Gátt - 2016, Page 6

Gátt - 2016, Page 6
stöðu manns á vinnumarkaði. allir a ð fara í það sem hafa kost á því. góð leið til að komast ú t og hitta fólk. Kennsluaðferðirnar eru „alveg frábærar“ með að mæta fólki þar se m það er sta tt o g mæta þeim sem eru les-, e ða talnablindir o g eiga Námskeiðið hefur sty rkt mig persónulega í Námskeiðið gjörbreytti m ér og mínu lífi , það gaf m ér m ikið Sjálfssty rking og samskipti er stór þáttur í náminu og mjög Gott a ð hafa stu ðning vinnustaðarins til að sækja námskeiðið. Námskeiðið var fjölbreytt og skemmtilegt og það hefur veitt m ér in nsýn í hvar mínir sty rkleikar lig gja og hvað ég þarf að gera til a ð komast í 6 F R Æ Ð S L U M I Ð S T Ö Ð A T V I N N U L Í F S I N S G Á T T – Á R S R I T – 2 0 1 6 SVEINN AÐALSTEINSSON F R Æ Ð S L U M I Ð S T Ö Ð AT V I N N U L Í F S I N S Starfsemi Fræðslumiðstöðvar atvinnulífsins (FA) hefur verið með nokkuð reglubundnum hætti á árinu. Ingibjörg Elsa Guðmundsdóttir lét af störfum framkvæmdastjóra 1. júní og við tók Sveinn Aðalsteinsson. Ingibjörg Elsa hefur verið framkvæmdastjóri FA frá stofnun, 2003, og eru henni færðar þakkir fyrir frábært brautryðjendastarf. Nýr þjónustusamningur við mennta- og menningarmála- ráðuneytið (MRN) tók gildi í ársbyrjun 2016 og gildir út árið 2021. Samningurinn byggir á lögum um framhaldsfræðslu sem ætlað er að mæta þörfum einstaklinga með stutta form- lega menntun. FA sinnir markhópnum ekki með beinum hætti, heldur í gegnum samstarfsaðila sína, sem eru fræðslu- og símenntunarmiðstöðvar innan KVASIS, í iðngreinum og á vegum opinbera vinnumarkaðarins. Alls eru þetta 14 fræðslu- aðilar, sem jafnframt eru samstarfsaðilar Fræðslusjóðs. Gerð er starfsáætlun fyrir hvert ár sem nálgast má á heimasíðu FA, www.frae.is og byggir hún á þjónustusamningnum við mennta- og menningarmálaráðuneytið og er lögð fyrir það til samþykktar. Í lok árs er gerð ársskýrsla, sem skilað er til MRN. FA vistar einnig tengilið Norræna netsins um nám fullorðinna (NVL) sem kostað er af Norrænu ráðherranefndinni. Hér á eftir verður gerð grein fyrir helstu verkefnum FA á tímabilinu 1. janúar til 31. október 2016. Vísað er til árs- skýrslu FA 2015 varðandi ítarlega umfjöllun um starfsárið 2015 en hér má finna stutta tölfræðilega samantekt um árið 2015 auk umfjöllunar um starfið það sem af er árinu 2016 og tölur eru til um. F R Æ Ð S L U S J Ó Ð U R FA þjónustar stjórn Fræðslusjóðs og hefur umsjón með honum samkvæmt þjónustusamningi við mennta- og menn- ingarmálaráðuneytið. FA gerir samninga við fræðsluaðila fyrir hönd stjórnar sjóðsins og safnar upplýsingum um framgang verkefna um árangur í starfinu og miðlar þeim til stjórnarinnar. Fjárhæðir umsókna á árinu 2016 til vottaðra námsleiða námu alls rúmum 626 m.kr., til náms- og starfsráðgjafar tæp- lega 201 m.kr. og til raunfærnimats tæpum 194 m.kr. Samtals tæplega 1.021 m.kr. Úthlutun var með eftirfarandi hætti: • Vottaðar námsleiðir 494.140.000 • Náms- og starfsráðgjöf 131.000.000 • Raunfærnimat 178.536.900 Samtals úthlutað 803.676.900 Úthlutanir til nýsköpunar- og þróunarverkefna fóru fram á vormánuðum. Sótt var um styrki til 29 verkefna að upphæð 68.848.954 kr. Úthlutað var til 14 verkefna alls 33.758.100 kr. Fræðslusjóður greiddi nærri 509,7 m.kr. til framkvæmdar á vottuðum námsleiðum hjá samstarfsaðilunum á árinu Árið 2016 er 14. starfsár Fræðslumiðstöðvar atvinnulífsins (FA) og sjötta ár starfseminnar sem byggist á lögum um framhaldsfræðslu nr. 27/2010. Samkvæmt lögunum er markhópur FA fullorðið fólk sem ekki hefur lokið formlegri menntun á framhaldsskólastigi. Markmið FA er að veita þessu fólki tækifæri til að afla sér menntunar eða bæta stöðu sína á vinnu- markaði. Á grundvelli laganna er í gildi þjónustusamningur við mennta- og menningarmála- ráðuneytið. FA sinnir markhópnum ekki beint heldur í gegnum samstarfsaðila sína, sem eru fræðslu- og símenntunarmiðstöðvar innan KVASIS, í iðngreinum og á vegum opinbera vinnu- markaðarins, alls 14 fræðsluaðilar. Samkvæmt samningnum sér FA um umsýslu Fræðslu- sjóðs. Auk þeirra verkefna sem lögin og þjónustusamningurinn kveða á um vistar FA einnig fulltrúa í Norræna tengslanetinu um nám fullorðinna (NVL) sem kostað er af Norrænu ráð- herranefndinni og vinnur að ýmsum samstarfsverkefnum sem tengjast viðfangsefnum FA en eru fjármögnuð með styrkjum. Sveinn Aðalsteinsson

x

Gátt

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Gátt
https://timarit.is/publication/1852

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.