Heima er bezt


Heima er bezt - 01.07.2001, Síða 71

Heima er bezt - 01.07.2001, Síða 71
- Hvað heldur þú þig vera? Þú veist ekkert hver rændi bæinn hjá Kjartani? Þú lýgur þessu bara, kerlingar- skrukka. Gunna hvessti á hann augum. - Ég veit það upp á hár, Bjarni litli bóla. Það er ekki hægt að blekkja mig svo auðveldlega. Hún sá að hann titraði örlítið. - Þú lýgur, þú getur ekkert sannað. - Ég veit að þú gerðir það, auminginn þinn. Svo varstu að vona að hann Sigmundur yrði látinn sitja inni fyrir það. Eru þetta þakkirnar til hans fyrir að aumkva sig yfir þig, borga fyrir þig fæði, húsaskjól og brennivín? Bjarni roðnaði í vöngum. - Haltu kjafti. Þú getur ekkert vitað, ég hef engum sagt neitt. Gunna skellihló. - Þú ert svo vitlaus, greyið mitt. Ef ég legg saman tvo og tvo þá fæ ég út fjóra en ekki þrjá. Ég er lengi búin að vita að það varst þú, ég var bara að vonast til að þú hefðir manndóm í þér til að meðganga hjá sýslumanninum. Skilaðu ránsfengnum, hann verður þér aldrei til góða. Eitt andartak hélt Gunna að Bjarni ætlaði að ráðast á hana, en líklega þótti honum hún ekkert árennileg. - Reyndu bara að sanna þetta. Ég faldi fenginn vel og hann mun aldrei finnast. - Hann finnst þegar þú verður tekinn á teppið hjá sýslu- manninunr. - Ég mun aldrei játa neitt. Hann stappaði fætinum í gólfið. - Ég er farinn. - Hvert ætlar þú að fara? Ef þú flýrð þá verður það til þess að allir trúa mér. Hann var á báðum áttum. - Þú skalt bara halda kjafti, annars hefurðu verra af. Gunna setti upp undrunarsvip. - Ertu að hóta mér? Drapstu kannski Kjartan? Bjami krossbölvaði. - Auðvitað ekki. Hann var dauður þegar ég kom í hús- in. Það skipti engu máli þótt ég tæki þetta fé. Ekki gagn- ast það honum dauðum. Gunna settist og horfði á Bjarna. - Ég skil ekki alveg hvernig þú komst heim. Ég hélt að þú værir ekki svo mikill bógur. Það hnussaði í Bjarna. - Ég hef alltaf getað ratað, en þú ert ósköp heimsk. Ég rændi Kjartan ekki um nóttina, ég fór til hans um morg- uninn og ætlaði að sníkja hjá honum munntóbak. Hann gaf mér oft töflu. Ég fann ekki karlinn í bænum, en fann hann svo hengdan í tóftinni. Hann var dauður hvort eð var. Það skipti engu máli þótt ég tæki þessa aura. Gunna hristi höfuðið. Hún vissi að innan við svefnher- bergishurðina var vitnið hennar og henni var mikið í mun að fá sem mestar upplýsingar hjá Bjama. Hún varð að láta hann tala. - Geturðu sannað að þú hafir ekki orðið honum að bana? Bjarni skrækti. - Hvernig hefði ég átt að fara að því? Ég myndi heldur aldrei drepa neinn. Það skipti bara engu máli þótt ég tæki peningana. Karlinn var dauður hvort eð var. - Þú ert ómerkilegur, Bjarni bóla. Hann ætlaði að strunsa til dyra, en í því kom Sigmund- ur inn. - Hvað gengur hér á? Gunna benti á Bjarna. - Passaðu að hann fari ekkert, ég þarf að ná í sýslu- manninn. Um leið og Bjarni ætlaði að smokra sér út um dyrnar, greip Sigmundur í hann. - Þú ferð nú ekki langt lagsi, þú skuldar mér skýringu. - Kerlingin er orðin vitlaus, hún er að bera upp á mig þjófnað og jafnvel morð. Trúðu ekki orði af því sem hún segir. Hún lýgur öllu. - Segir hver? Lína opnaði hurðina og steig fram. Bjarni náfölnaði og sá of seint að konurnar höfðu leitt hann í gildru. - Ég mun vitna að allt sem Gunna segir er satt, enda heyrði ég hvert einasta orð af því sem ykkur fór á milli. Bjarni barðist um, en Sigmundur sleppti hvergi. - Djöfuls kerlingasamsæri. Með hröðum handtökum batt Sigmundur hendur Bjarna með snæri sem Gunna færði honum. Þau reyrðu hann niður á stól en síðan tók Gunna kápuna sína. - Lína viltu bíða hérna hjá Sigmundi, ég ætla að ná í hann Kristján. Lína faðmaði hana. - Okkur tókst það, svona er það er konur leggja saman. Þær horfðust í augu og Lína fann eins vel og Gunna að þarna hafði hún eignast vinkonu fyrir lífstíð. * * * Gunna var léttstíg er hún hljóp eftir götunni í átt að sýslumannsbústaðnum. Hún hafði aldrei trúað því að hún ætti eftir að lenda í svona aðstöðu. Nú hafði hún þó virki- lega gert gegn. Lína, hin danska, var líka kjarnorkukona. Líklega hafði hún rétt fyrir sér í sambandi við konur á Klettstanga. Þær voru húsmæður og unnu í fiski. Það var allt gott um það að segja, en ef til vill var kominn tími til að raddir þeirra heyrðust meira. Gunna var viss um að Lína, vinkona hennar, ætti eftir að gera stóra hluti. Hún var þannig kona. Forvitin, góð og full af eldmóði. Framhald í nœsta blaði Heima er bezt 31 !

x

Heima er bezt

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.