Gátt - 2016, Blaðsíða 4

Gátt - 2016, Blaðsíða 4
stöðu manns á vinnumarkaði. allir a ð fara í það sem hafa kost á því. góð leið til að komast ú t og hitta fólk. Kennsluaðferðirnar eru „alveg frábærar“ með að mæta fólki þar se m það er sta tt o g mæta þeim sem eru les-, e ða talnablindir o g eiga Námskeiðið hefur sty rkt mig persónulega í Námskeiðið gjörbreytti m ér og mínu lífi , það gaf m ér m ikið Sjálfssty rking og samskipti er stór þáttur í náminu og mjög Gott a ð hafa stu ðning vinnustaðarins til að sækja námskeiðið. Námskeiðið var fjölbreytt og skemmtilegt og það hefur veitt m ér in nsýn í hvar mínir sty rkleikar lig gja og hvað ég þarf að gera til a ð komast í 4 F R Æ Ð S L U M I Ð S T Ö Ð A T V I N N U L Í F S I N S G Á T T – Á R S R I T – 2 0 1 6 Ágætu lesendur, hér getur að líta Gátt 2016, þrettándu Gátt, ársrits um framhaldsfræðslu. Gátt er vett- vangur umræðu um nám fullorðinna og starfsmenntun á Íslandi. Þau tölu- blöð sem þegar hafa komið út hafa hlotið góðar viðtökur. Prentuð eintök af fyrstu útgáfu ritsins, frá árinu 2004, eru uppurin en við finnum glöggt, tólf árum síðar, að nú hefur þeim fjölgað sem nýta sér tækifæri til þess að hlaða niður einstökum greinum úr árgöngum ritsins af vef Fræðslu- miðstöðvarinnar, www.frae.is. Les- endahópurinn stækkar og verður fjölbreyttari með hverju riti. Leiðtogar, kennarar, ráðgjafar, stjórnendur og síðast en ekki síst námsmenn eru í þeim hópi. Ritstjórninni er kunnugt um að ritið er notað til kennslu um kennslufræði fullorðinna víðar en á námskeiðum Kennslufræðimiðstöðvar FA, til dæmis í að minnsta kosti þremur háskólum á landinu og fögnum við því. Í riti ársins er að finna fjölbreytt efni, úrval greina sem við teljum að eigi erindi við þá sem koma að fræðslu full- orðinna á Íslandi. Hér er fjallað um fjölmörg verkefni, inn- lend og erlend, sem samstarfsaðilar Fræðslumiðstöðvarinnar vinna að. Meginmarkmið þeirra er að efla fullorðna og gera þeim kleift að verða virkir þátttakendur á vinnumarkaði og í samfélaginu. Á tímum sem þessum, þegar þúsundir flóttamanna streyma til Evrópu, verður ekki hjá því komist að fjalla um þær aðferðir sem beitt er á Íslandi til þess að kenna „ást- kæra, ylhýra, málið“ og aðstoða þá sem hingað flytja við að laga sig að vinnumarkaði og samfélaginu. Í þessari Gátt er fjallað um rannsókn á námsskránni Landnemaskól- anum II, þar sem rýnt er í gerð og notkun námsskrárinnar. Í kennslumati koma fram jákvæð viðhorf þátttakenda ásamt ummælum um hvernig námið gagnaðist á afar margvíslegan hátt. Einnig er grein um samþættingu tungumálanáms og starfsþjálfunar fyrir atvinnuleitendur af erlendum uppruna. Þá er grein um samstarfsverkefni Finna, Eista, Letta, Litháa og Íslendinga sem ber yfirskriftina Lingua cafe. En það er, eins og nafnið bendir til, fjölmenningarmót á kaffihúsi, þar sem einstaklingar frá ólíkum löndum hittast yfir kaffibolla og velja sér ólík tungumál til tjáskipta. Þar gefst fólki af ólíkum uppruna tækifæri til þess að hittast, kynnast og skiptast á skoðunum. Eins og hefð er fyrir, er í Gátt 2016 einnig umfjöllun um starfsemi Fræðslumiðstöðvar atvinnulífsins og greinar um raunfærnimat, náms- og starfsráðgjöf og grunnleikni. Grein- arnar bera þess vitni að við lifum á tímum örra breytinga og að hverjum einstaklingi er nauðsynlegt að efla stöðugt færni sína til þess að geta mætt áskorunum sem breytingunum fylgja. Sem starfsmenn gætum við til dæmis staðið frammi fyrir því að flytja á milli landa, verða að skipta um starfsvett- vang þar sem krafist er nýrrar leikni og nýrrar hæfni og þurfa að leggja stund á nám að nýju. Við sem einstaklingar berum sjálf ábyrgð á að bæta okkur en hlutverk stjórnvalda er að skipuleggja og skapa skilyrði sem gera okkur það mögulegt. Fyrir hönd ritstjórnarinnar vona ég að þetta 13. tölublað Gáttar verði kærkomin lesning þeim sem koma að námi full- orðinna. Lesendur eru hvattir til þess að láta skoðanir sínar í ljósi, gefa okkur ábendingar, senda okkur hugmyndir og taka virkan þátt í því að efla framhaldsfræðslu og starfsmenntun á Íslandi. Fyrir hönd ritstjórnar vil ég þakka öllum sem lögðu hönd á plóginn við útgáfu þessa rits. Njótið lestursins! Sigrún Kristín Magnúsdóttir SIGRÚN KRISTÍN MAGNÚSDÓTTIR P I S T I L L R I T S T J Ó R A
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Gátt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Gátt
https://timarit.is/publication/1852

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.