Heima er bezt


Heima er bezt - 01.07.2001, Blaðsíða 40

Heima er bezt - 01.07.2001, Blaðsíða 40
Af dulrænum slóðum I Frásagnir af fyrirburðum og fleiru, skráðar af Birni G. Eiríkssyni sérkennara árið 1969 eftir foreldrum hans: Eiríki Eiríkssyni og Ástu Veroniku Björnsdóttur, svo og móðursystur hans r Sigríði Agústínu Björnsdóttur. Eiríkur Eiríksson var fæddur á Eyri í Reyðarfirði 7. sept. 1896 og lézt 13. des. 1973 í Reykjavík. Ásta V Björnsdóttir var fædd á Sléttu í Reyðar- firði 12. júlí 1893, lézt í Reykjavík 16. okt. 1984. Sigríður Á. Björnsdóttir var fædd á Eskifirði 4. sept. 1884 og lézt í Reykjavík 12. júlí 1968. Fingurbjörgin Frásögn Eiríks Eiríkssonar Þegar mamma mín var ung stúlka heima í Hvammi í Fáskrúðsfirði, tap- aði hún einu sinni fingurbjörg er hún átti. Mamma mín hefir þá líklega verið á milli fermingar og tvítugs. Svo liðu nokkrar vikur og hætt var að leita að fingurbjörginni, því allir álitu hana týnda. Einu sinni bar svo við, er allir sátu inni í baðstofu og voru að borða, að fingurbjörgin kom dettandi ofan um borðstofustrompinn. Það var rokið út, en enginn maður sást þar nálægt, sem hefði getað verið valdur að þessu. Þessa sögu sagði mér amma mín Rósa Jónsdóttir, en hún var móðir Kristínar mömmu minnar. Skála-Brandur Frásögn Eiríks Eiríkssonar Amma mín Rósa Jónsdóttir sagði mér einnig þessa sögu: Það var einu sinni að vetrarlagi, rétt íyrir jólin, að Magnús afi minn Árnason fyrri maður ömmu og bróð- ir hans Árni voru að kvöldlagi stadd- ir úti við í Hvammi. Á var glaða tunglskin og bezta veður. Allt í einu fer Árni að hlæja. „Hví hlærð þú og að hverju ert þú að hlæja ?“, spurði afi minn. „Ég var að hlæja að honum Skála- Brandi, hann kom hér utan Aurana (eyrarnar á milli Hvamms og Hafnar- ness ) og yfir ána. Þegar hann kom hér upp í brekkuna rétt fyrir neðan bæinn, þá datt hann, það kemur ábyggilega einhver sunnan af Beru- fjarðarströnd á morgun“. Hvammsá rennur skammt utan við bæinn og þannig háttar til, að nokk- uð brött brekka er frá ánni og upp að bænum. Þá var þarna þríbýli, Holt innst, Hóll á brekkubrúninni og Neðribær fyrir neðan hólinn niðri í gilinu, en túnin lágu öll saman. Þegar þeir komu inn og sögðu frá þessu, fór fólkið að hlæja og tala um þetta. Sögðu sumir að þetta væri vit- leysa, en aðrir sögðu að gesta væri von. Daginn eftir var kominn sunnan stormur og stórrigning og fór fólk að tala um að varla væri von gesta í þessu veðri, það kæmi enginn. Leið svo dagurinn fram undir rökkur. Þá sást hvar maður kom utan Aurana. Hann þurfti að vaða ána, en hún var þá vatnsmikil orðin og þegar hann kom í brekkuna rétt neðan við bæinn, þá datt hann. Þetta var þá maður sunnan af Berufjarðarströnd. ( Skála - Brandur var kenndur við bæinn Skála á Berufjarðarströnd, að- sópsmikill draugur sem fylgdi eða fór fýrir fólki af Ströndinni, erlendur að uppruna). Glæsir Frásögn Ástu V. Björnsdóttur Upphafs Glæsis er getið í Þjóðsögum Sigfúsar Sigfússonar. Glæsir var þekktur draugur allvíða á Austur- landi á 19. öld. Þótti draugur glæsi- lega klæddur og af því hefur hann nafn dregið. Móður minni sagði 280 Heima er bezt
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Heima er bezt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.