Heima er bezt


Heima er bezt - 01.07.2001, Page 44

Heima er bezt - 01.07.2001, Page 44
etta gerðist fyrir mörgum árum, þegar ég var á öðru ári við nám mitt í Háskólanum og bjó á Stúdenta- görðunum. Eg hafði verið hjá Síldarverksmiðjunni á Reyðarfirði um sumarið en var nú kominn aftur til höfuð- borgarinnar og byrjaður í skólanum. Ég hafði unnið mér inn allmikið fé um sumarið og fyrsta verk mitt er ég kom suður, var að kaupa mér bíl fyrir sum- arhýruna, á Bílasölu Guðmundar, þann fyrsta sem ég eign- aðist um ævina. Þetta var að vísu ekki neinn „Cadillac, með krómi slegin stél,“ heldur Volkswagen bjalla, drapplituð, þið munið, týpan með litlu afturrúðunum og stefnuljósum sitt hvoru megin við toppinn, sem slógu út þegar stefnumerkið var gefið. Engu að síður var ég í sjöunda himni yfir að hafa nú eignast minn eigin bíl og ég fullyrði að sjálfur forsetinn á Bessastöðum hefði ekki verið ánægðari með nýja Buickinn sinn en ég, fátækur Háskólastúdent með gömlu bjölluna mína. Mér þótti t.d. ekki lítið í það varið að geta farið á skemmtistaðina í bænum á eigin bíl, í stað þess að taka strætó eða leigubíl. Á balli í Klúbbnum, skömmu eftir að ég kom suður, kynntist ég Erlu. Hún var 10 árum eldri en ég, hjúkrunar- fræðingur að mennt og starfaði sem slík á kaþólska sjúkra- húsinu. Hún hafði verið giff fyrir nokkrum árum, en skilið og gefið barn frá sér, sem þau höfðu eignast saman. Annað bam hafði hún eignast með harðgiftum lækni austur á landi, hvert hún hafði hjá sér. I raun og veru vom þær tvær Erlurnar, báðar hjúkmnar- konur, sem leigðu hvor sína stofuna, með sameiginlegu eldhúsi í kjallaraíbúð við Bjarkargötuna. Til aðgreiningar vom þær nefhdar Erla hin betri og Erla hin verri, og að sjálfsögðu var það sú hin betri, sem ég hafði kynnst. Við dönsuðum saman nokkrar syrpur og eftir ballið varð ég henni samferða heim í Bjarkargötuna. Ég var nokkuð dmkkinn þetta kvöld og man lítið hvað gerðist, fyrr en ég vaknaði morguninn eftir þarna í stofunni hjá Erlu, sem var öll á bak og burt með barnið. Fór ég síðan heim til mín á Garðinn. Einhvem veginn hafði ég gert ráð fyrir að kunningsskap- ur okkar Erlu yrði ekki meira en einnar nætur kynni, en sú varð ekki raunin á. Um níuleytið kvöldið eftir, þegar ég var ekki meira en svo búinn að ná úr mér timburmönnunum frá kvöldinu áður, var ég kallaður í símann. Það var Erla. „Halló,“ sagði hún. „Ertu nokkuð upptekinn í kvöld.“ „Ekki það ég man,“ svaraði ég. „Má ég ekki bjóða þér í kvöldkaffi?" „Því ekki það,“ svaraði ég, „enda ekki langt að fara.“ Er nú ekki að orðlengja það að þessar kvöldheimsóknir til Erlu í Bjarkargötuna urðu eins og fastur liður í tilveru minni næstu dagana og vikumar. Okkur samdi mjög vel og hrifumst hvort af öðru, þrátt fyrir aldursmuninn. Frómt frá sagt, þá lifði ekki alltaf mikið nætur, þegar ég birtist í her- bergi mínu á Garðinum undir morgunsárið. Þetta hafði líka áhrif í þá veru að ég fór að slá slöku við námið. Það var alltof freistandi að sofa sig út, heldur en að sækja fyrirlestra í Bókmenntasögu fornri eða Samanburð- armálfræði uppi í Háskóla. Ekki þarf að fara í grafgötu með það að þessi kunnings- skapur okkar Erlu hefði getað endað með heilögu hjóna- bandi ef svo hefði lengi fram farið, sem lýst hefur verið. Þó kom það á stundum fyrir að á mig sóttu efasemdir, sem ollu mér nokkrum heilabrotum um að ef til vill væri ég að fara út í einhverja vitleysu. Hvað haldið þið að það hafi verið? Jú, auðvitað aldursmunurinn á okkur. Enda þótt við Erla værum á þeim tíma bæði á besta aldrei og ættum allt lífið framundan, þá fannst mér það svolítið skrýtin tilhugs- un að þegar ég yrði orðinn sextugur og ennþá á góðum aldri, þá væri hún orðin sjötug kerling. Engu að síður reyndi ég að forðast slíkar bollalengingar og samband okkar hélt áfram. Eitt laugardagskvöld ákváðum við Erla að fara út að skemmta okkur í Klúbbnum, ásamt Erlu hinni og fylg- islagsmanni hennar. Og sem við höfðum setið nokkra stund íjögur við borð og borðað góðan mat og drukkið 284 Heima er bezt

x

Heima er bezt

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.