Gátt - 2016, Síða 23

Gátt - 2016, Síða 23
Aldrei of seint að byrja. Réttindi styrkja Raunfærnimatið er alger snilld og það ættu Námskeiðið var frábær upplifun og Samtal við námsráðgjafa breytti góð leið til að komast út og hitta fólk. Kennsluaðferðirnar eru „alveg frábærar“ með að mæta fólki þar sem það er statt og mæta þeim sem eru les-, eða talnablindir og eiga Námskeiðið hefur styrkt mig persónulega í vondar minningar úr skóla. leik og starfi. Námskeiðið gjörbreytti mér og mínu lífi, það gaf mér mikið sjálfsöryggi. Sjálfsstyrking og samskipti er stór þáttur í náminu og mjög mikilvægur. 23 F R Æ Ð S L U M I Ð S T Ö Ð A T V I N N U L Í F S I N S G Á T T – Á R S R I T – 2 0 1 6 tekist vonum framar. Hingað til hefur fyrst og fremst verið um að ræða greinar sem ekki eru til í skólakerfinu, eða nám sem lítil eftirspurn hefur verið eftir innan skólakerfisins. Sem dæmi má nefna þjónustufulltrúa í bönkum og starfsmenn vöruhúsa, rannsóknartækna og verslana. Þessi tilraunaverk- efni lofa góðu og kosturinn við þau er ekki hvað síst sá að í þeim verður atvinnulífið að vera virkt í að móta kröfurnar til starfanna. Fræðslumiðstöð atvinnulífsins hefur einnig unnið að því að formgera og skipuleggja hæfnigreiningar sem unnar eru með aðilum úr atvinnulífi. Mikilvæg undirstaða starfsþróunar liggur í því að vel takist til við að virkja atvinnulífið til að taka þátt í að greina þarfir og móta kröfur til starfa. Víðtæk sátt þarf að vera um niðurstöður hæfnigreininga, þannig að þær gildi fyrir fleiri en þá sem hverju sinni taka þátt í að greina hæfni starfa. Vanda þarf því valið á þeim sem fengnir eru til greiningarstarfsins og aðkoma atvinnurekenda- og laun- þegasamtaka er nauðsynleg til að virkja fyrirtækin og starfs- menn þeirra til þátttöku. Enn skortir á að atvinnustefna sé mótuð sem getur legið til grundvallar færniþróun þegar á heildina er litið. Hins vegar er tekið á málefnum ferðaþjónustunnar af myndugleika með stofnun Stjórnstöðvar ferðamála, en að baki því starfi stendur ríkisstjórn Íslands ásamt Samtökum ferðaþjónustunnar og Sambandi íslenskra sveitarfélaga. Nýverið (2016) var gefinn út bæklingur undir heitinu Fjárfestum í hæfni starfsmanna. Þar eru sett fram markmið um færniuppbyggingu í ferðaþjón- ustunni, í því skyni að nám og fræðsla verði í takt við þarfir ferðaþjónustunnar og til þess að hæfni og gæði megi aukast í greininni. Hæfnigreiningar munu fara fram á einstökum störfum og tengingu þeirra við hæfnirammann. Raunfærni- mat verður einnig þróað til að mæta þessum kröfum. Ef vel tekst til er hægt að beita sömu aðferðafræði á fleiri greinar. Loks er rétt að nefna hæfniramma um íslenskt mennta- kerfi, en það er mjög mikilvægt að hann geti nýst í þágu færniþróunar í atvinnulífinu. Mikilvægt er að sem allra fyrst verði ákveðið, í samstarfi menntayfirvalda og aðila atvinnu- lífsins, hvernig hæfniramminn verði best nýttur í þessu skyni. Að lokum vil ég vitna aftur í glænýja skýrslu, Arbejds- liv i Norden, Udfordringer og forslag, sem skrifuð er af Poul Nielson að beiðni norrænu atvinnumarkaðsráðherranna. Þar eru lagðar fram 14 tillögur að aðgerðum til að þróa norræna samvinnu í vinnumarkaðsmálum. Sú tillaga sem einkum varðar þau málefni sem hér hafa verið til umræðu er umfjöllun og tillaga númer 7. En hún fjallar um það að skyldubinda fullorðins- og eftirmenntun fyrir alla á vinnu- mörkuðum á Norðurlöndunum og ákveða í sa vinnu við aðila atvinnulífsins að setja af stað sameiginleg tilraunaverk- efni í þessu skyni. Þetta er mjög róttæk tillaga, en ástæðan er eftirfarandi, með orðum Nielsons: En til þess að Norðurlöndin geti í framtíðinni haldið stöðu sinni í alþjóðlegri samkeppni, þarf annað og meira til í menntamálum en endurtekið efni. Áskorunin felst ekki í að leggja hart að s ér heldur að láta hugann fylgja verki. Nielson bendir á að þetta verði ekki einfalt mál. Að ýmsu sé að hyggja, til dæmis verði hagsmunaárekstrar og erfiðleikar við skiptingu kostnaðar og réttinda, sama hvaða kerfi verði komið á. Hins vegar þurfi eitthvað í þessa veru, eitthvað sem staðfestir færni samfélaga okkar til nýsköpunar og sem lyftir norrænu löndunum í vinningsstöðu í samkeppni þjóðanna. Erfitt er að sjá fyrir sér að þessi tillaga nái fram að ganga en hún sýnir sannarlega fram á mikilvægi fullorðins- og eftirmenntunar og hristir upp í hugsun um færniþróun. Það verður fróðlegt að sjá hvaða framgang og meðhöndlun hún fær á norrænum vettvangi. Athygli vekur að Nielson leggur til að þetta verði unnið í nánu samstarfi við aðila atvinnulífs á Norðurlöndunum. Aukin framleiðni og betri samkeppnisstaða í atvinnulífinu er undirstaða aukinnar velferðar í samfélaginu. Um langan tíma hefur mikil áhersla verið lögð á samstarf milli atvinnulífs og skóla en ekki hefur tekist að gera það eins áhrifaríkt og æskilegt væri. Það er langtímaverkefni að byggja upp gott starfsmenntakerfi og til þess þarf öflugt samstarf allra þeirra sem taka þátt í því. Mikilvægt er að stjórnvöld byggi upp öfluga atvinnustefnu og á grundvelli hennar þarf síðan að byggja upp færniþróunarstefnu. Aðilar atvinnulífsins verða að koma að málum á grundvelli starfsgreina, því þar er þekk- ingin á færnikröfum og framtíðarþróun. Mikilvægt er einnig að nýta og byggja ofan á þá þekkingu og þjálfun sem aflað er á vinnustöðum. Vonir eru bundnar við að hæfniramminn um íslenskt menntakerfi geti nýst sem tæki til að gera sýnilega og viðurkennda þá menntun sem fram fer í atvinnulífinu. Þannig yrði sú þjálfun sem þar er veitt gerð sýnileg og gagnsæ og myndi opna leiðir fyrir starfsmenn til frekara náms innan hins formlega skólakerfis. Raunfærnimat er mikilvægt verkfæri til að ná þessu markmiði.

x

Gátt

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Gátt
https://timarit.is/publication/1852

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.