Gátt - 2016, Qupperneq 51

Gátt - 2016, Qupperneq 51
Aldrei of seint að byrja. Réttindi styrkja Raunfærnimatið er alger snilld og það ættu Námskeiðið var frábær upplifun og Samtal við námsráðgjafa breytti góð leið til að komast út og hitta fólk. Kennsluaðferðirnar eru „alveg frábærar“ með að mæta fólki þar sem það er statt og mæta þeim sem eru les-, eða talnablindir og eiga Námskeiðið hefur styrkt mig persónulega í vondar minningar úr skóla. leik og starfi. Námskeiðið gjörbreytti mér og mínu lífi, það gaf mér mikið sjálfsöryggi. Sjálfsstyrking og samskipti er stór þáttur í náminu og mjög mikilvægur. 51 F R Æ Ð S L U M I Ð S T Ö Ð A T V I N N U L Í F S I N S G Á T T – Á R S R I T – 2 0 1 6 löndum hittast yfir kaffibolla og velja sér ólík tungumál til tjáskipta. Tilgangur verkefnisins er að gefa fólki tækifæri til að æfa talmál, auk þess sem það gefur fólki af ólíkum uppruna tækifæri til þess að hittast, kynnast og skiptast á skoðunum. Verkefnið felur meðal annars í sér að undirbúið er fjölbreytilegt námsefni sem nýtist til að aðstoða fólk sem er að hefja nám í íslensku, hvetur það áfram og auðveldar því samskipti. Auk þess eru fleiri tungumál þjálfuð og fara þau að sjálfsögðu að miklu leyti eftir þátttakendum, áhugasviði og bakgrunni þeirra. S A M S TA R F S A Ð I L A R A Ð V E R K E F N I N U . Samstarfsaðilar að NBCL (Norrænt-baltneskt Café Lingua) eru Íslendingar, Eistlendingar, Lettar, Litháar og Finnar. Finnska stofnunin Learning for Intergration (LFI) fer með verkefnastjórn en markmið þeirrar stofnunar er að aug- lýsa og styrkja tungumálakennslu, ásamt því að styðja við aðlögun og samlögun innflytjenda að nýju samfélagi. Jafn- framt hefur stofnunin að markmiði að vinna með börnum flóttafólks í Finnlandi sem og á hinum Norðurlöndunum til að stuðla að uppbyggingu blómlegs fjölmenningarsamfélags. Verkefninu var hleypt af stokkunum haustið 2015 með fyrsta fundinum sem haldinn var í Finnlandi í október sama ár. Þar heimsóttu þátttakendur meðal annars Lingua Café í Helsinki en það var stofnað fyrir um það bil 10 árum af háskólanem- endum sem vildu eiga möguleika á að þjálfa finnsku sem og fleiri tungumál, auk þess að kynnast og efla fjölmenningar- samfélag háskólanema. Lingua Café MSS Hluti af verkefninu fólst í því að kanna með skoðanakönnun hvernig fólk telur best að læra tungumál og hvaða skoðanir fólk hefur yfirleitt á tungumálanámi. Könnunin var lögð fyrir alla þátttakendur í upphafi verkefnisins. Niðurstöður leiddu í ljós að þátttakendur töldu talþjálfun vera mjög mikilvægan þátt sem oft væri af skornum skammti og leggja bæri rækt við hann í tungumálanámi. Því næst var hafist handa við að undirbúa verkefnabanka. Opinn aðgangur er að vefsíðu til námsefnisgerðar, The Language Menu (thelanguagemenu. com) þar sem hægt er að vinna verkefni á fjölmörgum tungu- málum. Við höfum notið góðs af því og útbúið skemmtileg og gagnleg byrjendaverkefni í íslensku. Þá var komið að því að finna samstarfsaðila til að hýsa Lingua Café MSS og höfðum við samband við Café Petite sem er notalegt kaffihús í Reykjanesbæ og tóku þau okkur fagnandi. Í apríl opnuðum við síðan Lingua Café MSS til reynslu á þriðjudagskvöldum frá klukkan 8 til 10 og tókst vel til. Við höfðum opið í apríl og maí til reynslu en formleg opnun var 11. október sl. Við fengum marga kaffigesti frá ólíkum löndum og teljum við þessa tilraun okkar hafa tekist mjög vel. Hugmyndin er að auglýsa Lingua Café meira meðal hinna ýmsu fyrirtækja og stofnana hér á svæðinu og gera enn betur með haustinu. Um miðjan október hittast samstarfsaðilar á Íslandi á fundi þar sem verkefnið verður vegið og metið og drög verða lögð að framtíð þess. Heimasíða verkefnisins er www.nbvl.eu Facebooksíða verkefnisins er http://www.facebook.com/ NordicBalticCafeLingua Facebooksíða Café Lingua MSS er https://www.facebook. com/Lingua-Caf%C3%A9-MSS-1176523765721877/?fref=ts U M H Ö F U N D A N A Guðjónína Sæmundsdóttir hefur starfað sem forstöðu- maður MSS frá árinu 2003. Hún hefur lokið BS-prófi í ferða- málafræði og diplómaprófi í tölfræði og náms- og starfsráð- gjöf. Guðjónína hefur tekið þátt í fjölmörgum evrópskum og norrænum samstarfsverkefnum á sviði fullorðinsfræðslu og starfsmenntunar. Sveindís Valdimarsdóttir hefur starfað sem verkefnastjóri og kennari íslenskunámskeiða hjá MSS frá árinu 2008. Hún hefur lokið B.Ed. prófi frá Kennaraháskóla Íslands. Sveindís hefur tekið þátt í fjölmörgum evrópskum og norrænum sam- starfsverkefnum á sviði fullorðinsfræðslu og starfsmenntunar. Það er gaman að sjá fólk af ólíkum þjóðernum tala saman á íslensku. Það er ýmislegt til umræðu á Lingua Café og orðabingó er t.d. mjög vinsælt.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Gátt

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Gátt
https://timarit.is/publication/1852

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.