Heima er bezt


Heima er bezt - 01.07.2001, Blaðsíða 39

Heima er bezt - 01.07.2001, Blaðsíða 39
Hann vissi varla hvernig það hafði skeð. Skyndilega hafði hún sest klofvega yfir hann í hjólastólnum og iðað eins og harmonika þegar spilaður er vals. An þess að gera sér grein fyrir, hafði hann henst á fætur með Astu í fanginu slengt henni niður í sófann... nei það eru ekki til hæfileg orð yfir það sem á eftir fór. Ekki einu sinni hugsun. Hann vaknaði um fimm leytið. Það fyrsta sem hann sá var andlit Ástu, hún steinsvaf við hliðina á honum. Hann horfði á hana andartak, hentist síðan á fætur, tíndi á sig spjarirnar, greip hjólastólinn undir hendina, fór geyst út úr húsinu, niður tröppurnar, hljóp þorpsgötuna næstum á enda, að bílastæðinu þar sem bíllinn hans stóð. Þegar hann hljóp fram hjá pósthúsinu sá hann - rétt i svip, andlitið á konu póstmeistarans, hún var að dusta motturnar af pósthúsinu, allir vissu að hún byrjaði dag- lega klukkan fjögur að skúra pósthúsið. Þannig hafði ör- yggi lífs hans runnið út í sandinn á minna en hálfum sól- arhring. Nú átti hann bara eina leið færa - að deyja með sóma. En hann skorti kjark til allra framkvæmda, þarna um árið þegar hann datt fram af neðri hyrnunum, ja, þá hafði hann ekki dottið fram af, ekki beint, það var ætlunin, en svo datt honum í hug að leggja sig undir hyrnurnar og gá hvort það myndi ekki duga. Duga til að bjarga honum frá frekari skólagöngu. Hann heyrði þungt fótatak að baki sér, leit við og sá móður sína koma stikandi stórum skrefum eftir hrjóstrug- um úthaganum. „Kalli minn, hvað er að sjá þig vinur, dastu út úr stóln- um þínum.“ Hún tók um herðar hans og dró hann upp í stólinn. Tók teppið, dustaði það, breiddi það yfir fætur hans, lyfti köflótta pokanum upp af jörðinn og lagði hann í kjöltu hans. „Láttu ekki stelpuflyðrur gera þig vitlausan, Kalli minn,“ sagði hún og streyttist við að ýta hjólastólnum af stað - í áttina að Bágindastöðum. Hann horfði á hana undrandi. „0, já,“ sagði hún með ofurlítilli hreykni í röddinni, eins og sá sem hefur unnið stríðið aleinn á vígvelli óvin- anna. „0, já Kalli minn. Kona póstmeistarans hringdi áðan og sagðist hafa séð þig á harðahlaupum með stólinn þinn í fanginu. Eg sagði henni nú bara að þetta hefði verið frændi þinn sem býr fyrir austan og er í heimsókn hjá okkur örstuttan tíma og skotist eftir stólnum þínum Kalli minn. Svona var það nú.“ Hún ýtti stólnum harkalega yfir stórþýfið. „Á ég frænda fyrir austan? Eru gestir hjá okkur?“ „Ef þú vilt þá áttu frænda fyrir austan. Ef þú vilt þá eruð þið afskaplega líkir. Ef þú vilt þá eru auðvitað gestir hjá okkur.“ Karl Karlsson yngri tók þéttingsfast um hönd móður sinnar en svaraði engu. Veðrið hafði lægt. Sólin sást öðru hvoru, veitti mæðginunum þá náð að skína á þau stund og stund þar sem þau bösluðust heim á leið. Regnið var óðum að þorna í Ijallinu svo það sýndist ekki jafn svart og fyrr, grasstráin á neðri hyrnunum voru orðin iðgræn af vætunni. Eitt og eitt grænt strá skaut sér upp úr skurðgröfuskurð- unum sem lágu eins og æðar í risastórum líkama og tengdu saman túnin milli Kvalamararkots og Báginda- staða, lungun og hjartað í þessum hreppi þar sem aðeins voru tveir bæir í byggð. ÖGURSTUNDIR í LYNGHÓLMfl Framhald afbls. 266 En þessi hugsun tafði ekki fyrir ungmennunum sem ösluðu misdjúpa ála og þurrar leirur á milli, í kappi við flóðið og strikinu haldið heilu og höldnu í Ósvík. Þar undir klettunum hvíldu þau sig um stund, því nú var stutt sjávargata heim í Starmýri, þar sem hún Þórunn tók þeirn opnum örmum. Ekki varð ungmennunum neitt meint af volki þessu. En hvað var það sem Þórarinn bóndi Nesi sá á reki norðan við Nesjörg. Talið var öruggt að það gæti ekki hafa verið báturinn sem þar veltist í brimrótinu. Á þessum árum voru tundurdufl á reki hér eystra um allan sjó. Þetta sum- ar sprakk eitt dufl við Biskupshöfðann á Þvottá. Allt ætl- aði um koll að keyra vegna hávaða og brot úr duflinu eru þama allt í kringum höfðann. Nokkru áður en báturinn lenti í áður nefndum hrakn- ingunr, hafði sjór í miklum rosa, gengið yfir Starmýrar- Qörur svo Álftaíjörðurinn var einn hafsjór. I slíkum rosa gat dufl flækst inn í ijörðinn og verið á sveimi kringum litla bátinn með unga fólkið innanborðs. I norðan roki daginn eftir að báturinn lenti í þessum hrakningum, gat duflið hafa rekið út á Starmýrarsanda, en þar voru dufl næstum í tugatali. Þess má geta að þegar miklar íjörur eru, þá verður þurr leira nokkuð langt út í ijörðinn frá Skipsnesi, en á stór- straumsflóði er svo djúpt við Nesið, að mótorbátur hlað- inn vörum frá Djúpavogi flaut þar alveg að landi. Báturinn var sóttur á flóðinu daginn eftir, en þá var að ganga upp með norðan hvassviðri. Það fer engum sögum af kindafóðrinu í bátnum, en síldarmjölspokinn var kjölfesta bátsins. $3^ Heima er bezt 27 9
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Heima er bezt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.