Gátt - 2016, Page 71

Gátt - 2016, Page 71
Aldrei of seint að byrja. Réttindi styrkja Raunfærnimatið er alger snilld og það ættu Námskeiðið var frábær upplifun og Samtal við námsráðgjafa breytti góð leið til að komast út og hitta fólk. Kennsluaðferðirnar eru „alveg frábærar“ með að mæta fólki þar sem það er statt og mæta þeim sem eru les-, eða talnablindir og eiga Námskeiðið hefur styrkt mig persónulega í vondar minningar úr skóla. leik og starfi. Námskeiðið gjörbreytti mér og mínu lífi, það gaf mér mikið sjálfsöryggi. Sjálfsstyrking og samskipti er stór þáttur í náminu og mjög mikilvægur. 71 F R Æ Ð S L U M I Ð S T Ö Ð A T V I N N U L Í F S I N S G Á T T – Á R S R I T – 2 0 1 6 RITSTJÓRN H V A Ð ÁT T U V I Ð ? Íðorð á ensku Íslensk þýðing Merking / skilgreining e. massive open online courses, (MOOC) opin vefnámskeið Opin námskeið þar sem námsumhverfið er á Netinu og mikill fjöldi fólks getur tekið þátt. e. flipped classroom vendikennsla / spegluð kennsla Með vendikennslu/speglaðri kennslu er átt við kennslu þar sem fyrirlestrar og kynningar kennara eru vistuð á netinu. Nemendur geta horft og hlustað á kynningarnar eins oft og þeim sýnist og hvar sem þeim sýnist. Í kennslustofunni geta nemendur og kennarar rætt ítarlega um efnið. e. digital divide / digital gap stafræn gjá Sú aðgreining sem er milli þess fólks sem getur nálgast og notað upplýsinga- og sam- skiptatækni á árangursríkan hátt og þess sem getur það ekki. e. learning community námssamfélag Samfélag sem eflir námsmenningu með því að þróa á hverjum stað skilvirkt samstarf milli allra geira samfélagsins og styrkir jafnframt og örvar einstaklinga og samtök til náms. e. e-learning tölvustutt nám Nám þar sem stuðst er við upplýsinga- og samskiptatækni. Tölvustutt nám takmarkast ekki við „tölvulæsi“ (að afla sér leikni í upplýsinga- og samskiptatækni). Það getur verið með margs konar móti og blönduðum aðferðum beitt: notaður hugbúnaður, netið, geisla- diskar, beinlínutengt nám eða hvers konar aðrir rafrænir eða gagnvirkir miðlar. Tölvustutt nám er hægt að nota bæði í fjarnámi en einnig sem þátt í staðarnámi. e. communities of practice starfssamfélög Hópur aðila sem kjósa að deila þekkingu um þátt, eða þætti, tengda sameiginlegu verk- sviði eða áhugamáli. e. OER open educational recources opið menntaefni (OME) Opið menntaefni er efni með frjálsum og opnum höfundarleyfum sem hægt er að nota í kennslu, nám, rannsóknir og fleira. Allt frá útgáfu fyrstu Gáttar hefur verið fjallað um merkingu íðorða á sviði fullorðinsfræðslu. Ekki verður hvikað frá þeirri hefð í þessu riti og fjallað um nokkur hugtök sem varða við- fangsefni Fræðslumiðstöðvar atvinnulífsins, FA. Sem fyrr teljum við sem störfum við FA þörf fyrir að hugtök, sem notuð eru í umræðu um fræðslumál fullorðinna, séu skýrt skil- greind. Markmiðið með þessum fasta lið er að koma af stað umræðum og ná samkomulagi um heppilega og samræmda notkun þeirra íðorða sem notuð eru um hugtökin. Í þessari tólftu útgáfu af Gátt tökum við upp þráðinn þar sem frá var horfið í síðasta riti. Eins og áður eru sett fram ensk íðorð og tillögur að íslenskum þýðingum og skilgreiningum. Nú eru ekki öll íðorðin af CEDEFOP-listanum sem einkum er ætlaður fræðimönnum og öðrum sem fást við menntun og mótun menntastefnu. Í þessu riti höfum við ákveðið að fjalla um hugtök sem tengjast upplýsingatækni í námi og kennslu. Ritstjórn Gáttar er sér meðvituð um að allri hugtakaumfjöllun þarf að fylgja eftir með því að fá áhugasama einstaklinga til að tjá sig um skilgreiningarnar og gera í kjölfarið úrbætur. Því bjóðum við öllum þeim sem áhuga hafa á að senda okkur athugasemdir við skilgreiningarnar (sigrunkri (hjá) frae.is).

x

Gátt

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Gátt
https://timarit.is/publication/1852

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.