshöfða, sumarið 2000. Þar eru hús helst nýtt að sumarlagi, en fastri búsetu þar er lokið um sinn. 274 Heima er bezt
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Heima er bezt

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.