Gátt - 2016, Síða 48

Gátt - 2016, Síða 48
stöðu manns á vinnumarkaði. allir a ð fara í það sem hafa kost á því. góð leið til að komast ú t og hitta fólk. Kennsluaðferðirnar eru „alveg frábærar“ með að mæta fólki þar se m það er sta tt o g mæta þeim sem eru les-, e ða talnablindir o g eiga Námskeiðið hefur sty rkt mig persónulega í Námskeiðið gjörbreytti m ér og mínu lífi , það gaf m ér m ikið Sjálfssty rking og samskipti er stór þáttur í náminu og mjög Gott a ð hafa stu ðning vinnustaðarins til að sækja námskeiðið. Námskeiðið var fjölbreytt og skemmtilegt og það hefur veitt m ér in nsýn í hvar mínir sty rkleikar lig gja og hvað ég þarf að gera til a ð komast í 48 F R Æ Ð S L U M I Ð S T Ö Ð A T V I N N U L Í F S I N S G Á T T – Á R S R I T – 2 0 1 6 klukkustunda starfstengd námskeið. Sendar voru auglýsingar í blöðin, kynningarbréf til félagsmanna FTAT og verkefnið var rækilega kynnt á aðalfundi FTAT í maí. Sumarið leið og afar fáir umsækjendur skiluðu sér. Í fundargerð frá 6. júní sést að 6 þátttakendur höfðu skráð sig og 18. ágúst höfðu 16 skráningar skilað sér. Stýrihópurinn var orðinn áhyggju- fullur því við vildum ekki fara af stað fyrir færri en 20 þátt- takendur og helst 25 því reynslan hefur sýnt að við skimun í upphafi raunfærnimats detta alltaf nokkrir út, bæði vegna þess að þeir standast ekki forkröfur eða líst ekki á verk- efnið. Ákveðið var að leita til Tannlæknafélags Íslands og kynna námið fyrir tannlæknum þannig að þeir myndu hvetja reynslumikið aðstoðarfólk sitt til að sækja um. Það var sem við manninn mælt að það varð sprenging í umsóknum og að lokum voru 30 umsóknir komnar í hús. Við vildum ekki stoppa skráningarnar vegna þess að líklegt var að þetta yrði ekki haldið aftur á næstunni og eins og áður segir myndu ein- hverjir detta út í undirbúningsferlinu. Það gerðist hins vegar ekki. Aðeins tveir umsækjendur hættu við áður en ferlið hófst og 28 þátttakendur hófu því raunfærnimatsferlið eða 9 fleiri en gert hafði verið ráð fyrir í fjárhagsáætlun verkefnisins. Þar af voru 13 þátttakendur utan af landi, fjórir frá Austfjörðum, einn af Norðurlandi, sex af Suðurlandi, einn frá Snæfellsnesi og einn frá Vestfjörðum. Verkefnisstjóri krossaði fingur og tók íslensku leiðina „þetta reddast“ á línuna. Eftir kynningarfund og sjálfsmat völdu þátttakendur, sem allt voru konur, áfanga til að taka í raunfærnimati. Þessar konur voru allar reynslumiklar (meðalaldur 44,5 ár) og völdu miklu fleiri áfanga og einingar til raunfærnimats en ráð var fyrir gert í áætlunum. Það var bæði mjög gleðilegt en líka kvíðvænlegt fyrir verkefnisstjóra sem hélt um peningabudd- una. Matið á áföngunum hófst í nóvember 2014 eftir hefð- bundinn undirbúning. Verklegu áfangarnir voru flestir metnir í húsnæði Tannlæknadeildar Háskóla Íslands en einnig fóru matsaðilar í heimsóknir á tannlæknastofur þátttakenda til að meta kunnáttu þeirra í raunaðstæðum. M AT S F E R L I Ð Kristrún Sigurðardóttir, kennslustjóri tanntæknabrautar FÁ, bar hitann og þungann af raunfærnimatinu ásamt tveimur öðrum kennurum. Þær mátu samtals 445 áfanga, allt frá 10 áföngum á mann upp í 19 áfanga hjá þeirri sem tók flesta áfanga. Samanlagt voru metnar 1128 einingar/1882 fein- ingar eða að meðaltali 40 einingar/67 feiningar á mann. Sú sem náði flestum einingum náði 47 einingum eða 78 fein- ingum. Þið munið kannski að lagt var upp með að þátttak- endur tækju 25 einingar að meðaltali eða 42 feiningar. Kristrún sá einnig um allt utanumhald af hálfu FÁ svo sem mat á fyrra námi þátttakenda og ráðgjöf vegna námsins Hluti af útskriftarhópnum ásamt matsaðilum og verkefnastjóra.

x

Gátt

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Gátt
https://timarit.is/publication/1852

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.