Heima er bezt - 01.07.2001, Side 55
borinn í rúm sitt og fór síðar um daginn niður í bæ til að
segja sig úr skóla.“ (Tilvitnun Indriða lýkur.)
En hvað þar þá til þess að hann hvarf að þessari
ákvörðun? Indriði telur ástæðuna þá að Kristján hafi
hneigst til drykkjar „meira en hentaði fyrir mann undir
skólaaga,“ og Jón Ólafsson er sömu skoðunar. Hann
kemst svo að orði, að drykkfelldni hans hafi „gert
honum örðugt fyrir um skólavistina,“ en nefnir einnig
til að féleysi hafi hamlað honum frá að halda áfram
námi.
Ekki þarf vitnanna við um það að Kristján hafi átt við
féleysi að stríða þessi árin. Svo var um fleiri skólapilta,
en samt létu þeir ekki bugast.
Hin ástæðan, vínhneigð Kristjáns, virðist niiklu þyngri
á metunum.
Á unglingsárum Kristjáns norður í Kelduhverfi, var
þar, að allra dómi, mikil drykkjuskaparöld og hann
hneigðist strax að henni kornungur, eins og fyrr segir.
Er Kristján kom fyrst suður til Reykjavíkur var hann,
að sögn eins skólabróður síns, „þegar orðinn meiri
drykkjumaður en svo að sú ástríða mundi læknast,“ enda
varð sú raunin á fyrr en varði.
Lokakaflinn í ævi Kristjáns lætur eftir sig fáar heimild-
ir. Hann hverfur norður í land og sest að um stund á
Vopnafirði. Þar er hann ráðinn um tíma til barnakennslu
hjá dönskum kaupmanni. Að sögn Jóns Ólafssonar, sem
tókst að kanna mál hans, er þetta lífvænleg staða, en
kannski skiptir það ekki miklu máli fyrir þann mann, sem
ber dauðann í hjartanu. Hann er þá kominn í umhverfi
þar sem „andinn í kvalaprísund stynur,“ eins og hann
kemst að orði í Ijóðabréfi til vinar síns síðasta árið, sem
hann lifir. Þá hefur hann að fullu kvatt þá sálufélaga og
vini, sem hann hefur eignast besta, enda eiga þeir ekki
samleið lengur. Þeir hafa haldið áfram út í lífið, en ferð
hans er heitið í annan áfangastað, - gröfina.
En það er um ekkert að sakast. Hvorir tveggja hafa
haldið sinni stefnu. Og þannig hefur Kristján kvatt bróður
sinn hinsta sinni:
Vaka lífsins verði þér
svo vœr og Ijúf ogfull af ró,
eins og banablundur mér
blíðri niður í grafarþró.
En svo hefur hann líka mælt, tvítugur vinnupiltur norður
á Hólsfjöllum:
Einn ég harma, einn ég styn,
einn ég tárin þerra.
Og einnig þetta skal ganga fram. Einn morgun, síðla vors
árið 1869, er komið að honum látnum með hálftóma
áfengisflösku í höndum, og það hefur enginn verið yfir
honum síðustu stundirnar. Örlögin hafa ekki brugðist
gömlu hugboði vinar síns.
Kristján Jónsson var frábært skáld og minnisverður
maður. Hann er aðeins 26 ára þegar gröfin heimtir hann,
en þá er ævi hans í raun fullkomnuð.
Af svo einstæðum heilindum orti þessi ungi skáldsnill-
ingur örlög sín, og lifði þau.
Að lokum skal þess aðeins getið, að ljóð þessa unga og
dáða skálds hafa komið út í 10 útgáfum og mun það ein-
stakt. Sýnir það glöggt hve vinsæll og dáður hann var
sem skáld. Það er einnig ótrúlegt hve mikið hann orti á
þessum stutta tíma. í síðustu útgáfu ljóða hans, sem er í
raun stór bók, þéttprentuð og kom út 1988, er 351 blað-
síða eingöngu með ljóðum. Mörg ljóða hans eru mikið
sungin enn í dag, og nefni ég hér aðeins tvö þeirra af
handahófi, Tárið og Þorraþrælinn:
Tárið
Þú sœla heimsins svala lind,
ó, silfurskœra tár,
er allri svalar ýtakind
og ótal lœknar sár.
Æ, hverf þú ei af auga mér,
þú ástarblíða tár,
er sorgir heims í burtu ber,
þótt blœði hjartans sár.
Mér himneskt Ijós í hjarta skín
í hvert sinn er ég græt,
en Drottinn telur tárin mín,
ég trúi og huggast læt.
Þorraþrœllinn 1866
Nú er frost á Fróni,
frýs í œðum blóð,
kveður kuldaljóð,
Kári í jötunmóð.
Yfir laxalóni
liggur klakaþil,
hlær við hríðarbyl,
hamragil.
Mararbára blá,
brotnar þung og há,
unnarsteinum á,
yggld og grett á brá.
Yfir aflatjóni
œðrast skipstjórinn,
harmar hlutinn sinn,
hásetinn.
(Fyrsta erindi afþremur.)
Heimildir:
Minnisverðir menn, eftir Tómas Guðmundsson, og Ljóð-
mæli eftir Kristján Jónsson, 1988, Matthías Viðar Sæ-
mundsson sá um útgáfuna.
Heima er bezt 295