Gátt - 2016, Page 35

Gátt - 2016, Page 35
Aldrei of seint að byrja. Réttindi styrkja Raunfærnimatið er alger snilld og það ættu Námskeiðið var frábær upplifun og Samtal við námsráðgjafa breytti góð leið til að komast út og hitta fólk. Kennsluaðferðirnar eru „alveg frábærar“ með að mæta fólki þar sem það er statt og mæta þeim sem eru les-, eða talnablindir og eiga Námskeiðið hefur styrkt mig persónulega í vondar minningar úr skóla. leik og starfi. Námskeiðið gjörbreytti mér og mínu lífi, það gaf mér mikið sjálfsöryggi. Sjálfsstyrking og samskipti er stór þáttur í náminu og mjög mikilvægur. 35 F R Æ Ð S L U M I Ð S T Ö Ð A T V I N N U L Í F S I N S G Á T T – Á R S R I T – 2 0 1 6 H U G M Y N D A F R Æ Ð I O G M A R K M I Ð M E Ð K O R T L A G N I N G U Markmið með kortlagningu er að fá yfirsýn yfir helstu störf og starfsheiti í ferðaþjónustu. Tengd störf eru sett saman á kort og áhersla er lögð á að sýna fram á þarfir fyrirtækja ann- ars vegar og möguleika einstaklinga til starfsþróunar hins vegar. Mikilvægt er að hafa í huga að kortlagning er ekki endanleg greining á einstökum störfum, heldur könnun á því hvaða störf eru til staðar og mat á þeim kröfum sem gerðar eru um sjálfstæði og ábyrgð. Markmiðið með kortlagningu er að greina: • þörf fyrir greiningu á einstökum störfum og/eða starfa- klösum, • möguleika á raunfærnimati í kjölfar greiningar, • möguleika fyrir nám og samtengingu náms, • áhersluatriði fyrir stefnumótun. Niðurstöður kortlagningar hafa verið kynntar á vett- vangi Stjórnstöðvar ferðamála, starfsgreinaráðs matvæla-, veitinga- og ferðaþjónustugreina, hjá fræðsluaðilum og í atvinnulífinu. Viðbrögðin hafa verið góð og kortlagningin hefur þegar nýst til stefnumótunar. S A M S TA R F U M F R Æ Ð S L U M Á L Samtök ferðaþjónustunnar og Fræðslumiðstöð atvinnulífsins hafa um árabil átt samstarf um fræðslumál. Samstarfið hefur gengið vel en eins og í öllu góðu samstarfi er mikilvægt að staldra við öðru hvoru og spyrja hvort ekki sé hægt að gera betur. Það var gert árið 2015 og niðurstaðan var sú að æski- legt væri að finna leið til að gera ákvarðanir um fræðslu- verkefni í ferðaþjónustu markvissari og byggja þær í auknum mæli á samtali við atvinnulífið. Ef það er ekki gert er hætta á að: • erfitt verði að móta heildarstefnu starfsgreinarinnar, • ákvarðanir verði ómarkvissar og tilviljanakenndar, • leiðir og tækifæri til starfsþróunar verði ekki sýnileg og illa gangi að laða hæft fólk til starfa. Þá kom fram hugmynd um kortlagningu á störfum og starfs- heitum í ferðaþjónustu og var unnið út frá nálgun sem sjá má á mynd 1. U M F R A M K V Æ M D Kortlagningin var unnin í samstarfi við Starfsgreinaráð mat- væla-, veitinga- og ferðaþjónustugreina. Umfang verkefnis- ins var þannig afmarkað og lögð voru fyrstu drög að upp- HAUKUR HARÐARSON OG MARÍA GUÐMUNDSDÓTTIR K O R T L A G N I N G S TA R F A Í F E R Ð A Þ J Ó N U S T U Í greininni er gerð grein fyrir verkefni um kortlagningu starfa og starfsheita í ferðaþjónustu. Markmiðið með kortlagningunni var að fá yfirsýn yfir helstu störf og starfsheiti í atvinnugreininni og að gera stutta lýsingu á störfum þar sem áhersla var lögð á að greina sjálf- stæði og ábyrgð. Upplýsingum um störf og starfsheiti var safnað á fundum með stjórnendum og starfs- mönnum fyrirtækja, oftast hjá mannauðsstjóra, fram- kvæmdastjóra eða deildarstjóra. Hluti af niðurstöðum kortlagningarinnar var birtur í skýrslunni Fjárfestum í hæfni starfsmanna sem Stjórnstöð ferðamála gaf út í júlí 2016. María GuðmundsdóttirHaukur Harðarson

x

Gátt

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Gátt
https://timarit.is/publication/1852

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.