Heima er bezt


Heima er bezt - 01.07.2001, Side 60

Heima er bezt - 01.07.2001, Side 60
umræðuefninu en hinn sem var mót- fallinn því. Urðu þá gjarnan mjög líflegar umræður. Þá var einnig mjög mikið stunduð knattspyrna. I eldri deildinni var mjög gott knattspyrnulið og höfðum við ekki roð við þeim. Hins vegar held ég að okkur yngri deildungum hafi farið mjög mikið fram um vetur- inn, einkum þeim sem spiluðu í vörninni, því að sóknarleikurinn hjá þeim eldri var mjög beittur. Ég lék alltaf hægri framvörð. Á þessum árum var jafnan stillt upp eins. Markvörður, hægri og vinstri bakvörður, hægri framvörður, miðvörður, vinstri framvörður. Sókn- arlínan var hægri útherji, hægri inn- herji, miðherji, vinstri innherji og vinstri útheiji. Venjan var sú að inn- herjarnir voru staðsettir nokkru aftar en hinir framlínumennirnir. Æft var í alls konar veðrum, nema stórrigningu eða miklu snjófjúki. Kennsla hófst klukkan 8 að morgni að afloknum morgunverði, og stóð oftast til klukkan fjögur eða fimm. Jólafríið var í tvær vikur en það var eins og með sumarfríið að þeir sem lengst áttu heim voru flestir kyrrir á Hvanneyri í jólafríinu. Þó voru nokkrir sem fóru til Reykjavíkur og dvöldu þar hluta af jólafríinu eða jafnvel allt. Sunnlendingar og nokkr- ir Norðlendingar líka. Veturinn 1941 -42 voru nemendur á Bændaskólanum á Hvanneyri 59, veturinn 1942-43 voru þeir 60. 12 af Vesturlandi, 10 af Vestljörðum, 9 af Norðurlandi, 12 af Austurlandi, 12 af Suðurlandi, þar með talin Kjósar- sýsla, og 4 úr Reykjavík. Af framansögðu sést að dreifing nemenda var nokkuð jöfn um landið. Vorið 1942 hófst verklega námið að loknum prófum. Eldri deildungar höfðu haft það starf að mjólka kýrn- ar. Þegar þeir höfðu lokið burtfarar- prófi og voru orðnir búfræðingar, fóru þeir nær allir heim. Þá þurfti að ráða nýja menn til að mjólka kýrnar. Það gekk fremur stirðlega. Að vísu voru nægilega margir sem voru vanir að mjólka 5-8 kýr, en nær engir sem voru vanir að mjólka 10 kýr í hvert mál. Og svo var hitt að þá þurftu þeir alltaf að fara á fætur kl. 5:30 á hverj- um morgni, jafnt virka daga sem helga. Þó leystist málið fljótt. En eftir viku til hálfan mánuð gáfust tveir upp vegna sinaskeiðabólgu. Ég var einn þeirra sem ráðinn var strax, en ég þurfti að beita mig mik- illi hörku til þess að gefast ekki upp, enda var ég ekki vanur að mjólka nema tvær kýr áður. Þetta komst þó furðu fljótt upp í vana, en fyrstu tvær til þrjár vikurnar var ég, og fleiri, tvo tíma, en eins og áður sagði þá áttum við að ljúka verkinu á einum og hálfum klukku- tíma. Eftir fyrsta mánuðinn vorum við allir búnir að ná þeim vinnu- hraða. Veturinn 1942-43 var systir mín kennari norður í Bitrufirði og dvaldi á Þambárvöllum í jólafríinu, og var mér boðið að dvelja þar um jólin. Auðvitað þáði ég þetta góða boð. Þá voru rútuferðir milli Reykjavíkur og Akureyrar. Síðasta ferð fyrir jól norður og tók ég ákvörðun um að fara á Þorláksmessu. Einnig fór Ben- óný Elisson frá Laxárdal í Hrúta- firði, með sama bíl og ég. Leiðir okkar lágu líka saman meirihluta ferðarinnar. Þá voru samgöngur með allt öðr- um hætti heldur en fólk innan við fertugt þekkir nú. Til dæmis fóru rút- ur bara tvisvar í viku á milli Reykja- víkur og Akureyrar. Engar áætlunar- flugvélar fóru út um landið, ekki einu sinni vikulega, og skipaferðir voru eins og áður er sagt frá. Hugsið ykkur muninn! Við Benóný fórum úr rútunni við brúna á Hrútaljarðará. Þaðan fórum við gangandi út að Laxárdal um kvöldið. Þar fékk ég gistingu og góð- ar viðtökur. Morguninn eftir bauðst Elís til þess að fylgja mér á hestinum út með Hrútafirðinum. Þá var komið leið- inda veður, slydda og mikil ofan- koma. Hann fylgdi mér nokkrar bæj- arleiðir og ráðlagði mér að koma við í Guðlaugsvík, sem var ekki langt frá Bitruhálsinum. Allan daginn hafði mokað niður snjó, einkum til fjalla. Þegar ég kom að Guðlaugsvík bað ég um fylgd upp á Bitruhálsinn. Húsfreyjan sagði að því miður væru karlmennirnir ekki heima og þeir kæmu ekki heim fyrr en í fyrsta lagi eftir hálfan annan klukkutíma. Síð- an bauð hún mér inn og sagði að ekkert vit væri í því að ég færi fylgdarlaust upp á hálsinn. Ég sagði henni að nú væru aðeins tveir og hálfur tími þangað til jólahátíðin byrjaði og ég væri staðráðinn í að reyna að fara yfir hálsinn, svo ég gæti komist í Þambárvelli áður en hátíðin byrjaði. Hún sagði mér að það væri a.m.k. hnédjúpur snjór á hálsinum og ef hvessti, þá væri kominn þreifandi bylur. Síðan gaf hún mér kaffi og sagði mér að borða vel með því. Benti hún mér á að ég skyldi hlusta vel eftir hvort ég heyrði sjávarnið hægra megin við mig og ef ég gerði það, þá skyldi ég sveigja aðeins til vinstri. Ég þakkaði kærlega fyrir mig. Síð- an bað ég hana að hringja fyrir mig í Þambárvelli og segja þeim að ég væri að leggja af stað á hálsinn, þakkaði aftur fyrir og kvaddi. Það reyndist rétt sem konan í Guð- laugsvík sagði mér, að snjórinn fór dýpkandi eftir að ofar kom á hálsinn og þegar upp var komið, var snjórinn orðinn meiri en í hné. Þá var ég far- inn að þreytast. En ferðin gekk vel og loks sá ég ljós í glugga í gegnum snjódrífuna. Það var að sjálfsögðu á Þambárvöll- um. Ég var aðeins 50 metra frá bæn- um, og var klukkan þá orðin hálf sex. Ég þóttist góður að ná þangað í tæka tíð. Mér var mjög vel fagnað og dvaldi ég hjá þessu ágæta fólki fram á ný- ársdag og var oft glatt á hjalla í þessu skemmtilega jólafríi. Á nýársdag fékk ég far með póst- inum, sem fór frá Stað í Hrútafirði til Hólmavíkur, og svo tilbaka. Hann lánaði mér hest alla leiðina. Á Stað fékk ég gistingu og fór með rútunni daginn eftir, suður að Hvann- eyri. 300 Heima er bezt

x

Heima er bezt

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.