Heima er bezt


Heima er bezt - 01.07.2001, Qupperneq 37

Heima er bezt - 01.07.2001, Qupperneq 37
auðvitað hefði það verið eðlilegt að hann væri oddviti sveitarinnar. En bóndinn í Kvalamararkoti hafði fengið ættingja sína til að flytja heimilisfangið til sín rétt fyrir sveitarstjórnar- kosningarnar og hafði þess vegna fleiri atkvæðum á að skipa. Karl Karlsson yngri náði sér í aðra brauðsneið úr köflótta pokanum og virti fyrir sér umhverfið. Á hægri hönd lá grjótgarðurinn. Svo lengi sem hann mundi hafði þessi grjótgarður verið þarna, það hrundi alltaf meira og meira úr honum, enginn mundi lengur til hvers hann upphaflega hafði verið byggður. Handan við grjótgarðinn lá endi fjallsins, það byrjaði sakleysislega, lágar hyrnur sem hækkuðu þegar innar dró og enduðu í margra metra háu bjargi. Niður undir sjónum lágu aðrar hyrnur, miklu minni en þær efri, en hækkuðu á sama hátt og runnu saman við fjallið sem myndaði í samvinnu við sjóinn - hluta af þröngum sjóndeildarhring Karls Karlssonar yngri. Á vinstri hönd lá vegurinn niður í þorpið, handan við hann dalurinn þar sem heiðarbýlið var, yfirskyggður af Svörtu Björgum sem lokuðu seinni hluta sjóndeildar- hringsins - að því er virtist endanlega. Undir fjallinu, rétt ofan við neðri hyrnurnar, stóð bærinn, ættaróðal Karlssonanna, húsin höfðu einu sinni verið hvítmáluð, þökin rauð. Endalaus úrkoma, stórhríðir, norðan grenjandi, höfðu smám saman deyft þessa liti. Rautt og hvítt. Omögulegt var að ímynda sér að þessi hús hefðu einu sinni verið rauð og hvít. Ekki síst vegna þess hversu veggirnir voru orðnir skellóttir. Forskalningin flögnuð af á stórum svæðum. Litrófið samanstóð af svartgrárri steinsteypu og mórauðum milliköflum. Inn- byrðis hafði húsið að geyma fjögur svefnherbergi á efri hæð, tvær stofur, eldhús, klósett og gang á þeirri neðri. Það var yfirleitt snyrtilegt í stofunum þó tímans tönn hefði nartað í húsgögnin jafnt og þétt; ómögulegt að reikna út upphaflegan lit veggjanna. Samt var þetta sá einasti staður á jarðríki sem Karl Karlson yngri gat hugsað sér að gista. Hann hafði fengið angistarkast af tilhugsuninni um að fara að heiman. Verða sendur í fjarlægan skóla. Til hvers eiginlega, hafði aldrei verið fyrir nám. Seinþroska. Vanþroska. Heimótt- arlegur rindill. En faðir hans sýndi enga vægð. Fróðleik skyldi þjappað saman í hans litla höfði. Og þá sá Karl Karlsson yngri að nú yrði hann að taka til sinna ráða. Daginn fyrir bændahátíðina lét hann til skarar skríða. I fyrstu var meiningin að henda sér fram af efri hyrnunum. Láta sig falla fram af. En það var hættuspil. Svo hann hafði ákveðið að láta sig falla frarn af neðri hyrnunum. Daginn fyrir bændahátíðina fór Karl Karlsson eldri ríð- andi til þorpsins. Erindið var að leysa út brennivínspóstkröfuna á póst- húsinu. Hann fór snemma af stað, vildi verða fyrstur á pósthúsið, áður en þorpsvargurinn vaknaði. Pósthúsið opnaði klukkan hálf tíu og varla yrði nokkur maður búinn að sofa úr sér vímuna svo árla dags enda myndu flestir hafa leyst út póstkröfurnar sínar á föstudeginum. Líklega yrði allt brennivín búið þegar að bændahátíð kæmi; þeir myndu þá auðvitað grípa í bruggið ef hann þekkti þá rétt. Karl Karlsson var ekki svo mikið fyrir brugg þorpsbúa, hafði orðið illilega veikur af því á árum áður, svo veikur að erfitt hafði verið að bjarga buxum dag eftir dag. Andskotans óþverri. Á mínútunni hálf tíu snaraðist hann inn á pósthúsið. Eiginkona póstmeistarans var sjálf við afgreiðslu. Hún gekk bak við til að sækja vöruna fyrir Karl Karlsson eldri. Kom að vörmu spori til baka en gerði sig ekki lík- lega til að afhenda pakkann. Hann stóð framan við af- greiðsluborðið með framrrétta hönd, varð óþolinmóður þegar hún stansaði góðan spöl frá afgreiðsluborðinu. „Réttu mér pakkann manneskja,“ „Eg er að hugsa um að halda honum, mölbrjóta inni- haldið. Það verður að fara að stoppa ykkur, þessi svín sem alltaf eruð fullir.“ „Ég er búinn að borga, ætlarðu að stela pakkanum mín- um?“ Karl Karlsson eldri steytti hnefann í átt að konu póst- meistarans. Eiginkona póstmeistarans hugsaði sig um andartak, stundi svo í uppgjöf og henti pakkanum til Karls Karlssonar eldri. „Andskotans glannagangur er þetta.“ Karl greip pakkann á lofti, snerist á hæli og fór í tveim skrefum út af pósthúsinu, snaraðist á bak hestinum og reið mikinn út úr þorpinu. Rétt fyrir utan þorpið stansaði hann, reif upp pakkann, henti umbúðunum út í loftið, stakk annari flöskunni í reiðtöskuna, saup vænan slurk af hinni og stakk henni síðan í innri vasann á úlpunni sinni. Rumdi, rétti úr sér, varð allt í einu fyrirmannlegur, barði hælunum í síður hestsins. Hann var ekki í skapi til að fara beint heim - svo hann lagði krók á leið sína og reið gamla fjárgötu fyrir neðan neðri hyrnurnar. Þá kom hann auga á ólögulega hrúgu fast undir hyrn- unum þar sem þær voru hæstar. Hann ætlaði ekki að skifta sér af þessari hrúgu í fyrstu en fannst hann svo kannast eitthvað við græna litinn á yfirborði hrúgunnar. Hann átti eftir um það bil tíu metra að hrúgunni þegar hann áttaði sig á að þetta var sonur hans. Hann hentist af hestinum og hljóp til hans. Drengurinn lá á grúfu. Karl Karlsson eldri velti honum við. Drengurinn hreyfði hvorki legg né lið, augun klemmd aftur, hendurnar kaldar. Það fyrsta sem Karli Karlssyni eldri datt í hug var hvað drengurinn væri að gera í grænu sparipeysunni, hann átti að vera í henni á morgun. Næsta hugsun hans var að hann hefði komist í bruggið hjá þorpurunum og þess vegna fallið í svefn. Hann tók drenginn upp og slengdi honum Heima er bezt 277
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Heima er bezt

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.