Heima er bezt


Heima er bezt - 01.07.2001, Síða 69

Heima er bezt - 01.07.2001, Síða 69
Gunna brosti. Hún var enn dálítið efins. - Allt í lagi, ég skal gera það sem þú segir, en mér dett- ur ekkert í hug. - Eg er með hugmyndir. Bara að það takist. 9. kafli Dagarnir liðu án þess að nokkuð margvert bæri til tíð- inda á Klettstanga. Veðrið hélst stillt og bjartsýnustu menn voru farnir að spá því að síðasta hríð vetrarins væri afstaðin. Þó voru ekki allir sem vildu trúa því. Enn var allur apríl eftir og oft hafði einnig komið hret í maí. En það skaðaði ekkert að láta sig dreyma og hver dagur sem veður hélst gott var til bóta. Þótt tíðindalítið væri þá var enn mikil spenna í fólkinu. Laugardagurinn rann upp, bjartur og fagur. Þá átti að jarðsyngja Kjartan og allir sem búnir voru að slíta barns- skónum hugðust fara til kirkju. Bæði var það að Kjartan hafði verið vel liðinn og eins var það að fólkinu fannst enn meiri ástæða til að sýna hinum látna virðingu fyrst hann hafði endað ævi sína á svo dapurlegan hátt. Kirkjan stóð á hæð fyrir ofan bæinn og þangað lá straumur bæjarbúa er leið að athöfninni. Séra Albert var kominn og stóð hempuklæddur við kistuna. Auður kona hans hafði tendrað ljós og látið íslenska fánann yfir kist- una. Það var samt hálf einmanalegt að sjá kistuna standa eina og sér og enginn aðstandandi var kominn. Það kæmi víst enginn af hans íjölskyldu. Þeirn stóð öllum á sama. Eina ijölskyldan sem Kjartan raunverulega átti voru íbúar Klettstanga og nágrennis. Fyrstur í kirkju kom Kristján sýslumaður og Lína kon- an hans. Solla gamla var með börnin enda hafði Lína lof- að henni að segja henni frá hverri mínútu í athöfninni. Kristján leiddi konu sína og horfði á hana athugulum augum. Hún hafði verið eitthvað svo fjarræn síðustu daga, hún var oft í gönguferðum og talaði minna en nokkru sinni fyrr. Kristján hafði dálitlar áhyggjur af þessu. Ef til vill var hún með heimþrá. Veturinn gat verið langur á Ströndinni og svo gjörólíkur því sem var í henni Kaupmannahöfn. Hann vonaði bara að konan hans væri ekki komin með eitthvert barnsburðarþunglyndi. Samt var ekki að sjá á henni að líðanin væri slæm, hún var bara eitthvað svo fjarlæg og Kristjáni fannst það óþægilegt. Þótt ekkert hefði potast í að upplýsa þjófnaðarmálið hafði Kristján sýslumaður ekki setið auðum höndurn. Hann var búinn að ganga frá sölu á Hóli. Borghildur keypti og eftir helgina ætlaði hún að borga það út í hönd. Ægir hafði alveg tekið við kindunum og ákveðið var að rýma bæjarhúsið af persónulegum munurn Kjartans strax um helgina. Það var ekki eftir neinu að bíða. Eínga parið vildi komast sem fyrst að Hóli og heíjast handa. Það var fleira sem til stóð. Morgundagurinn yrði ekki síður sögulegur. Þá átti að gefa þau saman, Ægi og Sig- ríði, auk þess að skíra frumburðinn. Þessu öllu stjórnaði Borghildur af hinum mesta skörungsskap. Ekki kom Jök- ull skipstjóri nálægt þessu og enginn vissi til þess að þau hjónin hefðu talast við frá því að Borghildur fór að Strönd. Það vissi auðvitað ekki á gott. Fiskvinnslan var hálf lömuð þar sem enginn röggsamur stjórnandi var í brú. Það sá á að ekki naut verkanna hennar Borghildar. En hún sat heldur ekki auðum höndum, konan sú, þótt ekki væri hún að vinna við útgerðina. Sýslumannshjónin settust við kistugaflinn. Kristjáni fannst það við hæfi. Honum hafði verið falið, ásamt séra Albert, að sjá um að þessi athöfn færi vel fram. Hann ætl- aði að standa við það. Auður prestfrú settist hjá þeim og heilsaði hljóðlega. Þau litu til dyra, því fleiri voru að koma. Næstur kom Halldór á Strönd, ásamt konu sinni, móður og börnum. Borghildur var í fylgd með þeim, en Sigríður hafði krafist þess að þau færu öll. Ekkert myndi ama að henni og drengnum á meðan. Sveitafólkið kom hvert af öðru, vitavarðarhjónin, ásamt Hrafni, Gunna og Sig- mundur komu saman og Bjarni bóla stuttu seinna. Hann settist út við dyr, eins og hann kynni ekki vel við sig þarna, enda varla vanur að korna oft í guðshús. Smám saman fylltist kirkjan, en síðastur allra kom Jök- ull skipstjóri. Hann tyllti sér við dyrnar við hliðina á Bjarna bólu og virtist ekkert líða betur en honum. Fólkið tók eftir því að Borghildur sat hnarreist í sæti sínu og leit ekki við er bóndi hennar kom inn. Lína leit fram í kirkj- una og mætti augnaráði Gunnu. Það var samsærisglampi í augum þeirra, enda tími áætlananna að renna upp. Brátt hljómuðu orgeltónar um kirkjuna og athöfnin hófst. Söfnuðurinn söng sálmana eins og venja var, enda hafði aldrei verið formlegur kirkjukór á Klettstanga. Séra Albert talaði um góða hirðirinn og líkti Kjartani heitnum við hann. Hann talaði líka um ranglæti heimsins og hve vonleysið getur gripið fólk. Honum mæltist vel og hann gat á mjúklegan hátt sneitt hjá því að nefna hvernig Kjartan hafði dáið. Að athöfn lokinni bauð presturinn öll- um að koma til erfidrykkju að heimili þeirra hjóna í prestshúsinu. Flestir þáðu gott boð prestsins en sumt af sveitafólkinu varð að halda heim strax eftir athöfnina. Flestir íbúar Klettstanga komu til prestsins, en Jökull skipstjóri fór heim. Hann var stórstígur er hann stikaði frá kirkjunni í átt að Brekkubæ. Það var mikil veisla hjá Auði prestsfrú. Hún hafði steikt kleinur og heilu stailana af pönnukökum, auk þess að smyrja flatbrauð og baka hinar mestu hnallþórur. Fólkið gerði góðgætinu góð skil. Konurnar pískruðu dá- lítið, því að það fór ekkert á milli mála að það var tölu- verð vínlykt af Gunnu. Hún var ekki vönd að virðingu sinni, konan sú, að koma þrælkennd til jarðarfarar. Það var um margt spjallað og mest þó tíðarfarið og vor- ið sem fólkið var vissulega farið að þrá. Erfidrykkjan endaði þó með stórskandal og það var Gunnu að kenna. Hún stóð upp fyrst allra, þakkaði fyrir sig á hærri nótun- um, en bætti svo við. - Eg veit hver rændi bæinn á Hóli. Það sló dauðaþögn á mannskapinn, svo mjög að heyra Heima er bezt 309

x

Heima er bezt

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.